Ásta: Virðist vera sem stuðningsmenn ESB í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 19:34 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir að það stingi helst í hve grunnt sé farið í fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmálanum. Þá segir hún að það virðist vera sem stuðningsmenn Evrópusambandsins í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum. „Þetta er rosa yfirborðskennt þannig að ég hlakka til að sjá hvernig og hvort að eitthvað af þessu verði framkvæmt,“ sagði Ásta í samtali við Vísi. Þá segir hún að svo virðist vera að stuðningsmenn Evrópusambandsins innan ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætli sér að treysta á minnihlutann í stórum málum. „Það virðist vera svo að stuðningsmenn Evrópusambandsins í þessum ríkisstjórnarflokkum ætli sér að treysta á minnihluta þingsins þegar það kemur að risastórum málum sem er sérkennilegt að vissu leyti þar sem að það er ekki búið að tala við minnihlutann. Svo maður spyr sig hversu mikill meirihluti þetta sé í raun og veru.“Lítið farið í útfærslurAð öðru leyti þykir Ástu stjórnarsáttmálinn frekar rýr. Lítið sé farið í nánar útfærslur á málum. „Hann er frekar rýr. Það er lítið farið í útfærslur eins og til dæmis á endurskoðun á stjórnarskránni. Það er talað um að sett verði á nefnd en hvernig er framkvæmdin á því, það liggur við að það sé hvorki fugl né fiskur varðandi það. Ég hugsa að flokkarnir hafi ólíka hugmyndafræði um hvernig eigi að fara að því.“ Ríkisstjórnin fer inn á Alþingi með einungis eins manns meirihluta en með svo nauman meirihluta við stjórnvölinn segir Ásta að umræðuhefðin á þinginu þurfi að breytast. „Það þýðir ekki að vera að trukka hlutum í gegn eins og gert var á seinasta kjörtímabili. Núna þarf að tala saman.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53 Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir að það stingi helst í hve grunnt sé farið í fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmálanum. Þá segir hún að það virðist vera sem stuðningsmenn Evrópusambandsins í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum. „Þetta er rosa yfirborðskennt þannig að ég hlakka til að sjá hvernig og hvort að eitthvað af þessu verði framkvæmt,“ sagði Ásta í samtali við Vísi. Þá segir hún að svo virðist vera að stuðningsmenn Evrópusambandsins innan ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætli sér að treysta á minnihlutann í stórum málum. „Það virðist vera svo að stuðningsmenn Evrópusambandsins í þessum ríkisstjórnarflokkum ætli sér að treysta á minnihluta þingsins þegar það kemur að risastórum málum sem er sérkennilegt að vissu leyti þar sem að það er ekki búið að tala við minnihlutann. Svo maður spyr sig hversu mikill meirihluti þetta sé í raun og veru.“Lítið farið í útfærslurAð öðru leyti þykir Ástu stjórnarsáttmálinn frekar rýr. Lítið sé farið í nánar útfærslur á málum. „Hann er frekar rýr. Það er lítið farið í útfærslur eins og til dæmis á endurskoðun á stjórnarskránni. Það er talað um að sett verði á nefnd en hvernig er framkvæmdin á því, það liggur við að það sé hvorki fugl né fiskur varðandi það. Ég hugsa að flokkarnir hafi ólíka hugmyndafræði um hvernig eigi að fara að því.“ Ríkisstjórnin fer inn á Alþingi með einungis eins manns meirihluta en með svo nauman meirihluta við stjórnvölinn segir Ásta að umræðuhefðin á þinginu þurfi að breytast. „Það þýðir ekki að vera að trukka hlutum í gegn eins og gert var á seinasta kjörtímabili. Núna þarf að tala saman.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53 Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17
Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53
Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent