Rembihnútur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Hlutur kvenna í framkvæmdastjórastöðum hjá 800 stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. Konur voru tólf prósent framkvæmdastjóra hjá meðalstórum fyrirtækjum, líkt og árið 2015. Hlutur kvenna í stjórnarformennsku hjá þessum fyrirtækjum var undir tuttugu prósentum, lítil breyting frá fyrra ári. Sömu sögu er að segja almennt af hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja. Þetta kom fram í Markaði Fréttablaðsins í gær, byggt á tölum frá Creditinfo. Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, sagði þetta sýna að enn sé langt í land að konur komist með tærnar þar sem karlar hafa hælana á valdastólum atvinnulífsins. Helga Hlín Hákonardóttir, sérfræðingur í góðum stjórnarháttum, sagði niðurstöðurnar vonbrigði. Tölurnar staðfesta þá hryggilegu staðreynd að enn eru skrifaðar lægri tölur á verðmiða vinnuframlags kvenna. Líka er staðfest að konur eru eftirbátar þegar horft er á framgang og ábyrgð á vinnustað. Holur hljómur er í þeirri margtuggðu fullyrðingu að Ísland sé meðal fremstu þjóða heims í jafnréttismálum. Langt er í land. Svo langt, að konur fá 11 mánaðarlaun á ári meðan karlar fá tólf. Konur vinna einn mánuð ársins án endurgjalds. Margvíslegur árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa ritað nafn sitt á spjöld sögunnar. Enginn kippir sér lengur upp við konur í háum stöðum eða virðulegum embættum. Skipan Alþingis er í samræmi við það en ráðherrastólunum er misskipt. Kannski er það táknrænt. Á dögunum hvarf eini kvenkyns forstjórinn úr fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni úr starfi. Ekki skortir hæfar konur. Útskriftir úr æðstu menntastofnunum, þar sem konur eru í meirihluta, sýna það. Vandamálið liggur víða. Markmið fæðingarorlofslaganna er að jafna stöðu kynjanna. Orlofsréttur feðra er ein ástæða þess að Ísland telst meðal fremstu þjóða í jafnréttismálum. En þak á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði leiðir til þess að tekjuháir feður nýta síður orlofsréttinn. Launamunur á heimilinu leiðir til þess að margar fjölskyldur velja móðurinni það hlutverk að setja starf og framtíðaráform til hliðar. Kvennalaun eru minni fórn en karlalaun. Enn þann dag í dag finnst okkur í lagi að karlinn sé í vinnunni „allan sólarhringinn“. Hver hugsar um börnin? er hins vegar spurt, ef konan vinnur langan dag. Þótt við látum sem ekkert sé þegar karlinn fer snemma til að sækja barn á leikskólann, er heima hjá veiku barni, vill fæðingarorlof, skipuleggur barnaafmælið, eldar mat – hefur oft heyrst að konan fái sektarkennd yfir að sinna ekki „hefðbundnum heimilisstörfum“. Aðgerðir stjórnvalda hafa ekki skilað miklu. Þær eru eins og oft vill verða – nefnd sett á fót og treyst á guð og lukkuna. Samt er pólitísk samstaða um málið og aðilar vinnumarkaðarins í orði kveðnu einhuga um að höggva þurfi á hnútinn. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Hlutur kvenna í framkvæmdastjórastöðum hjá 800 stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. Konur voru tólf prósent framkvæmdastjóra hjá meðalstórum fyrirtækjum, líkt og árið 2015. Hlutur kvenna í stjórnarformennsku hjá þessum fyrirtækjum var undir tuttugu prósentum, lítil breyting frá fyrra ári. Sömu sögu er að segja almennt af hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja. Þetta kom fram í Markaði Fréttablaðsins í gær, byggt á tölum frá Creditinfo. Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, sagði þetta sýna að enn sé langt í land að konur komist með tærnar þar sem karlar hafa hælana á valdastólum atvinnulífsins. Helga Hlín Hákonardóttir, sérfræðingur í góðum stjórnarháttum, sagði niðurstöðurnar vonbrigði. Tölurnar staðfesta þá hryggilegu staðreynd að enn eru skrifaðar lægri tölur á verðmiða vinnuframlags kvenna. Líka er staðfest að konur eru eftirbátar þegar horft er á framgang og ábyrgð á vinnustað. Holur hljómur er í þeirri margtuggðu fullyrðingu að Ísland sé meðal fremstu þjóða heims í jafnréttismálum. Langt er í land. Svo langt, að konur fá 11 mánaðarlaun á ári meðan karlar fá tólf. Konur vinna einn mánuð ársins án endurgjalds. Margvíslegur árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa ritað nafn sitt á spjöld sögunnar. Enginn kippir sér lengur upp við konur í háum stöðum eða virðulegum embættum. Skipan Alþingis er í samræmi við það en ráðherrastólunum er misskipt. Kannski er það táknrænt. Á dögunum hvarf eini kvenkyns forstjórinn úr fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni úr starfi. Ekki skortir hæfar konur. Útskriftir úr æðstu menntastofnunum, þar sem konur eru í meirihluta, sýna það. Vandamálið liggur víða. Markmið fæðingarorlofslaganna er að jafna stöðu kynjanna. Orlofsréttur feðra er ein ástæða þess að Ísland telst meðal fremstu þjóða í jafnréttismálum. En þak á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði leiðir til þess að tekjuháir feður nýta síður orlofsréttinn. Launamunur á heimilinu leiðir til þess að margar fjölskyldur velja móðurinni það hlutverk að setja starf og framtíðaráform til hliðar. Kvennalaun eru minni fórn en karlalaun. Enn þann dag í dag finnst okkur í lagi að karlinn sé í vinnunni „allan sólarhringinn“. Hver hugsar um börnin? er hins vegar spurt, ef konan vinnur langan dag. Þótt við látum sem ekkert sé þegar karlinn fer snemma til að sækja barn á leikskólann, er heima hjá veiku barni, vill fæðingarorlof, skipuleggur barnaafmælið, eldar mat – hefur oft heyrst að konan fái sektarkennd yfir að sinna ekki „hefðbundnum heimilisstörfum“. Aðgerðir stjórnvalda hafa ekki skilað miklu. Þær eru eins og oft vill verða – nefnd sett á fót og treyst á guð og lukkuna. Samt er pólitísk samstaða um málið og aðilar vinnumarkaðarins í orði kveðnu einhuga um að höggva þurfi á hnútinn. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.