Andrea Röfn Jónasdóttir, verslunarstjóri í kvenfataverslun Húrra Reykjavík og tískubloggari á Trendnet.is, var á tískuviku í þeim erindagjörðum að kaupa inn haust og vetrartísku næsta árs.
„Hér á tískuvikunni í Kaupmannahöfn eru veglegar yfirhafnir áberandi og strigaskórnir halda velli. Mikið af litum og printum ásamt óhefðbundnum samsetningum, til dæmis hettupeysum við kjóla.“
Elísabet Gunnarsdóttir, tískubloggari og annar eigandi Trendnet.is, naut þess að fara á sýningar og skoða fólkið á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
„Hettupeysan hefur verið áberandi undanfarið og miðað við götustílinn á tískuvikunni þá virðist þetta trend vera að ná hámarki. Smekklegir gestir klæddu peysurnar upp og niður, á mismunandi hátt og við ólíkar flíkur, samsetningar sem var mjög áhugavert að sjá. Það verða hettupeysur út um allt núna og halda áfram inn í haustið.“





