Brooklyn er búsettur í London en Sofia í Los Angeles en hún hefur verið að heimsækja Evrópu seinustu vikur til þess að eltast við fyrirsætudraumana. Þau eiga margt sameiginlegt en foreldrar hans eru David og Victoria Beckham og faðir hennar er Lionel Richie. Í fyrra átti Brooklyn í ástarsambandi við leikkonuna Chloe Grace Moretz og Sofia var stuttlega með söngvaranum Justin Bieber.
Hér fyrir neðan eru myndir af parinu á leiðinni heim eftir að hafa verið í keilu í London. Þau yfirgáfu svæðið í sitthvoru lagi en samkvæmt fjölmiðlum fóru þau bæði heim til Brooklyn.

