Áhersla skal lögð á opið og gagnsætt söluferli ríkiseigna Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2017 15:05 Í sáttmálanum segir að ríkið eigi að nýta betur sameiginleg innkaup til að draga úr útgjöldum. Vísir/Anton Brink Ný ríkisstjórn hyggst leggja áherslu á opið og gagnsætt söluferli ríkiseigna á kjörtímabilinu og stofna skal stöðugleikasjóð sem mun halda utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs. Þetta kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem kynntur var í dag. Ekki kemur fram hvaða eignir ríkisins standi til að selja. Í kaflanum um framtíð bankakerfisins segir hins vegar að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkum. „Því er mikilvægt að minnka hlut ríkisins í varfærnum skrefum og víðtækri sátt. Áhersla verði lögð á opið og gagnsætt ferli þar sem gætt verður að sem mestri dreifingu eignarhalds. Í því augnamiði verði stefnt að því að almenningur geti fengið tiltekinn eignarhlut afhentan endurgjaldslaust.“Hreinar skuldir ríkisins engar innan tíu ára Í sáttmálanum segir enn fremur að með aðhaldi í ríkisrekstri, sölu eigna sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins og niðurgreiðslu ríkisskulda verði áfram stutt við sterka stöðu í ríkisfjármálum. Þá á ríkið að nýta betur sameiginleg innkaup til að draga úr útgjöldum. „Sett skulu tímasett markmið um betri rekstur og aukna framleiðni hjá hinu opinbera. Stefnt er að því að allar varanlegar útgjaldaákvarðanir rúmist innan hagsveiflunnar. Langtímamarkmið er að hreinar skuldir ríkissjóðs verði engar innan tíu ára. Stofna skal stöðugleikasjóð sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs, tryggi komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum og geti verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið. Stöðugleiki á vinnumarkaði er mikilvæg forsenda jafnvægis og vaxtar í efnahagslífi. Einn vinnumarkaður með jöfnun lífeyrisréttinda og annarra almennra réttinda er lykilatriði sem leiða mun til meira gagnsæis í kjaramálum. Ríkisstjórnin mun styðja aðila vinnumarkaðarins í frekari umbótum á íslenska vinnumarkaðslíkaninu að norrænni fyrirmynd sem drög hafa verið lögð að í svonefndu SALEK-samkomulagi,“ segir í sáttmálanum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Í beinni: Ný ríkisstjórn mynduð Fylgst verður með gangi mála í allan dag. 10. janúar 2017 11:14 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hyggst leggja áherslu á opið og gagnsætt söluferli ríkiseigna á kjörtímabilinu og stofna skal stöðugleikasjóð sem mun halda utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs. Þetta kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem kynntur var í dag. Ekki kemur fram hvaða eignir ríkisins standi til að selja. Í kaflanum um framtíð bankakerfisins segir hins vegar að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkum. „Því er mikilvægt að minnka hlut ríkisins í varfærnum skrefum og víðtækri sátt. Áhersla verði lögð á opið og gagnsætt ferli þar sem gætt verður að sem mestri dreifingu eignarhalds. Í því augnamiði verði stefnt að því að almenningur geti fengið tiltekinn eignarhlut afhentan endurgjaldslaust.“Hreinar skuldir ríkisins engar innan tíu ára Í sáttmálanum segir enn fremur að með aðhaldi í ríkisrekstri, sölu eigna sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins og niðurgreiðslu ríkisskulda verði áfram stutt við sterka stöðu í ríkisfjármálum. Þá á ríkið að nýta betur sameiginleg innkaup til að draga úr útgjöldum. „Sett skulu tímasett markmið um betri rekstur og aukna framleiðni hjá hinu opinbera. Stefnt er að því að allar varanlegar útgjaldaákvarðanir rúmist innan hagsveiflunnar. Langtímamarkmið er að hreinar skuldir ríkissjóðs verði engar innan tíu ára. Stofna skal stöðugleikasjóð sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs, tryggi komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum og geti verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið. Stöðugleiki á vinnumarkaði er mikilvæg forsenda jafnvægis og vaxtar í efnahagslífi. Einn vinnumarkaður með jöfnun lífeyrisréttinda og annarra almennra réttinda er lykilatriði sem leiða mun til meira gagnsæis í kjaramálum. Ríkisstjórnin mun styðja aðila vinnumarkaðarins í frekari umbótum á íslenska vinnumarkaðslíkaninu að norrænni fyrirmynd sem drög hafa verið lögð að í svonefndu SALEK-samkomulagi,“ segir í sáttmálanum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Í beinni: Ný ríkisstjórn mynduð Fylgst verður með gangi mála í allan dag. 10. janúar 2017 11:14 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira
Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56