Drög að frumvarpi um rafrettur: Bannaðar innan átján, bannað að auglýsa og notkun í almannarými takmörkuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 21:00 Frumvarp um rafrettur felur í raun í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir. vísir/getty Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem rafrettur verða felldar undir þann lagabálk að því er fram kemur á þingmálalista nýrrar ríkisstjórnar en það er Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, sem leggur frumvarpið fram. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um frumvarpið kemur fram að í drögum þess sé gert ráð fyrir að sömu ákvæði gildi að mestu um sölu á rafrettum og sígarettum.Upplýsingar um skaðsemi á umbúðum Samkvæmt drögum frumvarpsins verður notkun rafrettna takmörkuð í almannarými líkt og notkun sígarettna, en samkvæmt núgildandi lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksreykingar óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga-og skemmtistöðum. Þá er kveðið á um að hafa viðvaranir um skaðsemi vörunnar á umbúðum rafrettna, líkt og kveðið er á um um tóbak, auk þess sem kveðið er á um að á umbúðunum séu sérstakar upplýsingar um innihald vörunnar, til að mynda um magn nikótíns og önnur mögulega skaðleg efni. Í drögum að frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að takmörk verði á því hversu mikið magn má selja í einu en þó mega hylkin í rafrettum ekki innihalda meira en 10 millilítra. Þá má kaupa áfyllingar og fleiri en eina einingu í einu, líkt og með sígarettupakka.Getur tekið breytingum með tilliti til umsagna Í núverandi lögum um tóbaksvarnir er ákvæði um fræðslumál til að draga úr notkun á sígarettum og öðru tóbaki en í drögum að frumvarpi um rafrettur er ekki gert ráð fyrir slíku ákvæði. Frumvarp um rafrettur er lagt fram til að setja heildstæðan ramma utan um sölu, neyslu og annað tengt vörunni. Þá verður það einnig til þess að innleiða að hluta tilskipun Evrópusambandsins varðandi rafrettur en í henni eru ýmis ákvæði sem setja til dæmis kvaðir á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila. Rétt er að árétta að um fyrstu drög að frumvarpinu er að ræða og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Líkt og áður segir verður það birt á vef ráðuneytisins á næstu dögum til kynningar og umsagnar og þá hefur það verið sent í tæknilegt kynningarferli innan ESB eins og skylt er að gera. Að því loknu fer frumvarpið svo í hefðbundið ferli til ríkisstjórnar og í þinglega meðferð. Rafrettur Tengdar fréttir Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30 Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00 Bubbi varar við rafsígarettum Telur þá sem selja slíkan varning siðlausa. 12. október 2016 17:56 Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem rafrettur verða felldar undir þann lagabálk að því er fram kemur á þingmálalista nýrrar ríkisstjórnar en það er Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, sem leggur frumvarpið fram. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um frumvarpið kemur fram að í drögum þess sé gert ráð fyrir að sömu ákvæði gildi að mestu um sölu á rafrettum og sígarettum.Upplýsingar um skaðsemi á umbúðum Samkvæmt drögum frumvarpsins verður notkun rafrettna takmörkuð í almannarými líkt og notkun sígarettna, en samkvæmt núgildandi lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksreykingar óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga-og skemmtistöðum. Þá er kveðið á um að hafa viðvaranir um skaðsemi vörunnar á umbúðum rafrettna, líkt og kveðið er á um um tóbak, auk þess sem kveðið er á um að á umbúðunum séu sérstakar upplýsingar um innihald vörunnar, til að mynda um magn nikótíns og önnur mögulega skaðleg efni. Í drögum að frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að takmörk verði á því hversu mikið magn má selja í einu en þó mega hylkin í rafrettum ekki innihalda meira en 10 millilítra. Þá má kaupa áfyllingar og fleiri en eina einingu í einu, líkt og með sígarettupakka.Getur tekið breytingum með tilliti til umsagna Í núverandi lögum um tóbaksvarnir er ákvæði um fræðslumál til að draga úr notkun á sígarettum og öðru tóbaki en í drögum að frumvarpi um rafrettur er ekki gert ráð fyrir slíku ákvæði. Frumvarp um rafrettur er lagt fram til að setja heildstæðan ramma utan um sölu, neyslu og annað tengt vörunni. Þá verður það einnig til þess að innleiða að hluta tilskipun Evrópusambandsins varðandi rafrettur en í henni eru ýmis ákvæði sem setja til dæmis kvaðir á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila. Rétt er að árétta að um fyrstu drög að frumvarpinu er að ræða og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Líkt og áður segir verður það birt á vef ráðuneytisins á næstu dögum til kynningar og umsagnar og þá hefur það verið sent í tæknilegt kynningarferli innan ESB eins og skylt er að gera. Að því loknu fer frumvarpið svo í hefðbundið ferli til ríkisstjórnar og í þinglega meðferð.
Rafrettur Tengdar fréttir Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30 Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00 Bubbi varar við rafsígarettum Telur þá sem selja slíkan varning siðlausa. 12. október 2016 17:56 Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30
Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00
Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54