Dagur: Tapið langstærstu vonbrigðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2017 10:30 Dagur hefði eflaust viljað enda betur með Þýskalandi. vísir/getty Dagur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap Þýskalands fyrir Katar í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Þýskaland tapaði með minnsta mun, 21-20, eftir að hafa verið með góð tök á leiknum í síðari hálfleik. Sjá einnig: Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur var spurður af þýskum fjölmiðlum hvort að tapið hafi verið mestu vonbrigði hans sem landsliðsþjálfari Þýskalands. „Þetta voru langstærstu vonbrigðin. Við sáum fyrir okkur að ná mun lengra. En líka vegna þess að við spiluðum mjög vel í riðlakeppninni og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik,“ sagði Dagur. „Þetta var ekki hræðilegur leikur af okkar hálfu í dag en ekki heldur góður. Katar náði einu sinni forystunni í leiknum og það var einmitt á réttum tímapunkti.“ Hann gerir þó ekki mikið úr málinu, jafnvel þó svo að hann sé nú hættur sem þjálfari þýska liðsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu til að taka við landsliði Japans. „Þetta er ekkert „extra-drama“. Það voru einfaldlega vonbrigði að tapa leiknum. Við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu - það eru 10-15 lið í heiminum sem geta unnið hvert annað,“ sagði Dagur og benti á sigur Ungverjalands á Dönum í þeim efnum. Sjá einnig: Guðmundur og Danir úr leik á HM Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, hefur sagt við þýska fjölmiðla að hann vonast til að hægt verði að kveðja Dag formlega í stjörnuleik þýsku úrvalsdeildarinnar, þegar landsliðið mætir úrvalsliði deildarinnar. Sá leikur fer fram í Leipzig þann 3. febrúar en ljóst er að Dagur mun fá góða kveðju frá þýska sambandinu, enda gerði hann Þýskaland að Evrópumeisturum á síðasta ári og vann brons með liðinu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Eftirmaður Dags hefur ekki verið ráðinn en líklegt er að það verði Christian Prokop, þjálfari Leipzig. Hanning vonast til að gengið verði frá ráðningu nýs þjálfara innan skamms. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Sjá meira
Dagur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap Þýskalands fyrir Katar í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Þýskaland tapaði með minnsta mun, 21-20, eftir að hafa verið með góð tök á leiknum í síðari hálfleik. Sjá einnig: Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur var spurður af þýskum fjölmiðlum hvort að tapið hafi verið mestu vonbrigði hans sem landsliðsþjálfari Þýskalands. „Þetta voru langstærstu vonbrigðin. Við sáum fyrir okkur að ná mun lengra. En líka vegna þess að við spiluðum mjög vel í riðlakeppninni og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik,“ sagði Dagur. „Þetta var ekki hræðilegur leikur af okkar hálfu í dag en ekki heldur góður. Katar náði einu sinni forystunni í leiknum og það var einmitt á réttum tímapunkti.“ Hann gerir þó ekki mikið úr málinu, jafnvel þó svo að hann sé nú hættur sem þjálfari þýska liðsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu til að taka við landsliði Japans. „Þetta er ekkert „extra-drama“. Það voru einfaldlega vonbrigði að tapa leiknum. Við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu - það eru 10-15 lið í heiminum sem geta unnið hvert annað,“ sagði Dagur og benti á sigur Ungverjalands á Dönum í þeim efnum. Sjá einnig: Guðmundur og Danir úr leik á HM Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, hefur sagt við þýska fjölmiðla að hann vonast til að hægt verði að kveðja Dag formlega í stjörnuleik þýsku úrvalsdeildarinnar, þegar landsliðið mætir úrvalsliði deildarinnar. Sá leikur fer fram í Leipzig þann 3. febrúar en ljóst er að Dagur mun fá góða kveðju frá þýska sambandinu, enda gerði hann Þýskaland að Evrópumeisturum á síðasta ári og vann brons með liðinu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Eftirmaður Dags hefur ekki verið ráðinn en líklegt er að það verði Christian Prokop, þjálfari Leipzig. Hanning vonast til að gengið verði frá ráðningu nýs þjálfara innan skamms.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Sjá meira
Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37
Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00
Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48