Volkswagen mun játa sök í stóra útblástursmálinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2017 19:40 Volkswagen hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði. Vísir/AFP Bílaframleiðandinn Volkswagen mun játa sök í stóra útblástursmálinu þegar mál bandaríska ríkisins gegn bílaframleiðandanum verður tekið fyrir. Játningin er hluti af samkomulagi sem Volkswagen gerði við bandarísk yfirvöld. Reuters greinir frá.Árið 2015 gerðist Volkswagen uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár. Fyrirtækið þróaði hugbúnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum og gaf ranga mynd af útblæstrinum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram þrjár ákærur gegn bílaframleiðandann sem mun játa sök í þeim öllum. Er það hluti af samkomulagi sem Volkswagen gerði við dómsmálaráðuneytið. Þá mun fyrirtækið einnig greiaða 4,3 milljarða bandaríkjadollara í sekt. Sem hluti af samkomulaginu mun óháð nefnd fylgjast með starfsemi Volkswagen næstu þrjú árin til þess að ganga úr skugga um að fyrirtækið muni ekki reyna að svindla á útblástursmælingum á nýjan leik. Volkswagen hefur einnig samþykkt að leggja til hliðar 22 milljarða dollara í sjóð til þess að greiða skaðabætur til eigenda bílanna sem um ræðir. Þá hefur fyrirtækið einnig boðist til þess að kaupa aftur um 500 þúsund af þeim bílum sem voru búnir þeim hugbúnaði sem um ræðir. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir 138 milljarða sektargreiðsla Volkswagen fyrir dísilvélasvindlið samþykkt 650 Volkswagenumboð í Bandaríkjunum skipta greiðslunum á milli sín. 24. janúar 2017 10:24 Benz íhugar að draga dísilbíla af markaði í Bandaríkjunum Sifellt erfiðara að selja dísilbíla eftir dísilvélasvindl VW. 9. desember 2016 09:50 Yfirmaður Volkswagen í Bandaríkjunum fangelsaður Verkfræðingur Volkswagen í Bandaríkjunum hefur játað sekt sína. 9. janúar 2017 14:36 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bílaframleiðandinn Volkswagen mun játa sök í stóra útblástursmálinu þegar mál bandaríska ríkisins gegn bílaframleiðandanum verður tekið fyrir. Játningin er hluti af samkomulagi sem Volkswagen gerði við bandarísk yfirvöld. Reuters greinir frá.Árið 2015 gerðist Volkswagen uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár. Fyrirtækið þróaði hugbúnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum og gaf ranga mynd af útblæstrinum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram þrjár ákærur gegn bílaframleiðandann sem mun játa sök í þeim öllum. Er það hluti af samkomulagi sem Volkswagen gerði við dómsmálaráðuneytið. Þá mun fyrirtækið einnig greiaða 4,3 milljarða bandaríkjadollara í sekt. Sem hluti af samkomulaginu mun óháð nefnd fylgjast með starfsemi Volkswagen næstu þrjú árin til þess að ganga úr skugga um að fyrirtækið muni ekki reyna að svindla á útblástursmælingum á nýjan leik. Volkswagen hefur einnig samþykkt að leggja til hliðar 22 milljarða dollara í sjóð til þess að greiða skaðabætur til eigenda bílanna sem um ræðir. Þá hefur fyrirtækið einnig boðist til þess að kaupa aftur um 500 þúsund af þeim bílum sem voru búnir þeim hugbúnaði sem um ræðir.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir 138 milljarða sektargreiðsla Volkswagen fyrir dísilvélasvindlið samþykkt 650 Volkswagenumboð í Bandaríkjunum skipta greiðslunum á milli sín. 24. janúar 2017 10:24 Benz íhugar að draga dísilbíla af markaði í Bandaríkjunum Sifellt erfiðara að selja dísilbíla eftir dísilvélasvindl VW. 9. desember 2016 09:50 Yfirmaður Volkswagen í Bandaríkjunum fangelsaður Verkfræðingur Volkswagen í Bandaríkjunum hefur játað sekt sína. 9. janúar 2017 14:36 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
138 milljarða sektargreiðsla Volkswagen fyrir dísilvélasvindlið samþykkt 650 Volkswagenumboð í Bandaríkjunum skipta greiðslunum á milli sín. 24. janúar 2017 10:24
Benz íhugar að draga dísilbíla af markaði í Bandaríkjunum Sifellt erfiðara að selja dísilbíla eftir dísilvélasvindl VW. 9. desember 2016 09:50
Yfirmaður Volkswagen í Bandaríkjunum fangelsaður Verkfræðingur Volkswagen í Bandaríkjunum hefur játað sekt sína. 9. janúar 2017 14:36