Klisjukenndur happaendir að mati Jóns Viðars: „Svona efni fær bara einn séns“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2017 13:34 Ófærð, Óþelló og nú Fangar eru á meðal íslenskrar framleiðslu sem hefur fengið að kenna á gagnrýni Jóns Viðars sem syndir oftar en ekki á móti straumnum. Vísir/E.Ól. Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi varð fyrir verulegum vonbrigðum með lokaþátt Fanga sem sýndur var í gærkvöldi. Jón Viðar horfði greinilega á alla sex þættina hugfanginn fram á síðustu sekúndu, fram að klisjukendum happaendi eins og hann kemst sjálfur að orði.Rétt er að vara þá lesendur við sem hafa ekki séð lokaþáttinn af Föngum að lesa ekki lengra en hingað.„„Hún opnar skúffu - hundabyssuhvellur/ Morð - og tjaldið fellur.“ Þannig endar skopljóðið Leiksýning eftir Davíð Stefánsson. Háð auðvitað um melódramatíska leiklist,“ segir Jón Viðar sem er vel þekktur fyrir að tala tæpitungulaust þegar kemur að íslenskri framleiðslu hvort sem er í bókum, leikhúsi eða sjónvarpsskjánum. „Og því miður: það fór þá svo að Fangarnir sem, héldu okkur föngnum allt fram á síðasta þátt, enduðu í melódramatískum klisjum og happaendi af ódýrari sortinni. Veruleg vonbrigði.“ Jón Viðar segist einfaldlega missa áhugann þegar svona fari. Jafnvel þótt leikurinn sé góður og meistaralegur allt til loka í tilfelli Kristbjargar Kjeld þá séu persónurnar ekki nógu spennandi sem slíkar. „Sérstaklega skítt ef karlinn er afgreiddur svona, fær bara kúlu í hausinn, og sleppur við að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna. Og frúin fer í kvennafangelsið.“Jón fór yfir málin og sína tegund gagnrýni í Bítinu á Bylgjunni í haust.Jón Viðar slær á létta strengi í framhaldinu, „Hún mun örugglega pluma sig vel í tukthúsinu. Sjá til þess að allt verði klassað þar upp. Svona eins og þegar þjókunnur þingmaður þurfti að dvelja um skeið á Kvíabryggju og fékk ný rúm handa öllum.“ Margir telja næsta víst að framhaldsþáttaröð verði gerð en það virðist ekki kveikja neinn neista í Jóni Viðar. „Svona efni fær bara einn séns. Auðvitað, verði gerð framhaldssería, þá mun maður amk horfa á fyrstu þættina, en það verður þá bara af því að það er íslenskt. Ef þetta væri útlendur þriller myndi ég ekki eyða tíma í framhald.“Að neðan má sjá færslu Jóns Viðars en svo virðist sem hann syndi á móti straumnum. Aðeins 35 hafa líkað við skrif hans en vinir hans á Facebook telja hátt í fjórða þúsund. Meðal þeirra sem eru öllu ánægðri með Fanga er Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur en pistill hans í Fréttablaðinu í dag fjallaði um þættina. Pistillinn var þó skrifaður fyrir lokaþáttinn. Tengdar fréttir Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04 Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð „Ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ 18. janúar 2016 19:36 „Subbuleg smekkleysa“ og „Fáheyrður ósmekkur“ Framganga Hraðfréttapilta á Eddunni fór fyrir brjóstið á heldri borgurum. 1. mars 2016 13:54 Segir íslenskt leikhús ekki á sérstaklega góðum stað Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir listamenn taka gagnrýni misvel. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi varð fyrir verulegum vonbrigðum með lokaþátt Fanga sem sýndur var í gærkvöldi. Jón Viðar horfði greinilega á alla sex þættina hugfanginn fram á síðustu sekúndu, fram að klisjukendum happaendi eins og hann kemst sjálfur að orði.Rétt er að vara þá lesendur við sem hafa ekki séð lokaþáttinn af Föngum að lesa ekki lengra en hingað.„„Hún opnar skúffu - hundabyssuhvellur/ Morð - og tjaldið fellur.“ Þannig endar skopljóðið Leiksýning eftir Davíð Stefánsson. Háð auðvitað um melódramatíska leiklist,“ segir Jón Viðar sem er vel þekktur fyrir að tala tæpitungulaust þegar kemur að íslenskri framleiðslu hvort sem er í bókum, leikhúsi eða sjónvarpsskjánum. „Og því miður: það fór þá svo að Fangarnir sem, héldu okkur föngnum allt fram á síðasta þátt, enduðu í melódramatískum klisjum og happaendi af ódýrari sortinni. Veruleg vonbrigði.“ Jón Viðar segist einfaldlega missa áhugann þegar svona fari. Jafnvel þótt leikurinn sé góður og meistaralegur allt til loka í tilfelli Kristbjargar Kjeld þá séu persónurnar ekki nógu spennandi sem slíkar. „Sérstaklega skítt ef karlinn er afgreiddur svona, fær bara kúlu í hausinn, og sleppur við að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna. Og frúin fer í kvennafangelsið.“Jón fór yfir málin og sína tegund gagnrýni í Bítinu á Bylgjunni í haust.Jón Viðar slær á létta strengi í framhaldinu, „Hún mun örugglega pluma sig vel í tukthúsinu. Sjá til þess að allt verði klassað þar upp. Svona eins og þegar þjókunnur þingmaður þurfti að dvelja um skeið á Kvíabryggju og fékk ný rúm handa öllum.“ Margir telja næsta víst að framhaldsþáttaröð verði gerð en það virðist ekki kveikja neinn neista í Jóni Viðar. „Svona efni fær bara einn séns. Auðvitað, verði gerð framhaldssería, þá mun maður amk horfa á fyrstu þættina, en það verður þá bara af því að það er íslenskt. Ef þetta væri útlendur þriller myndi ég ekki eyða tíma í framhald.“Að neðan má sjá færslu Jóns Viðars en svo virðist sem hann syndi á móti straumnum. Aðeins 35 hafa líkað við skrif hans en vinir hans á Facebook telja hátt í fjórða þúsund. Meðal þeirra sem eru öllu ánægðri með Fanga er Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur en pistill hans í Fréttablaðinu í dag fjallaði um þættina. Pistillinn var þó skrifaður fyrir lokaþáttinn.
Tengdar fréttir Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04 Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð „Ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ 18. janúar 2016 19:36 „Subbuleg smekkleysa“ og „Fáheyrður ósmekkur“ Framganga Hraðfréttapilta á Eddunni fór fyrir brjóstið á heldri borgurum. 1. mars 2016 13:54 Segir íslenskt leikhús ekki á sérstaklega góðum stað Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir listamenn taka gagnrýni misvel. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04
Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð „Ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ 18. janúar 2016 19:36
„Subbuleg smekkleysa“ og „Fáheyrður ósmekkur“ Framganga Hraðfréttapilta á Eddunni fór fyrir brjóstið á heldri borgurum. 1. mars 2016 13:54
Segir íslenskt leikhús ekki á sérstaklega góðum stað Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir listamenn taka gagnrýni misvel. 27. september 2016 12:30