Sonurinn og konan pabbi hans Sigríður Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2017 10:30 Hannes Óli Ágústsson er sérlega hæfileikaríkur leikari sem vert er að gefa fleiri tækifæri, segir í leikdómi. Visir/Anton Brink Leikhús Hún pabbi Borgarleikhúsið í samstarfi við Trigger Warning Listrænn stjórnandi: Kara Hergils Höfundar: Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kara Hergils í samstarfi við leikhópinn Leikstjóri: Pétur Ármannsson Leikari: Hannes Óli Ágústsson Frumsamin tónlist: Högni Egilsson Leikmynd: Þórdís Erla Zoëga Ljósahönnun: Kjartan Darri Kristjánsson Dramatúrg: Andrea Vilhjálmsdóttir Á mörkum sviðsetningar og raunveruleikans mætast leikarinn Hannes Óli Ágústsson og pabbi hans, transkonan Anna Margrét Grétarsdóttir, sem fór í kynleiðréttingu á sextugsaldri. Hún pabbi var frumsýnt síðastliðinn föstudag og er samstarfsverkefni sviðslistahópsins Trigger Warning og Borgarleikhússins. Eftir 57 ára feluleik gafst Anna Margrét upp og tilkynnti fjölskyldu sinni að hún ætlaði að hefja kynleiðréttingarferli. Á yfirborðinu fjallar Hún pabbi um þetta ævilanga ferðalag Önnu Margrétar að sínu sanna sjálfi, frá því að vera fædd karlmaður en að vera kona, og viðbrögð sonar hennar þegar heimsmynd hans umturnast. Sýningin fjallar samt sem áður um miklu meira: Fjölskyldubönd, feluleiki og samfélagslegar væntingar. Sviðsetningin er einföld, nánast í kabarettstíl, og leikstjórinn Pétur Ármannsson gerir nokkuð vel að afmarka sviðið og setja allan fókus á leikarann þó að Litla sviðið sé ekki endilega nægilega vel nýtt. Ljósahönnun Kjartans Darra Kristjánssonar er að sama skapi vafningalaus en hugvitsamlega brotin upp með skörpum lýsingarbreytingum. Sömuleiðis er leikmynd Þórdísar Erlu Zoëga fagurfræðilega skýr og látlaus. Hannes Óli hikar ekki við að kryfja fjölskyldusamskipti til mergjar með góðri aðstoð Köru Hergils og Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur sem halda utan um handritið, en Kara er einnig listrænn stjórnandi sýningarinnar. Góðri viðbót af fínum húmor er stráð inn í frásögnina og sviðshreyfingarnar eru hressandi og hjartnæmar. Sviðsverund og nærvera Hannesar Óla er einlæg og laus við alla tilgerð. Hann er hér til að segja áhorfendum sögu konunnar pabba síns frá sínu eigin sjónarhorni með aðstoð fjölskylduljósmynda, popplaga og bíómynda barnæskunnar. Tímasetningar hans eru gríðarlega góðar og samband hans við áhorfendur traust. Kvikmyndabrotin eru hugvitsamlega saumuð inn í frásögnina þar sem nostalgía æskuáranna er skoðuð upp á nýtt og endurskilgreind. Atriðið þar sem faðir, móðir og sonur halda upp á aðfangadag í síðasta sinn saman er gjörsamlega ógleymanlegt og sprenghlægilegt. Þarna endurspeglast spennitreyja hefðanna, íslenska listin að ræða alls ekki um hlutina og leikritið sem fjölskyldur leika, jafnvel þegar tilvist þeirra er að hrynja allt í kringum þau. Einhver þarf bara að rétta grænu baunirnar, hrósa hryggnum og láta eins og allt sé í lagi. Högni Egilsson semur tónlist sýningarinnar sem er lágstemmd og lætur lítið fyrir sér fara framan af en nær algjörum listrænum hápunkti þegar Hannes Óli fremur eins konar helgisið með því að ganga um sviðið á háum hælum bókstaflega íþyngdur ævisögu pabba síns. Þarna small allt saman í einstaklega áhrifaríku atriði þar sem ekkert er sagt en öllu komið fyrir í einfaldri gjörð. Í heildina er Hún pabbi hnitmiðuð og hreinskilin sýning um flókið málefni, hún hefði jafnvel mátt vera lengri og grafa dýpra en slíkt er kannski til of mikils mælst. Hannes Óli Ágústsson er sérlega hæfileikaríkur leikari sem vert er að gefa fleiri tækifæri. Sviðshópurinn Trigger Warning kemur sterkur til leiks með hjálp Borgarleikhússins og áhorfendur eru hvattir til þess að ljá þessari áhrifaríku sýningu bæði eyru og augu.Niðurstaða: Afhjúpandi sýning sem er í senn sorgleg, hjartnæm og bráðfyndin. Leikhús Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Hún pabbi Borgarleikhúsið í samstarfi við Trigger Warning Listrænn stjórnandi: Kara Hergils Höfundar: Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kara Hergils í samstarfi við leikhópinn Leikstjóri: Pétur Ármannsson Leikari: Hannes Óli Ágústsson Frumsamin tónlist: Högni Egilsson Leikmynd: Þórdís Erla Zoëga Ljósahönnun: Kjartan Darri Kristjánsson Dramatúrg: Andrea Vilhjálmsdóttir Á mörkum sviðsetningar og raunveruleikans mætast leikarinn Hannes Óli Ágústsson og pabbi hans, transkonan Anna Margrét Grétarsdóttir, sem fór í kynleiðréttingu á sextugsaldri. Hún pabbi var frumsýnt síðastliðinn föstudag og er samstarfsverkefni sviðslistahópsins Trigger Warning og Borgarleikhússins. Eftir 57 ára feluleik gafst Anna Margrét upp og tilkynnti fjölskyldu sinni að hún ætlaði að hefja kynleiðréttingarferli. Á yfirborðinu fjallar Hún pabbi um þetta ævilanga ferðalag Önnu Margrétar að sínu sanna sjálfi, frá því að vera fædd karlmaður en að vera kona, og viðbrögð sonar hennar þegar heimsmynd hans umturnast. Sýningin fjallar samt sem áður um miklu meira: Fjölskyldubönd, feluleiki og samfélagslegar væntingar. Sviðsetningin er einföld, nánast í kabarettstíl, og leikstjórinn Pétur Ármannsson gerir nokkuð vel að afmarka sviðið og setja allan fókus á leikarann þó að Litla sviðið sé ekki endilega nægilega vel nýtt. Ljósahönnun Kjartans Darra Kristjánssonar er að sama skapi vafningalaus en hugvitsamlega brotin upp með skörpum lýsingarbreytingum. Sömuleiðis er leikmynd Þórdísar Erlu Zoëga fagurfræðilega skýr og látlaus. Hannes Óli hikar ekki við að kryfja fjölskyldusamskipti til mergjar með góðri aðstoð Köru Hergils og Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur sem halda utan um handritið, en Kara er einnig listrænn stjórnandi sýningarinnar. Góðri viðbót af fínum húmor er stráð inn í frásögnina og sviðshreyfingarnar eru hressandi og hjartnæmar. Sviðsverund og nærvera Hannesar Óla er einlæg og laus við alla tilgerð. Hann er hér til að segja áhorfendum sögu konunnar pabba síns frá sínu eigin sjónarhorni með aðstoð fjölskylduljósmynda, popplaga og bíómynda barnæskunnar. Tímasetningar hans eru gríðarlega góðar og samband hans við áhorfendur traust. Kvikmyndabrotin eru hugvitsamlega saumuð inn í frásögnina þar sem nostalgía æskuáranna er skoðuð upp á nýtt og endurskilgreind. Atriðið þar sem faðir, móðir og sonur halda upp á aðfangadag í síðasta sinn saman er gjörsamlega ógleymanlegt og sprenghlægilegt. Þarna endurspeglast spennitreyja hefðanna, íslenska listin að ræða alls ekki um hlutina og leikritið sem fjölskyldur leika, jafnvel þegar tilvist þeirra er að hrynja allt í kringum þau. Einhver þarf bara að rétta grænu baunirnar, hrósa hryggnum og láta eins og allt sé í lagi. Högni Egilsson semur tónlist sýningarinnar sem er lágstemmd og lætur lítið fyrir sér fara framan af en nær algjörum listrænum hápunkti þegar Hannes Óli fremur eins konar helgisið með því að ganga um sviðið á háum hælum bókstaflega íþyngdur ævisögu pabba síns. Þarna small allt saman í einstaklega áhrifaríku atriði þar sem ekkert er sagt en öllu komið fyrir í einfaldri gjörð. Í heildina er Hún pabbi hnitmiðuð og hreinskilin sýning um flókið málefni, hún hefði jafnvel mátt vera lengri og grafa dýpra en slíkt er kannski til of mikils mælst. Hannes Óli Ágústsson er sérlega hæfileikaríkur leikari sem vert er að gefa fleiri tækifæri. Sviðshópurinn Trigger Warning kemur sterkur til leiks með hjálp Borgarleikhússins og áhorfendur eru hvattir til þess að ljá þessari áhrifaríku sýningu bæði eyru og augu.Niðurstaða: Afhjúpandi sýning sem er í senn sorgleg, hjartnæm og bráðfyndin.
Leikhús Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira