Dagur: Tapið langstærstu vonbrigðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2017 10:30 Dagur hefði eflaust viljað enda betur með Þýskalandi. vísir/getty Dagur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap Þýskalands fyrir Katar í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Þýskaland tapaði með minnsta mun, 21-20, eftir að hafa verið með góð tök á leiknum í síðari hálfleik. Sjá einnig: Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur var spurður af þýskum fjölmiðlum hvort að tapið hafi verið mestu vonbrigði hans sem landsliðsþjálfari Þýskalands. „Þetta voru langstærstu vonbrigðin. Við sáum fyrir okkur að ná mun lengra. En líka vegna þess að við spiluðum mjög vel í riðlakeppninni og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik,“ sagði Dagur. „Þetta var ekki hræðilegur leikur af okkar hálfu í dag en ekki heldur góður. Katar náði einu sinni forystunni í leiknum og það var einmitt á réttum tímapunkti.“ Hann gerir þó ekki mikið úr málinu, jafnvel þó svo að hann sé nú hættur sem þjálfari þýska liðsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu til að taka við landsliði Japans. „Þetta er ekkert „extra-drama“. Það voru einfaldlega vonbrigði að tapa leiknum. Við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu - það eru 10-15 lið í heiminum sem geta unnið hvert annað,“ sagði Dagur og benti á sigur Ungverjalands á Dönum í þeim efnum. Sjá einnig: Guðmundur og Danir úr leik á HM Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, hefur sagt við þýska fjölmiðla að hann vonast til að hægt verði að kveðja Dag formlega í stjörnuleik þýsku úrvalsdeildarinnar, þegar landsliðið mætir úrvalsliði deildarinnar. Sá leikur fer fram í Leipzig þann 3. febrúar en ljóst er að Dagur mun fá góða kveðju frá þýska sambandinu, enda gerði hann Þýskaland að Evrópumeisturum á síðasta ári og vann brons með liðinu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Eftirmaður Dags hefur ekki verið ráðinn en líklegt er að það verði Christian Prokop, þjálfari Leipzig. Hanning vonast til að gengið verði frá ráðningu nýs þjálfara innan skamms. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Dagur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap Þýskalands fyrir Katar í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Þýskaland tapaði með minnsta mun, 21-20, eftir að hafa verið með góð tök á leiknum í síðari hálfleik. Sjá einnig: Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur var spurður af þýskum fjölmiðlum hvort að tapið hafi verið mestu vonbrigði hans sem landsliðsþjálfari Þýskalands. „Þetta voru langstærstu vonbrigðin. Við sáum fyrir okkur að ná mun lengra. En líka vegna þess að við spiluðum mjög vel í riðlakeppninni og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik,“ sagði Dagur. „Þetta var ekki hræðilegur leikur af okkar hálfu í dag en ekki heldur góður. Katar náði einu sinni forystunni í leiknum og það var einmitt á réttum tímapunkti.“ Hann gerir þó ekki mikið úr málinu, jafnvel þó svo að hann sé nú hættur sem þjálfari þýska liðsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu til að taka við landsliði Japans. „Þetta er ekkert „extra-drama“. Það voru einfaldlega vonbrigði að tapa leiknum. Við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu - það eru 10-15 lið í heiminum sem geta unnið hvert annað,“ sagði Dagur og benti á sigur Ungverjalands á Dönum í þeim efnum. Sjá einnig: Guðmundur og Danir úr leik á HM Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, hefur sagt við þýska fjölmiðla að hann vonast til að hægt verði að kveðja Dag formlega í stjörnuleik þýsku úrvalsdeildarinnar, þegar landsliðið mætir úrvalsliði deildarinnar. Sá leikur fer fram í Leipzig þann 3. febrúar en ljóst er að Dagur mun fá góða kveðju frá þýska sambandinu, enda gerði hann Þýskaland að Evrópumeisturum á síðasta ári og vann brons með liðinu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Eftirmaður Dags hefur ekki verið ráðinn en líklegt er að það verði Christian Prokop, þjálfari Leipzig. Hanning vonast til að gengið verði frá ráðningu nýs þjálfara innan skamms.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37
Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00
Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48