Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 23:02 Þórdís Kolbrún er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Vísir/Vilhelm „Ég tek við þessu af auðmýkt og þakklæti,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í samtali við Vísi en hún er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hlakkar mikið til að takast á við nýja starfið og þakkar bæði formanninum, Bjarna Benediktssyni, og þingflokknum það traust sem henni er sýnt. Hún segist þá algjörlega reiðubúin að axla þá ábyrgð sem henni hefur verið falin. Þórdís sem er lögfræðingur að mennt situr nú sitt fyrsta kjörtímabil sem þingmaður og hefur því litla reynslu sem slíkur. Hún hefur þó reynslu af störfum í ráðuneyti því áður starfaði hún sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal í innanríkisráðuneytinu. Þá reynslu segist hún taka með sér inn í nýja starfið. „Ég hef auðvitað góða reynslu úr ráðuneytinu með Ólöfu. Það að hafa verið í læri hjá henni er ekki lítils virði og ég tek það með mér. Svo reynir maður auðvitað bara að nýta þá mannkosti sem maður hefur.”Í pólitík til að hafa áhrifÞá segir Þórdís að hún hafi ekki búist við því að verða gerð að ráðherra. Hún segir það jafnframt ekki beint hafa verið á markmiðalistanum að verða ráðherra fyrir þrítugt. Það sé hins vegar svo að hennar sögn að þegar maður taki ákvörðun um að fara í pólitík þá geri maður það til að hafa áhrif. Að setjast í ráðherrastól sé góð leið til þess. „Það er góð leið til að hafa áhrif að setjast ráðuneyti og fá að stýra því.” Henni líst þá afskaplega vel á nýskipaða ríkisstjórn sem hún segir bera með sér ferska vinda. „Ég er handviss um að það séu mikil tækifæri í þessari ríkisstjórn, þetta eru ferskir vindar,” sagði Þórdís að lokum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
„Ég tek við þessu af auðmýkt og þakklæti,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í samtali við Vísi en hún er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hlakkar mikið til að takast á við nýja starfið og þakkar bæði formanninum, Bjarna Benediktssyni, og þingflokknum það traust sem henni er sýnt. Hún segist þá algjörlega reiðubúin að axla þá ábyrgð sem henni hefur verið falin. Þórdís sem er lögfræðingur að mennt situr nú sitt fyrsta kjörtímabil sem þingmaður og hefur því litla reynslu sem slíkur. Hún hefur þó reynslu af störfum í ráðuneyti því áður starfaði hún sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal í innanríkisráðuneytinu. Þá reynslu segist hún taka með sér inn í nýja starfið. „Ég hef auðvitað góða reynslu úr ráðuneytinu með Ólöfu. Það að hafa verið í læri hjá henni er ekki lítils virði og ég tek það með mér. Svo reynir maður auðvitað bara að nýta þá mannkosti sem maður hefur.”Í pólitík til að hafa áhrifÞá segir Þórdís að hún hafi ekki búist við því að verða gerð að ráðherra. Hún segir það jafnframt ekki beint hafa verið á markmiðalistanum að verða ráðherra fyrir þrítugt. Það sé hins vegar svo að hennar sögn að þegar maður taki ákvörðun um að fara í pólitík þá geri maður það til að hafa áhrif. Að setjast í ráðherrastól sé góð leið til þess. „Það er góð leið til að hafa áhrif að setjast ráðuneyti og fá að stýra því.” Henni líst þá afskaplega vel á nýskipaða ríkisstjórn sem hún segir bera með sér ferska vinda. „Ég er handviss um að það séu mikil tækifæri í þessari ríkisstjórn, þetta eru ferskir vindar,” sagði Þórdís að lokum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01