Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2017 19:17 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. Ólafía lék hringinn á 71 höggi, eða tveimur höggum undir pari. Hún er sem stendur í 21. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. „Mér líður mjög vel og þar var virkilega gaman að spila í dag,“ sagði Ólafía í samtali við golf.is eftir að hún kláraði hringinn í dag. Ólafía var í ráshópi með Cheyenne Woods og Natalie Gulbis og sló fyrsta högg. Hún segir að hjartað hafi slegið ört fyrir upphafshöggið. „Gaurinn sem var að ræsa okkur út sagði að það væru svona tvær mínútur í það að ég ætti að slá. Hann hafði varla lokið við að segja þetta þegar hann kallaði mig upp, þetta voru svona 30 sekúndur, ég var því ekki alveg tilbúin,“ sagði Ólafía. „Það fór aðeins til vinstri en var allt í lagi og ég fékk par. Ég var að leika svipað golf í dag og á úrtökumótinu fyrir LPGA. Hitti mikið af brautum í upphafshöggunum, margar flatir í tilætluðum höggafjölda og púttaði vel. Upphafshöggin voru mjög góð og ég fann einhvern takt á hringnum sem ég hef ekki verið með lengi. Upphafshöggin voru mun lengri í dag en fyrir nokkrum vikum, og það var ánægjulegt.“ Ólafía og Cheyenne Woods, frænka Tigers, þekkjast vel en þær voru saman í Wake Forest háskólanum á sínum tíma. „Tíminn flaug í dag, við Cheyenne vorum að rifja upp gamlar minningar úr skólanum, hvernig við vorum að stríða þjálfaranum okkar, og allskonar sögur sagðar. Natalie Gulbis var líka frábær, skemmtilegur kylfingur, og það var virkilega gaman að fá að leika með henni,“ sagði Ólafía. Hún ætlar að fara eftir sömu leikáætlun á morgun. „Ég fer í þetta mót eins og úrtökumótið. Er ekki með miklar væntingar, reyni bara að fá eins mörg pör og hægt er, það er geggjað ef fuglarnir koma og ég mun fá einhverja skolla. Þetta er planið mitt og ekkert flókið við það,“ sagði Ólafía sem hefur leik klukkan 17:37 á morgun. Golf Tengdar fréttir Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15 Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30 Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. Ólafía lék hringinn á 71 höggi, eða tveimur höggum undir pari. Hún er sem stendur í 21. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. „Mér líður mjög vel og þar var virkilega gaman að spila í dag,“ sagði Ólafía í samtali við golf.is eftir að hún kláraði hringinn í dag. Ólafía var í ráshópi með Cheyenne Woods og Natalie Gulbis og sló fyrsta högg. Hún segir að hjartað hafi slegið ört fyrir upphafshöggið. „Gaurinn sem var að ræsa okkur út sagði að það væru svona tvær mínútur í það að ég ætti að slá. Hann hafði varla lokið við að segja þetta þegar hann kallaði mig upp, þetta voru svona 30 sekúndur, ég var því ekki alveg tilbúin,“ sagði Ólafía. „Það fór aðeins til vinstri en var allt í lagi og ég fékk par. Ég var að leika svipað golf í dag og á úrtökumótinu fyrir LPGA. Hitti mikið af brautum í upphafshöggunum, margar flatir í tilætluðum höggafjölda og púttaði vel. Upphafshöggin voru mjög góð og ég fann einhvern takt á hringnum sem ég hef ekki verið með lengi. Upphafshöggin voru mun lengri í dag en fyrir nokkrum vikum, og það var ánægjulegt.“ Ólafía og Cheyenne Woods, frænka Tigers, þekkjast vel en þær voru saman í Wake Forest háskólanum á sínum tíma. „Tíminn flaug í dag, við Cheyenne vorum að rifja upp gamlar minningar úr skólanum, hvernig við vorum að stríða þjálfaranum okkar, og allskonar sögur sagðar. Natalie Gulbis var líka frábær, skemmtilegur kylfingur, og það var virkilega gaman að fá að leika með henni,“ sagði Ólafía. Hún ætlar að fara eftir sömu leikáætlun á morgun. „Ég fer í þetta mót eins og úrtökumótið. Er ekki með miklar væntingar, reyni bara að fá eins mörg pör og hægt er, það er geggjað ef fuglarnir koma og ég mun fá einhverja skolla. Þetta er planið mitt og ekkert flókið við það,“ sagði Ólafía sem hefur leik klukkan 17:37 á morgun.
Golf Tengdar fréttir Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15 Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30 Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15
Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30
Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00