Stjórnarandstaðan sameinast um aukið aðhald gegn nýrri ríkisstjórn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. janúar 2017 12:24 Ný ríkisstjórn er einungis með eins manns meirihluta. Aukið aðhald stjórnarandstöðunnar mun því geta gert stjórninni erfitt fyrir. vísir/ernir Forystufólk þingflokka nýrrar stjórnarandstöðu kom saman til fundar í gær til þess að stilla saman strengi sína nú eftir að ljóst er að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu taka við stjórnartaumunum. Ákveðið var að stjórnarandstaðan muni sýna nýrri ríkisstjórn aukið aðhald en þannig ættu flokkarnir að geta knúið fram einhver af sínum helstu málefnum, enda er ný ríkisstjórn með einungis eins manns meirihluta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sat fundinn í gær. Hann segir að farið hafi verið yfir ýmis málefni á fundinum; samstöðu stjórnarandstöðunnar, nefndarskipan og fleira. „Við vorum náttúrulega bara sammála um að það væri hlutverk stjórnarandstöðu að sýna aðhald. Svo verður auðvitað bara að koma í ljós hvar við eigum samleið og hvar ekki, en við að sjálfsögðu tökum þetta hlutverk okkar alvarlega,“ segir hann. „Auðvitað ræddum við þennan veika meirihluta en við þurfum á sama tíma að vera trú okkar stefnu og sýna stjórninni aðhald.“Sjá sóknarfæri í veikum meirihluta Logi segir mikilvægt að ríkisstjórnin standi við loforð sín, en vill þó ekki staðfesta að stjórnarandstaðan ætli að ganga sameinuð til starfa. „Tveir af þessum flokkum eru að gefa töluvert eftir í sínum málefnum. Það eru mál sem þeir hefðu náð fram, til dæmis í fimm flokka stjórn, þannig að þarna sjáum við sóknarfæri. Við hljótum að geta hugsanlega náð þeim fram þrátt fyrir allt, að minnsta kosti einhverju af þeim.“ Fundurinn var haldinn að frumkvæði Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sátu fundinn fyrir hönd flokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Birgitta Jónsdóttir mætti fyrir hönd Pírata og Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir Framsókn sóttu fundinn, en það er í fyrsta sinn sem Píratar og Framsókn funda eftir kosningar, enda hafa Píratar ítrekað lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með Framsóknarflokknum. Kosningar 2016 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Forystufólk þingflokka nýrrar stjórnarandstöðu kom saman til fundar í gær til þess að stilla saman strengi sína nú eftir að ljóst er að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu taka við stjórnartaumunum. Ákveðið var að stjórnarandstaðan muni sýna nýrri ríkisstjórn aukið aðhald en þannig ættu flokkarnir að geta knúið fram einhver af sínum helstu málefnum, enda er ný ríkisstjórn með einungis eins manns meirihluta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sat fundinn í gær. Hann segir að farið hafi verið yfir ýmis málefni á fundinum; samstöðu stjórnarandstöðunnar, nefndarskipan og fleira. „Við vorum náttúrulega bara sammála um að það væri hlutverk stjórnarandstöðu að sýna aðhald. Svo verður auðvitað bara að koma í ljós hvar við eigum samleið og hvar ekki, en við að sjálfsögðu tökum þetta hlutverk okkar alvarlega,“ segir hann. „Auðvitað ræddum við þennan veika meirihluta en við þurfum á sama tíma að vera trú okkar stefnu og sýna stjórninni aðhald.“Sjá sóknarfæri í veikum meirihluta Logi segir mikilvægt að ríkisstjórnin standi við loforð sín, en vill þó ekki staðfesta að stjórnarandstaðan ætli að ganga sameinuð til starfa. „Tveir af þessum flokkum eru að gefa töluvert eftir í sínum málefnum. Það eru mál sem þeir hefðu náð fram, til dæmis í fimm flokka stjórn, þannig að þarna sjáum við sóknarfæri. Við hljótum að geta hugsanlega náð þeim fram þrátt fyrir allt, að minnsta kosti einhverju af þeim.“ Fundurinn var haldinn að frumkvæði Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sátu fundinn fyrir hönd flokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Birgitta Jónsdóttir mætti fyrir hönd Pírata og Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir Framsókn sóttu fundinn, en það er í fyrsta sinn sem Píratar og Framsókn funda eftir kosningar, enda hafa Píratar ítrekað lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með Framsóknarflokknum.
Kosningar 2016 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira