Á snappinu kom einnig fram að North hafi fengið að taka þátt í hönnunarferlinu þar sem hún fékk að velja liti og efni. Línan er greinilega innblásin af Yeezy línu Kanye en þar má finna rússkinns jakka og íþróttagalla.
Hér fyrir neðan má sjá North og Saint í flíkum úr línunni. Ekki er vitað hvenær línan fer á sölu fyrir almenning.