Louis Vuitton er verðmætasta tískuhús heims og því afar eftirsóknarvert að fá boðskort á sýningarnar þeirra, þá sérstaklega að fá sæti á fremsta bekk. Sýningin sjálf hefur vakið mikla athygli á samfélags miðlum þar sem Louis Vuitton afhjúpaði loksins samstarf sitt við Supreme sem mun líklega seljast upp á nokkrum sekúndum þegar það lendir í búðum.

