Skallagrímskonur halda sigurgöngunni áfram en þær unnu nauman 71-69 sigur á Keflavík á heimavelli í dag en með sigrinum náðu þær toppsætinu af Keflvíkingum.
Eftir þrettán stiga tap í Keflavík þann 3. desember síðastliðinn höfðu Skallagrímskonur svarað með sex sigurleikjum í röð fyrir leik dagsins en Keflavíkurliðið var aðeins farið að hiksta með tvo tapleiki í síðustu fjórum.
Það er óhætt að segja að leikur dagsins hafi verið kaflaskiptur en gestirnir úr Keflavík spiluðu góða vörn og leiddu með níu stigum eftir fyrsta leikhluta 22-13 en hlutirnir snerust við í öðrum leikhluta.
Borgnesingar settu í fluggír í sóknarleiknum og tóku átta stiga forskoti inn í hálfleikinn 44-36. Keflavík náði að minnka bilið í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann og náðu að jafna metin í lokaleikhlutanum en taugar Skallagrímsliðsins reyndust vera sterkari á lokamínútunum.
Tavelyn Tillman var stigahæst í liði Skallanna með 25 stig en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti við sautján stigum en í liði Keflavíkur var Ariana Moorer atkvæðamest með 19 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa sex stoðsendingar.
Í seinni leik dagsins mættust liðin sem léku oddaleik upp á Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor en miklar breytingar hafa orðið á liðunum frá því.
Snæfell sem hefur titil að verja var í þriðja sæti deldarinnar fyrir leikinn og gat með sigri saxað á annað hvort toppliðið en Haukakonur gátu komist upp að hlið Valsliðsins í 6. sæti.
Snæfellskonur byrjuðu betur og leiddu 34-27 í hálfleik en þær unnu alla fjóra leikhlutana á heimavelli og unnu að lokum sannfærandi 24 stiga sigur 73-49.
Aaryn Ellenberg-Wiley var stigahæst í liði Snæfells með 26 stig ásamt því að taka 8 fráköst og gefa sex stoðsendingar en í liði gestanna var það Nashika Wiliams sem var atkvæðamest með 21 stig og 18 fráköst.
Borgnesingar í toppsætið eftir sigur á Keflavík | Snæfell nálgast toppinn

Mest lesið

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
