Ekki hægt án þeirra Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Hugur þjóðarinnar er hjá fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur. Harmur aðstandenda hennar er ólýsanlegur. „Það er dapurlegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ sagði Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn á málinu, á sunnudag. Það sem er óhugnanlegast við hvarf og dauða Birnu er að hún virðist ekki hafa haft nein tengsl við þá sem hafa stöðu sakbornings í málinu. Hvarf hennar og dauði er algjörlega tilviljanakennt. Hver sem er hefði getað verið þarna á ferð á þessum tíma. Það var ekkert óvenjulegt við ferðir Birnu og háttsemi. Hún fór út að skemmta sér með vinum, fékk sér skyndibita á eftir og ætlaði síðan heim. Allt ungt fólk sem stundar næturlífið í Reykjavík hefur verið í þessum aðstæðum á einhverjum tímapunkti. Reykjavík er fremur örugg borg á alla hefðbundna mælikvarða og grófir ofbeldisglæpir eru sjaldgæfir. Þetta sést þegar afbrotatölfræði í höfuðborginni á hverja þúsund íbúa er borin saman við sambærilega tölfræði í erlendum borgum. Við þurfum samt að hafa hugfast að Reykjavík er alþjóðleg borg. Við þurfum að eiga samtöl við unga fólkið um þær hættur sem geta leynst í miðbænum og ólýsanleg illska þrífst í þessum heimi hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum líka að eiga samtöl um styrkinn sem felst í félagslegum tengslum. Við þurfum að gæta bræðra okkar og systra. Það er hættulegt fyrir ungt fólk að vera eitt á ferð seint að nóttu til í alþjóðlegri borg. Það eru líka til öpp fyrir snjallsíma sem tryggja örugga heimför þeirra sem eru einir á ferð. Móðir Birnu hefur sýnt ótrúlegan styrk í þessu máli. Það var hún sem lýsti fyrst eftir henni og hóf leit með aðstoð annarra því hún vissi vel að það var fullkomlega á skjön við skaphöfn dóttur sinnar að láta ekki vita af sér. Lögreglan hefur staðið sig af stakri prýði við rannsókn á málinu og upplýsingagjöf hennar til almennings og fjölmiðla hefur verið til fyrirmyndar. Það er hins vegar eitt við rannsókn og leit að Birnu Brjánsdóttur sem aldrei má gleymast og það er þáttur björgunarsveitanna. Það hefði ekki verið hægt að fá botn í hvarf Birnu á einni viku án aðstoðar björgunarsveitanna. Þetta kom skýrt fram í viðtali RÚV við Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón á sunnudagskvöld. Stór hópur sérfræðinga frá björgunarsveitunum aðstoðaði lögregluna við að vinna úr gögnum og fylgja eftir vísbendingum, kom með tilgátur og kortlagði sjö þúsund kílómetra leitarsvæði. Höfum hugfast að vinna sjálfboðaliða er ekki sjálfgefin. Meðal helstu tekjuleiða björgunarsveitanna eru frjáls framlög frá almenningi, sala flugelda og sala Neyðarkallsins. Við getum endurspeglað þakklæti okkar í verki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Hugur þjóðarinnar er hjá fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur. Harmur aðstandenda hennar er ólýsanlegur. „Það er dapurlegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ sagði Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn á málinu, á sunnudag. Það sem er óhugnanlegast við hvarf og dauða Birnu er að hún virðist ekki hafa haft nein tengsl við þá sem hafa stöðu sakbornings í málinu. Hvarf hennar og dauði er algjörlega tilviljanakennt. Hver sem er hefði getað verið þarna á ferð á þessum tíma. Það var ekkert óvenjulegt við ferðir Birnu og háttsemi. Hún fór út að skemmta sér með vinum, fékk sér skyndibita á eftir og ætlaði síðan heim. Allt ungt fólk sem stundar næturlífið í Reykjavík hefur verið í þessum aðstæðum á einhverjum tímapunkti. Reykjavík er fremur örugg borg á alla hefðbundna mælikvarða og grófir ofbeldisglæpir eru sjaldgæfir. Þetta sést þegar afbrotatölfræði í höfuðborginni á hverja þúsund íbúa er borin saman við sambærilega tölfræði í erlendum borgum. Við þurfum samt að hafa hugfast að Reykjavík er alþjóðleg borg. Við þurfum að eiga samtöl við unga fólkið um þær hættur sem geta leynst í miðbænum og ólýsanleg illska þrífst í þessum heimi hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum líka að eiga samtöl um styrkinn sem felst í félagslegum tengslum. Við þurfum að gæta bræðra okkar og systra. Það er hættulegt fyrir ungt fólk að vera eitt á ferð seint að nóttu til í alþjóðlegri borg. Það eru líka til öpp fyrir snjallsíma sem tryggja örugga heimför þeirra sem eru einir á ferð. Móðir Birnu hefur sýnt ótrúlegan styrk í þessu máli. Það var hún sem lýsti fyrst eftir henni og hóf leit með aðstoð annarra því hún vissi vel að það var fullkomlega á skjön við skaphöfn dóttur sinnar að láta ekki vita af sér. Lögreglan hefur staðið sig af stakri prýði við rannsókn á málinu og upplýsingagjöf hennar til almennings og fjölmiðla hefur verið til fyrirmyndar. Það er hins vegar eitt við rannsókn og leit að Birnu Brjánsdóttur sem aldrei má gleymast og það er þáttur björgunarsveitanna. Það hefði ekki verið hægt að fá botn í hvarf Birnu á einni viku án aðstoðar björgunarsveitanna. Þetta kom skýrt fram í viðtali RÚV við Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón á sunnudagskvöld. Stór hópur sérfræðinga frá björgunarsveitunum aðstoðaði lögregluna við að vinna úr gögnum og fylgja eftir vísbendingum, kom með tilgátur og kortlagði sjö þúsund kílómetra leitarsvæði. Höfum hugfast að vinna sjálfboðaliða er ekki sjálfgefin. Meðal helstu tekjuleiða björgunarsveitanna eru frjáls framlög frá almenningi, sala flugelda og sala Neyðarkallsins. Við getum endurspeglað þakklæti okkar í verki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun