Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 09:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var með lag á heilanum eftir Jón Jónsson. vísir/pjetur/golf.is/seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær með miklum stæl en hún fór lokahringinn á tveimur höggum undir pari vallarins. Hún spilaði þrjá daga af fjórum undir pari og endaði á fimm höggum undir. Frábær frumraun. Eftir slæman þriðja dag reif hún sig í gang í gær og kom sér aftur undir parið við nokkuð krefjandi aðstæður. Mikið rok var á Bahamaeyjum þar sem fyrsta LPGA-mót ársins fór fram en Ólafía er ýmsu vön frá því að spila á Íslandi.Sjá einnig:Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn sagði í viðtali við golf.is í gær frá leynivopni sínu á lokahringnum. Hún var með lag á heilanum allan hringinn sem hjálpaði henni að slaka á og halda einbeitingu. „Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is eftir lokahringinn. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum eftir Jón Jónsson, Your Day, og það má þakka Thomas Bojanowski kærastanum mínum og aðstoðarmanni mínum í þessu móti fyrir það lagaval. Gott „sálfræðitrix“ hjá honum,“ sagði Ólafía Þórunn. Hafnfirðingurinn Jón Jónsson er hæfileikaríkur maður en fyrir utan að vera einn ástsælasti tónlistarmaður landsins er hann einnig tvöfaldur Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deild karla í fótbolta Hann, eins og allir aðrir, var að fylgjast með Ólafíu Þórunni í gær og endurtístaði tísti Golfsambandsins þar sem vitnað var í þessi orð hennar. Sjálfur sagði Jón Jónsson: „Maður roðnar bara.“ Gott að okkar besta fólk getur hjálpast að.Maður roðnar bara https://t.co/4TKvG3jd3x— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) January 29, 2017 Golf Tengdar fréttir Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn náði sér aftur á strik og lék á tveimur höggum undir pari á lokahring Pure Silk Championship sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía lék á fimm höggum undir pari í frumraun sinni í þessari sterkustu atvinnumannamótaröð heims. 29. janúar 2017 20:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Pure Silk Championship-mótinu á tveimur höggum undir pari en hún hafnaði í 69-72. sæti í frumraun sinni í sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum. 29. janúar 2017 19:30 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær með miklum stæl en hún fór lokahringinn á tveimur höggum undir pari vallarins. Hún spilaði þrjá daga af fjórum undir pari og endaði á fimm höggum undir. Frábær frumraun. Eftir slæman þriðja dag reif hún sig í gang í gær og kom sér aftur undir parið við nokkuð krefjandi aðstæður. Mikið rok var á Bahamaeyjum þar sem fyrsta LPGA-mót ársins fór fram en Ólafía er ýmsu vön frá því að spila á Íslandi.Sjá einnig:Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn sagði í viðtali við golf.is í gær frá leynivopni sínu á lokahringnum. Hún var með lag á heilanum allan hringinn sem hjálpaði henni að slaka á og halda einbeitingu. „Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is eftir lokahringinn. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum eftir Jón Jónsson, Your Day, og það má þakka Thomas Bojanowski kærastanum mínum og aðstoðarmanni mínum í þessu móti fyrir það lagaval. Gott „sálfræðitrix“ hjá honum,“ sagði Ólafía Þórunn. Hafnfirðingurinn Jón Jónsson er hæfileikaríkur maður en fyrir utan að vera einn ástsælasti tónlistarmaður landsins er hann einnig tvöfaldur Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deild karla í fótbolta Hann, eins og allir aðrir, var að fylgjast með Ólafíu Þórunni í gær og endurtístaði tísti Golfsambandsins þar sem vitnað var í þessi orð hennar. Sjálfur sagði Jón Jónsson: „Maður roðnar bara.“ Gott að okkar besta fólk getur hjálpast að.Maður roðnar bara https://t.co/4TKvG3jd3x— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) January 29, 2017
Golf Tengdar fréttir Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn náði sér aftur á strik og lék á tveimur höggum undir pari á lokahring Pure Silk Championship sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía lék á fimm höggum undir pari í frumraun sinni í þessari sterkustu atvinnumannamótaröð heims. 29. janúar 2017 20:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Pure Silk Championship-mótinu á tveimur höggum undir pari en hún hafnaði í 69-72. sæti í frumraun sinni í sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum. 29. janúar 2017 19:30 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn náði sér aftur á strik og lék á tveimur höggum undir pari á lokahring Pure Silk Championship sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía lék á fimm höggum undir pari í frumraun sinni í þessari sterkustu atvinnumannamótaröð heims. 29. janúar 2017 20:00
Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00
Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48
Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Pure Silk Championship-mótinu á tveimur höggum undir pari en hún hafnaði í 69-72. sæti í frumraun sinni í sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum. 29. janúar 2017 19:30