Erlent

Herþota skaut flugskeyti á hjálparstarfsmenn og flóttamenn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Talið er að minnst fimmtíu manns hafi látið lífið þegar nígerísk herþota skaut flugskeyti á flóttamannabúðir í Borno-héraði. Flestir hinna látnu voru flóttamenn en talið er að í hópi látinna hafi verið starfsmenn Rauða krossins.

Um mannleg mistök var að ræða. Þyrlan var að taka þátt í aðgerð sem beindist gegn vígamönnum Boko Haram þegar flugmaður þotunnar hleypti skotinu af með fyrrgreindum afleiðingum.

Nígerísk yfirvöld hafa ekki gefið út neina tölu yfir fjölda fallinna og er því stuðst við upplýsingar frá hjálparsamtökum. Samkvæmt tölum frá þeim eru meira en 120 manns særðir eftir voðaskotið.

Í tísti frá Rauða krossi Nígeríu kom fram að sex starfsmenn samtakanna hefðu látist og þrettán særst. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×