Jón Gnarr ánægður með Skaupið og ýjar að frekari endurkomu Fóstbræðra nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 2. janúar 2017 09:15 Fóstbræður voru á dagskrá Stöðvar 2 á árunum 1997 til 2001. vísir Fóstbræður áttu endurkomu í Áramótaskaupinu á gamlárskvöld en Jón Gnarr var í leikstjórastólnum. Jón segir í samtali við fréttastofu að hann sé ánægður með Skaupið. „Ég er bara glaður og ánægður hvað fólk virðist almennt ánægt með þetta.“ Jón kveðst ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að grínið myndi missa marks hjá þeim sem ekki þekkja Fóstbræður vel. „En auðvitað voru ákveðnar tilvísanir sem gera það að verkum að maður verður að hafa séð Fóstbræður og vita hvers er verið að vísa til. En ég hafði ekki sérstakar áhyggjur enda er þetta eitthvað sem ég held að meirihluti fólks ætti að þekkja,“ segir Jón.Skellihlógu við tökur á BílastæðavörðunumJón segir að það hafi verið bráðskemmtilegt að vinna aftur með félögum sínum í Fóstbræðrum og að hópurinn hafi skemmt sér konunglega við tökurnar. Allir leikararnir úr Fóstbræðraþáttunum voru í hlutverkum í Skaupinu í ár. Kunnuglegar persónur sneru aftur á skjáinn, til dæmis dúettinn Plató, Bílastæðaverðirnir, persónulegi trúbadorinn Helgi og Indriði. „Þegar við vorum að taka upp Bílastæðaverðina, þá hlógum við svo mikið að það truflaði tökur,“ segir Jón. Jón segir að persónurnar hafi sumar hverjar breyst nokkuð frá því að þeim voru gerð skil í Fóstbræðrum. Til dæmis hefðu Bílastæðaverðirnir verið í nýjum einkennisbúningum. Áður voru verðirnir í hátíðarbúningum en þeir fundust ekki þegar tökur hófust á Skaupinu. „Hins vegar héldum við hárkollunum og glossinu,“ segir Jón. Að sama skapi eru persónurnar orðnar eldri. „Við höfum náttúrulega elst og karakterarnir líka. Mér fannst það almennt koma vel út. Indriði er til dæmis óræður í aldri, það er í raun ómögulegt að vita hvað hann er gamall,“ segir Jón.Jón Gnarr leikstýrði Áramótaskaupinu þetta árið.Vísir/StefánSkemmtilegra að leikstýra en að leikaJón segir að það sem honum hafi þótt standa upp úr við gerð Skaupsins væri frábær árangur leikaranna. „Mér fannst allir leikararnir fara langt fram úr væntingum, þeir voru allir frábærir.“ Aðspurður um hvaða grín hafi verið í uppáhaldi hjá sér nefnir hann atriðin þar sem gert var grín að veitingastaðnum Texasborgurum og Brúneggjum. „Ég persónulega hafði rosalega gaman af þeim,“ segir Jón. Jón kann vel við sig í leikstjórastólnum og segist vera vaxandi leikstjóri. „Mér finnst mjög gaman að leikstýra, eiginlega skemmtilegra en að leika. Ég er búinn að prófa svo margt í leiklistinni og er svolítið fullnægður þar,“ segir hann.Glysrokkararnir í Mogo Jacket voru óborganlegir í Fóstbræðrum.vísirÚtilokar ekki endurkomu fóstbræðraJón útilokar ekki að Fóstbræður muni eiga frekari endurkomu í sjónvarp. Hann segir að slíkt hafi raunar verið til umræðu árið 2009 en svo rann það út í sandinn eftir að Jón stofnaði Besta flokkinn. Hann segir að reynslan eftir Skaupið sé hvatning til þess að vinna meira með Fóstbræður. „Það er alveg til í dæminu að við gerum eitthvað meira. Ég held að það sé mikil stemmning fyrir því hjá okkur. Ég held það sé tilfinning allra.“ Tengdar fréttir Hvaða einkunn fær Skaupið? Hvað fannst þér um hið Fóstbræðraskotna Áramótaskaup á skalanum 0-10? 31. desember 2016 23:15 Landsmenn tjá sig um Skaupið og sitt sýnist hverjum #Skaupið er uppfullt af meinhæðni og góðlátlegum athugasemdum um vinsælasta sjónvarpsþátt ársins. 31. desember 2016 21:30 Fékk kveðju frá Guðna Th eftir að hafa slegið í gegn í Skaupinu sem Guðni Th Tryggvi Rafnsson túlkaði Guðna Th. í Áramótaskaupinu og fékk kveðjur frá forsetanum fyrir vikið. 1. janúar 2017 22:36 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fóstbræður áttu endurkomu í Áramótaskaupinu á gamlárskvöld en Jón Gnarr var í leikstjórastólnum. Jón segir í samtali við fréttastofu að hann sé ánægður með Skaupið. „Ég er bara glaður og ánægður hvað fólk virðist almennt ánægt með þetta.“ Jón kveðst ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að grínið myndi missa marks hjá þeim sem ekki þekkja Fóstbræður vel. „En auðvitað voru ákveðnar tilvísanir sem gera það að verkum að maður verður að hafa séð Fóstbræður og vita hvers er verið að vísa til. En ég hafði ekki sérstakar áhyggjur enda er þetta eitthvað sem ég held að meirihluti fólks ætti að þekkja,“ segir Jón.Skellihlógu við tökur á BílastæðavörðunumJón segir að það hafi verið bráðskemmtilegt að vinna aftur með félögum sínum í Fóstbræðrum og að hópurinn hafi skemmt sér konunglega við tökurnar. Allir leikararnir úr Fóstbræðraþáttunum voru í hlutverkum í Skaupinu í ár. Kunnuglegar persónur sneru aftur á skjáinn, til dæmis dúettinn Plató, Bílastæðaverðirnir, persónulegi trúbadorinn Helgi og Indriði. „Þegar við vorum að taka upp Bílastæðaverðina, þá hlógum við svo mikið að það truflaði tökur,“ segir Jón. Jón segir að persónurnar hafi sumar hverjar breyst nokkuð frá því að þeim voru gerð skil í Fóstbræðrum. Til dæmis hefðu Bílastæðaverðirnir verið í nýjum einkennisbúningum. Áður voru verðirnir í hátíðarbúningum en þeir fundust ekki þegar tökur hófust á Skaupinu. „Hins vegar héldum við hárkollunum og glossinu,“ segir Jón. Að sama skapi eru persónurnar orðnar eldri. „Við höfum náttúrulega elst og karakterarnir líka. Mér fannst það almennt koma vel út. Indriði er til dæmis óræður í aldri, það er í raun ómögulegt að vita hvað hann er gamall,“ segir Jón.Jón Gnarr leikstýrði Áramótaskaupinu þetta árið.Vísir/StefánSkemmtilegra að leikstýra en að leikaJón segir að það sem honum hafi þótt standa upp úr við gerð Skaupsins væri frábær árangur leikaranna. „Mér fannst allir leikararnir fara langt fram úr væntingum, þeir voru allir frábærir.“ Aðspurður um hvaða grín hafi verið í uppáhaldi hjá sér nefnir hann atriðin þar sem gert var grín að veitingastaðnum Texasborgurum og Brúneggjum. „Ég persónulega hafði rosalega gaman af þeim,“ segir Jón. Jón kann vel við sig í leikstjórastólnum og segist vera vaxandi leikstjóri. „Mér finnst mjög gaman að leikstýra, eiginlega skemmtilegra en að leika. Ég er búinn að prófa svo margt í leiklistinni og er svolítið fullnægður þar,“ segir hann.Glysrokkararnir í Mogo Jacket voru óborganlegir í Fóstbræðrum.vísirÚtilokar ekki endurkomu fóstbræðraJón útilokar ekki að Fóstbræður muni eiga frekari endurkomu í sjónvarp. Hann segir að slíkt hafi raunar verið til umræðu árið 2009 en svo rann það út í sandinn eftir að Jón stofnaði Besta flokkinn. Hann segir að reynslan eftir Skaupið sé hvatning til þess að vinna meira með Fóstbræður. „Það er alveg til í dæminu að við gerum eitthvað meira. Ég held að það sé mikil stemmning fyrir því hjá okkur. Ég held það sé tilfinning allra.“
Tengdar fréttir Hvaða einkunn fær Skaupið? Hvað fannst þér um hið Fóstbræðraskotna Áramótaskaup á skalanum 0-10? 31. desember 2016 23:15 Landsmenn tjá sig um Skaupið og sitt sýnist hverjum #Skaupið er uppfullt af meinhæðni og góðlátlegum athugasemdum um vinsælasta sjónvarpsþátt ársins. 31. desember 2016 21:30 Fékk kveðju frá Guðna Th eftir að hafa slegið í gegn í Skaupinu sem Guðni Th Tryggvi Rafnsson túlkaði Guðna Th. í Áramótaskaupinu og fékk kveðjur frá forsetanum fyrir vikið. 1. janúar 2017 22:36 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hvaða einkunn fær Skaupið? Hvað fannst þér um hið Fóstbræðraskotna Áramótaskaup á skalanum 0-10? 31. desember 2016 23:15
Landsmenn tjá sig um Skaupið og sitt sýnist hverjum #Skaupið er uppfullt af meinhæðni og góðlátlegum athugasemdum um vinsælasta sjónvarpsþátt ársins. 31. desember 2016 21:30
Fékk kveðju frá Guðna Th eftir að hafa slegið í gegn í Skaupinu sem Guðni Th Tryggvi Rafnsson túlkaði Guðna Th. í Áramótaskaupinu og fékk kveðjur frá forsetanum fyrir vikið. 1. janúar 2017 22:36