Vill að sveitarfélög hafi eftirlit með AirbnB 14. janúar 2017 20:03 Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum. Hann hefur áhyggjur af framkvæmd eftirlits með skammtímaleigu og vill að slíkt verði á forræði sveitarfélaga. Um áramótin tóku ný lög gildi sem takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt lögunum er heimilt að leigja hverja íbúð á leiguvefjum eins og AirbnB í 90 daga án þess að hafa tilskilið rekstrarleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun annast eftirlit með skammtímaleigu sem verður fyrst rafrænt. Dagur B. Eggertsson var gestur Víglínunnar á Stöð 2 þar sem fram kom að hann vilji að sveitarfélögin fari sjálf með eftirlitið. Hann segist þó binda vonir við nýju lögin en hefði viljað að sveitarfélögin hefðu meiri ábyrgð á framkvæmd þeirra líkt og þekkist í fjölmörgum borgum í Evrópu. „Þar eru það borgirnar sjálfar sem hafa tækin til að fylgja þessu eftir og mér segir sá hugur að það gæti verið niðurstaðan hér,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Amsterdam náði samningum við AirbnB í desember þar sem fyrirtækið samþykkti að takmarka sjálft fjölda leyfilegra leigunótta í samræmi við gildandi lög í landinu. Auk þess sem AirbnB rukkar viðskiptavini sína sjálft um skatta og gjöld í borgunum. Dagur segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við AirBnb líkt og yfirvöld í Amsterdam gerðu með góðum árangri á síðasta ári. „Ég á von á því að við göngum til samtals og samninga við AirbnB um svipað fyrirkomulag, þá í samráði við ríkið.“ Hann er bjartsýnn á að borgin og ný ríkisstjórn geti átt gott samstarf um að sveitarfélög fái sinn skerf af vaxandi fjölda ferðamanna. Undir það tekur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Mér finnst sjálfsagt að menn taki þetta upp. Menn eiga ekkert að vera að ýta svona málum endalaust á undan sér. Það verður að byrja að ræða það og finna lausnir,“ sagði Benedikt. Dagur segir jafnframt brýnt að fleiri hótelrými verði byggð í borginni til að minnka þann þrýsting sem skapast hefur á íbúðamarkaðinum. „Þau mega ekki öll vera miðsvæðis. Þannig að við viljum beina þeirri uppbyggingu út frá miðborginni og við verðum að byggja enn þá meira í húsnæðismálum til þess að takast á við þennan vöxt. Þannig að við þurfum að gera margt.“ Víglínan Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum. Hann hefur áhyggjur af framkvæmd eftirlits með skammtímaleigu og vill að slíkt verði á forræði sveitarfélaga. Um áramótin tóku ný lög gildi sem takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt lögunum er heimilt að leigja hverja íbúð á leiguvefjum eins og AirbnB í 90 daga án þess að hafa tilskilið rekstrarleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun annast eftirlit með skammtímaleigu sem verður fyrst rafrænt. Dagur B. Eggertsson var gestur Víglínunnar á Stöð 2 þar sem fram kom að hann vilji að sveitarfélögin fari sjálf með eftirlitið. Hann segist þó binda vonir við nýju lögin en hefði viljað að sveitarfélögin hefðu meiri ábyrgð á framkvæmd þeirra líkt og þekkist í fjölmörgum borgum í Evrópu. „Þar eru það borgirnar sjálfar sem hafa tækin til að fylgja þessu eftir og mér segir sá hugur að það gæti verið niðurstaðan hér,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Amsterdam náði samningum við AirbnB í desember þar sem fyrirtækið samþykkti að takmarka sjálft fjölda leyfilegra leigunótta í samræmi við gildandi lög í landinu. Auk þess sem AirbnB rukkar viðskiptavini sína sjálft um skatta og gjöld í borgunum. Dagur segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við AirBnb líkt og yfirvöld í Amsterdam gerðu með góðum árangri á síðasta ári. „Ég á von á því að við göngum til samtals og samninga við AirbnB um svipað fyrirkomulag, þá í samráði við ríkið.“ Hann er bjartsýnn á að borgin og ný ríkisstjórn geti átt gott samstarf um að sveitarfélög fái sinn skerf af vaxandi fjölda ferðamanna. Undir það tekur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Mér finnst sjálfsagt að menn taki þetta upp. Menn eiga ekkert að vera að ýta svona málum endalaust á undan sér. Það verður að byrja að ræða það og finna lausnir,“ sagði Benedikt. Dagur segir jafnframt brýnt að fleiri hótelrými verði byggð í borginni til að minnka þann þrýsting sem skapast hefur á íbúðamarkaðinum. „Þau mega ekki öll vera miðsvæðis. Þannig að við viljum beina þeirri uppbyggingu út frá miðborginni og við verðum að byggja enn þá meira í húsnæðismálum til þess að takast á við þennan vöxt. Þannig að við þurfum að gera margt.“
Víglínan Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira