Innlent

Boðað til tveggja ríkisráðsfunda á Bessastöðum á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Bessastaðir.
Bessastaðir. Vísir/GVA
Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun.

Fyrri fundurinn hefst á hádegi þar sem lausnarbeiðni núverandi ríkisstjórnar verður staðfest og Sigurður Ingi Jóhannsson mun láta af störfum.

Síðari fundur ríkisráðs hefst klukkan 13:30 þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti mun skipa nýtt ráðuneyti – ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar – undir forsæti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×