Løkke sæmdur íslensku fálkaorðunni atli ísleifsson skrifar 25. janúar 2017 10:14 Guðni T. Jóhannesson forseti er í sinni fyrstu opinberu heimsókn í útlöndum frá því að hann tók við embætti í sumar. facebook/epa Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var í gær sæmdur íslensku fálkaorðunni. Frá þessu greinir forsætisráðherrann á Facebook-síðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru í opinberri heimsókn í Kaupmannahöfn þessa dagana og funduðu með Rasmussen í Kristjánsborgarhöll í gær.„Var í dag sæmdur íslensku fálkaorðunni. Og já, ég hef heyrt þann [brandarann] um að maður festir orður á hálfvita :) Sjálfur lít ég hins vegar á hana sem tákn um náin tengsl Íslands og Danmerkur, og ég hlakka til að vera með hana í kvöld,“ sagði Rasmussen sem sótti hátíðarkvöldverð í Amalíuborgarhöll í tilefni af heimsókn íslenska forsetans í gærkvöldi. Að hátíðarkvöldverðinum loknum birti Rasmussen mynd af sjálfum sér í fullum skrúða þar sem hann sagði kvöldið hafa verið afar ánægjulegt. Sagðist hann þó fagna því að fara aftur í gallabuxurnar. Á heimasíðu forseta Íslands kemur fram að forseti „sæmir árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja.“ Súkkulaðigosbrunnur Løkke vekur óneitanlega athygli á myndinni sem hann birtir, en í athugasemdum segir forsætisráðherrann að gosbrunnurinn hafi síðast verið notaður á gamlárskvöld og bíði þess að vera fluttur niður í geymslu. Fálkaorðan Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var í gær sæmdur íslensku fálkaorðunni. Frá þessu greinir forsætisráðherrann á Facebook-síðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru í opinberri heimsókn í Kaupmannahöfn þessa dagana og funduðu með Rasmussen í Kristjánsborgarhöll í gær.„Var í dag sæmdur íslensku fálkaorðunni. Og já, ég hef heyrt þann [brandarann] um að maður festir orður á hálfvita :) Sjálfur lít ég hins vegar á hana sem tákn um náin tengsl Íslands og Danmerkur, og ég hlakka til að vera með hana í kvöld,“ sagði Rasmussen sem sótti hátíðarkvöldverð í Amalíuborgarhöll í tilefni af heimsókn íslenska forsetans í gærkvöldi. Að hátíðarkvöldverðinum loknum birti Rasmussen mynd af sjálfum sér í fullum skrúða þar sem hann sagði kvöldið hafa verið afar ánægjulegt. Sagðist hann þó fagna því að fara aftur í gallabuxurnar. Á heimasíðu forseta Íslands kemur fram að forseti „sæmir árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja.“ Súkkulaðigosbrunnur Løkke vekur óneitanlega athygli á myndinni sem hann birtir, en í athugasemdum segir forsætisráðherrann að gosbrunnurinn hafi síðast verið notaður á gamlárskvöld og bíði þess að vera fluttur niður í geymslu.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51
Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13
Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50
Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09