Óttast svartan markað með nikótínolíu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2017 20:00 Samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir verða rafrettur flokkaðar sem tóbak og settar reglur varðandi sölu, markaðssetningu og neyslu á rafrettum. Erna Margrét Oddsdóttir á og rekur verslunina Gryfjuna sem selur öll tól til rafrettunotkunar. Samkvæmt frumvarpinu á að minnka skammtana sem má selja af olíu í rafretturnar sem hækkar kostnað fyrir neytendur. Einnig á að minnka rýmið í rafrettunum og því þarf að skipta oft á dag um olíu með tilheyrandi veseni en Erna segir ekki mega auka flækjustigið. „Sérstaklega vegna eldra fólksins. Það finnst þetta mjög flókið. En það á að gera þetta enn flóknara. Gera þetta enn erfiðara. Því lyfjafyrirtækin og tóbaksfyrirtækin fundu ekki upp á þessu. Það var almenni maðurinn sem fann upp á þessu. Þannig að hinir græða ekki nóg af þessu. Vaskurinn, skatturinn og svona græða ekki á þessu. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með því að segja þetta en svona er þetta, þetta snýst um peninga!" Reglurnar eru settar til að minnka hættuna á eitrun ef börn komast í vökvann. „En þú getur fengið fimm lítra af klór út í búð og stíflueyði í stórum einingum. En það er með barnalæsingu eins og þetta er allt með barnalæsingu,“ segir Erna en hún segist vita af svörtum markaði með nikótínolíu á Íslandi og óttast að hann muni stækka. „Það er verið að búa þetta til heima. Það eru margir sem búa þetta til sjálfir. Það getur misheppnast gríðarlega og verið stórhættulegt. Að neytandinn skuli finna að það sé betra að fara í heimahús undir engu eftirliti - þar sem olían er búin til undir engu eftirliti - og kaupa það frekar en eitthvað innsiglað og tryggt úr búð - það er sorgleg þróun. En þetta mun gerast. Þetta mun verða svo dýrt með nýju lögunum að þetta mun gerast." Erna segist berjast fyrir þessu af hugsjón enda hafi ótrúlegasta fólk náð að hætta að reykja með hjálp rafrettunnar. Fólk sem hafi reynt allt annað en aldrei tekist að hætta og er komið með ströng fyrirmæli frá lækni að hætta reykingum. „Ef Óttarr Proppé og hans fólk myndi heyra sögurnar sem ég heyri á hverjum einasta degi þá myndu þau vinna harðari höndum að gera þetta aðgengilegra og auðveldara fyrir fólk," segir Erna. Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03 Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00 Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir verða rafrettur flokkaðar sem tóbak og settar reglur varðandi sölu, markaðssetningu og neyslu á rafrettum. Erna Margrét Oddsdóttir á og rekur verslunina Gryfjuna sem selur öll tól til rafrettunotkunar. Samkvæmt frumvarpinu á að minnka skammtana sem má selja af olíu í rafretturnar sem hækkar kostnað fyrir neytendur. Einnig á að minnka rýmið í rafrettunum og því þarf að skipta oft á dag um olíu með tilheyrandi veseni en Erna segir ekki mega auka flækjustigið. „Sérstaklega vegna eldra fólksins. Það finnst þetta mjög flókið. En það á að gera þetta enn flóknara. Gera þetta enn erfiðara. Því lyfjafyrirtækin og tóbaksfyrirtækin fundu ekki upp á þessu. Það var almenni maðurinn sem fann upp á þessu. Þannig að hinir græða ekki nóg af þessu. Vaskurinn, skatturinn og svona græða ekki á þessu. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með því að segja þetta en svona er þetta, þetta snýst um peninga!" Reglurnar eru settar til að minnka hættuna á eitrun ef börn komast í vökvann. „En þú getur fengið fimm lítra af klór út í búð og stíflueyði í stórum einingum. En það er með barnalæsingu eins og þetta er allt með barnalæsingu,“ segir Erna en hún segist vita af svörtum markaði með nikótínolíu á Íslandi og óttast að hann muni stækka. „Það er verið að búa þetta til heima. Það eru margir sem búa þetta til sjálfir. Það getur misheppnast gríðarlega og verið stórhættulegt. Að neytandinn skuli finna að það sé betra að fara í heimahús undir engu eftirliti - þar sem olían er búin til undir engu eftirliti - og kaupa það frekar en eitthvað innsiglað og tryggt úr búð - það er sorgleg þróun. En þetta mun gerast. Þetta mun verða svo dýrt með nýju lögunum að þetta mun gerast." Erna segist berjast fyrir þessu af hugsjón enda hafi ótrúlegasta fólk náð að hætta að reykja með hjálp rafrettunnar. Fólk sem hafi reynt allt annað en aldrei tekist að hætta og er komið með ströng fyrirmæli frá lækni að hætta reykingum. „Ef Óttarr Proppé og hans fólk myndi heyra sögurnar sem ég heyri á hverjum einasta degi þá myndu þau vinna harðari höndum að gera þetta aðgengilegra og auðveldara fyrir fólk," segir Erna.
Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03 Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00 Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03
Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00
Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31