Hatar Ólympíuleikana og þetta er ástæðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2017 13:30 Rory McIlroy. Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy þótti ekki vera að gera íþrótt sinni mikinn greiða síðasta sumar þegar hann „skrópaði“ á Ólympíuleikana í Ríó og lét í kjölfarið hafa eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni að horfa á golfkeppni leikanna. Rory McIlroy var reyndar ekki eini heimsþekkti kylfingurinn sem sleppti því að fljúga suður til Brasilíu en fór lengst í gagnrýni sinni á golfkeppni leikanna. Í nýju viðtali Rory McIlroy við Independent á Írlandi kom raunveruleg ástæða fyrir því af hverju McIlroy var svona neikvæður út í Ólympíuleikana í sumar. McIlroy sagði á sínum tíma að hann færi ekki á Ólympíuleikana vegna ótta við að veikjast af Zíka-veirunni en það var samt annað sem var að trufla kappann. Neikvæði Rory McIlroy tengdist því að þurfa að velja á milli þess að keppa fyrir Írland eða fyrir Bretland. Hann var svo ósáttur með að vera settur í þá stöðu að þurfa að velja að hann á endanum taldi þetta ekki þess virði. „Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvar liggur hollustan mín? Fyrir hvern ætla ég að spila? Hverjum vil ég síst koma í uppnám?,“ segir Rory McIlroy hafa verið spurningar sem komu upp í kollinn hans. „Ég fór að hata þessa stöðu sem ég var settur í og geri enn. Ég hata Ólympíuleikana fyrir að setja mig í slíka stöðu. Hvort sem það er rétt eða rangt þá líður mér þannig,“ sagði Rory McIlroy í viðtalinu. Rory McIlroy sagði líka frá því þegar hann sendi nýkrýndum Ólympíumeistara smáskilaboð þar sem hann óskaði Justin Rose til hamingju með sigurinn. Rose spurði hvort McIlroy liði eins og hann hafi misst af einhverju. „Ég sagði honum að mér hefði liðið mjög óþægilega á verðlaunapallinum hvort sem er að írski fáninn hefði farið upp eða breski fáninn hefði farið upp. Ég þekki ekki textann við hvorugan þjóðsönginn og ég hef enga tengingu við fánana. Ég vil ekki að þetta snúist um þjóðfána,“ sagði Rory McIlroy. Rory McIlroy segist líka sjá eftir því að hafa látið hafa það eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni á horfa á golfkeppni Ólympíuleikanna í sjónvarpið. „Ég fékk ekkert nema spurningar um Ólympíuleikanna og þetta var bara einni spurningu of mikið,“ sagði Rory McIlroy. Golf Ólympíuleikar 2016 í Ríó Zíka Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy þótti ekki vera að gera íþrótt sinni mikinn greiða síðasta sumar þegar hann „skrópaði“ á Ólympíuleikana í Ríó og lét í kjölfarið hafa eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni að horfa á golfkeppni leikanna. Rory McIlroy var reyndar ekki eini heimsþekkti kylfingurinn sem sleppti því að fljúga suður til Brasilíu en fór lengst í gagnrýni sinni á golfkeppni leikanna. Í nýju viðtali Rory McIlroy við Independent á Írlandi kom raunveruleg ástæða fyrir því af hverju McIlroy var svona neikvæður út í Ólympíuleikana í sumar. McIlroy sagði á sínum tíma að hann færi ekki á Ólympíuleikana vegna ótta við að veikjast af Zíka-veirunni en það var samt annað sem var að trufla kappann. Neikvæði Rory McIlroy tengdist því að þurfa að velja á milli þess að keppa fyrir Írland eða fyrir Bretland. Hann var svo ósáttur með að vera settur í þá stöðu að þurfa að velja að hann á endanum taldi þetta ekki þess virði. „Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvar liggur hollustan mín? Fyrir hvern ætla ég að spila? Hverjum vil ég síst koma í uppnám?,“ segir Rory McIlroy hafa verið spurningar sem komu upp í kollinn hans. „Ég fór að hata þessa stöðu sem ég var settur í og geri enn. Ég hata Ólympíuleikana fyrir að setja mig í slíka stöðu. Hvort sem það er rétt eða rangt þá líður mér þannig,“ sagði Rory McIlroy í viðtalinu. Rory McIlroy sagði líka frá því þegar hann sendi nýkrýndum Ólympíumeistara smáskilaboð þar sem hann óskaði Justin Rose til hamingju með sigurinn. Rose spurði hvort McIlroy liði eins og hann hafi misst af einhverju. „Ég sagði honum að mér hefði liðið mjög óþægilega á verðlaunapallinum hvort sem er að írski fáninn hefði farið upp eða breski fáninn hefði farið upp. Ég þekki ekki textann við hvorugan þjóðsönginn og ég hef enga tengingu við fánana. Ég vil ekki að þetta snúist um þjóðfána,“ sagði Rory McIlroy. Rory McIlroy segist líka sjá eftir því að hafa látið hafa það eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni á horfa á golfkeppni Ólympíuleikanna í sjónvarpið. „Ég fékk ekkert nema spurningar um Ólympíuleikanna og þetta var bara einni spurningu of mikið,“ sagði Rory McIlroy.
Golf Ólympíuleikar 2016 í Ríó Zíka Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira