Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2017 16:41 Katrín Jakobsdóttir formaður VG. vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hún kveðst ekki vera búin að lúslesa stjórnarsáttmálann en sé þó búin að kasta augum yfir hann. „Það er ákveðið áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál sem þó ætti að vera mjög stórt mál. Það er ekki rætt um að það eigi að lengja fæðingarorlof heldur, einungis að hámarksfjárhæðir verði hækkaðar. Ég hef því talsverðar áhyggjur af því að það sé ekki nægileg áhersla á velferðarmálin.“ Katrín segir sáttmálann virðast vera mjög almennt orðaðan. „Það slær mann að það er talað mikið um uppbyggingu innviða en það kemur líka fram að hana eigi að fjármagna innan hagsveiflunnar. Það virðist eiga að byggja á ríkisfjármálaáætlun fyrrverandi ríkisstjórnar og ekki sé stefnt að því að styrkja tekjugrunn ríkisins. Það er líka talað fyrir því, kannski með almennari hætti, að það eigi að ráðast i sölu á hlut í bönkunum þar sem fram kemur að ekki sé æskilegt að ríkið eigi jafn mikinn hlut í bankakerfinu, þannig að það verði ráðist í einhverja bankasölu á kjörtímabilinu. Það er hins vegar ekkert rætt um einhverja endurskipulagningu á fjármálakerfinu eða kerfisbreytingar þar. Svo vekur auðvitað athygli að þeir flokkar sem hafa talað hvað mest fyrir kerfisbreytingum í sjávarútvegi virðast hafa ákveðið að það sé mikilvægara að ná sátt um tekjuöflun, eins og það var orðað, en kerfisbreytingar,“ segir Katrín. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hún kveðst ekki vera búin að lúslesa stjórnarsáttmálann en sé þó búin að kasta augum yfir hann. „Það er ákveðið áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál sem þó ætti að vera mjög stórt mál. Það er ekki rætt um að það eigi að lengja fæðingarorlof heldur, einungis að hámarksfjárhæðir verði hækkaðar. Ég hef því talsverðar áhyggjur af því að það sé ekki nægileg áhersla á velferðarmálin.“ Katrín segir sáttmálann virðast vera mjög almennt orðaðan. „Það slær mann að það er talað mikið um uppbyggingu innviða en það kemur líka fram að hana eigi að fjármagna innan hagsveiflunnar. Það virðist eiga að byggja á ríkisfjármálaáætlun fyrrverandi ríkisstjórnar og ekki sé stefnt að því að styrkja tekjugrunn ríkisins. Það er líka talað fyrir því, kannski með almennari hætti, að það eigi að ráðast i sölu á hlut í bönkunum þar sem fram kemur að ekki sé æskilegt að ríkið eigi jafn mikinn hlut í bankakerfinu, þannig að það verði ráðist í einhverja bankasölu á kjörtímabilinu. Það er hins vegar ekkert rætt um einhverja endurskipulagningu á fjármálakerfinu eða kerfisbreytingar þar. Svo vekur auðvitað athygli að þeir flokkar sem hafa talað hvað mest fyrir kerfisbreytingum í sjávarútvegi virðast hafa ákveðið að það sé mikilvægara að ná sátt um tekjuöflun, eins og það var orðað, en kerfisbreytingar,“ segir Katrín.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56
Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00