Milljón manns í 300 íbúa þorpi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 ÁSgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. vísir/vilhelm „Við finnum mjög lítinn mun hvort þetta er á sumri eða vetri,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um sívaxandi ferðamannastraum í Vík. Meira en milljón ferðamenn fara í gegn um þorpið árlega. Mikil uppbygging er fram undan í Vík til að þjóna ferðafólki. Vilhjálmur Sigurðsson, sem rekur Hótel Laxá í Mývatnssveit og bílaleigurnar Avis og Budget, ætlar að byggja hótel með eitt hundrað herbergjum og Benedikt Kristinsson í Iceland Incoming ferðum ehf. hyggst reisa sextíu herbergja hótel. Benedikt er með ferðaskrifstofuna Vulkanresor í Svíþjóð og er að breyta gömlu skólahúsi á Varmalandi í Borgarfirði í sextíu herbergja hótel. Þá er stefnt að því á næsta ári að bæta fjörutíu herbergjum við núverandi um eitt hundrað herbergja Icelandair hótel á staðnum. Ásgeir segir að eins og er geti Vík hýst um eitt þúsund ferðamenn. „Svo er verið að byggja um 3.500 fermetra verslunarmiðstöð og svo á að byggja helling af íbúðum sem á að fylla af fólki sem á að vinna á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Bygging verslunarmiðstöðvarinnar er þegar hafin. Ásgeir segir að þar verði matvöruverslunin Kjarval sem nú er rekin á inni í þorpinu í Vík. Vestan við Víkurskála verður Olís síðan með nýja bensínstöð og verslun í fjögur hundruð fermetra húsi. „Það búa þrjú hundruð manns í þessu þorpi og 550 í sveitarfélaginu í allt. Hér fer í gegn um þorpið töluvert á aðra milljón ferðamanna á ári og það segir sig sjálft að sumt af þeirri þjónustu sem byggð var upp til að þjóna þeim 550 hræðum sem hér búa er ansi vel sprungið þegar menn eru komnir með allan þennan fjölda,“ segir sveitarstjórinn. Lóðir gegnt Víkurskála, norðan þjóðvegarins, verða svo fyrir blandaða notkun. „Þar verða byggðar hundrað fermetra íbúðir og fimmtíu fermetra stúdíóíbúðir til útleigu fyrir ferðamenn,“ segir Ásgeir sem kveður þessa uppbyggingu á vegum þeirra sem eru með hótelin og aðila sem tengjast þeim. Ásgeir segir að helst skorti á uppbyggingu í ferðaþjónustu almennt. „Við erum með tvo lögreglumenn og það dugar ekki til að þjónusta allan þennan hóp. Og við erum bara með litla heilsugæslustöð,“ segir sveitarstjórinn. Ríkið taki ekki tillit til ferðmannafjöldans að þessu leyti. „Og við höfum verið að tala um nýjan veg fyrir neðan þorpið frá árinu 2010. Þá voru að fara um tvö hundruð þúsund bílar hér í gegn. Ætli þeir verði ekki um 850 þúsund á næsta ári. En það hefur ekkert gerst í umferðarmannvirkjum til að taka á móti þessu. Þjóðvegirnir okkar þolir ekkert þessa miklu umferð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira
„Við finnum mjög lítinn mun hvort þetta er á sumri eða vetri,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um sívaxandi ferðamannastraum í Vík. Meira en milljón ferðamenn fara í gegn um þorpið árlega. Mikil uppbygging er fram undan í Vík til að þjóna ferðafólki. Vilhjálmur Sigurðsson, sem rekur Hótel Laxá í Mývatnssveit og bílaleigurnar Avis og Budget, ætlar að byggja hótel með eitt hundrað herbergjum og Benedikt Kristinsson í Iceland Incoming ferðum ehf. hyggst reisa sextíu herbergja hótel. Benedikt er með ferðaskrifstofuna Vulkanresor í Svíþjóð og er að breyta gömlu skólahúsi á Varmalandi í Borgarfirði í sextíu herbergja hótel. Þá er stefnt að því á næsta ári að bæta fjörutíu herbergjum við núverandi um eitt hundrað herbergja Icelandair hótel á staðnum. Ásgeir segir að eins og er geti Vík hýst um eitt þúsund ferðamenn. „Svo er verið að byggja um 3.500 fermetra verslunarmiðstöð og svo á að byggja helling af íbúðum sem á að fylla af fólki sem á að vinna á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Bygging verslunarmiðstöðvarinnar er þegar hafin. Ásgeir segir að þar verði matvöruverslunin Kjarval sem nú er rekin á inni í þorpinu í Vík. Vestan við Víkurskála verður Olís síðan með nýja bensínstöð og verslun í fjögur hundruð fermetra húsi. „Það búa þrjú hundruð manns í þessu þorpi og 550 í sveitarfélaginu í allt. Hér fer í gegn um þorpið töluvert á aðra milljón ferðamanna á ári og það segir sig sjálft að sumt af þeirri þjónustu sem byggð var upp til að þjóna þeim 550 hræðum sem hér búa er ansi vel sprungið þegar menn eru komnir með allan þennan fjölda,“ segir sveitarstjórinn. Lóðir gegnt Víkurskála, norðan þjóðvegarins, verða svo fyrir blandaða notkun. „Þar verða byggðar hundrað fermetra íbúðir og fimmtíu fermetra stúdíóíbúðir til útleigu fyrir ferðamenn,“ segir Ásgeir sem kveður þessa uppbyggingu á vegum þeirra sem eru með hótelin og aðila sem tengjast þeim. Ásgeir segir að helst skorti á uppbyggingu í ferðaþjónustu almennt. „Við erum með tvo lögreglumenn og það dugar ekki til að þjónusta allan þennan hóp. Og við erum bara með litla heilsugæslustöð,“ segir sveitarstjórinn. Ríkið taki ekki tillit til ferðmannafjöldans að þessu leyti. „Og við höfum verið að tala um nýjan veg fyrir neðan þorpið frá árinu 2010. Þá voru að fara um tvö hundruð þúsund bílar hér í gegn. Ætli þeir verði ekki um 850 þúsund á næsta ári. En það hefur ekkert gerst í umferðarmannvirkjum til að taka á móti þessu. Þjóðvegirnir okkar þolir ekkert þessa miklu umferð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira