CES 2017: Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2017 15:00 DataTraveler Ultimate GT minnislykill er 2TB að stærð. Vísir/AFP Tæknifyrirtæki keppast nú við að sýna nýjustu vörur sínar á CES eða Consumer Electronics Show í Las Vegas. Tæknilega séð hefst ráðstefnan ekki fyrr en á morgun, en margir hafa tekið forskot á sæluna. Meðal þeirra tækja sem þegar er búið að sýna eru Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims. Þá hafa bílar þar að auki verið fyrirferðarmiklir. Fyrst er vert að nefna fartölvuna Predator 21 X frá Acer, sem kostar um milljón krónur, eða 8.999 dali. Í henni eru tvö GTX 1080 skjákort, fimm viftur og hún er með 21 tommu sveigðan skjá. Tölvan vegur heil 8,8 kíló. Þá kynnti Dell tölvuna Inspiron 15 7000 sem er um níu hundruð þúsund krónum ódýrari. Fyrirtækið Kingston kynnti DataTraveler Ultimate GT minnislyklana sem gera verið allt að 2TB að stærð. Það gerir þá að stærstu minnislyklum sem hægt er að fá samkvæmt CNET, þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á ráðstefnunni. Það gæti þó breyst á næstu dögum. Verð liggur ekki fyrir en þeir fara í sölu í næsta mánuði. Vélmennið Kuri lét einnig sjá sig á CES. Það er framleitt af fyrirtækinu Mayfield Robotics og tengist á netið og tengist öðrum tækjum með Bluetooth. Þá er innbyggð myndavél í því og getur það vaktað heimilið og stýrt heimilistækjum með raddstýringum. Þá segja forsvarsmenn fyrirtækisins að vélmennið muni jafnvel geta rekið gæludýr niður úr sófum og öðrum stöðum sem þau eiga ekki að vera þegar eigendurnir eru ekki heima. Stærsti kostur Kuri er þó án efa sá að vélmennið mun líklega ekki reyna að taka yfir heiminn. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknifyrirtæki keppast nú við að sýna nýjustu vörur sínar á CES eða Consumer Electronics Show í Las Vegas. Tæknilega séð hefst ráðstefnan ekki fyrr en á morgun, en margir hafa tekið forskot á sæluna. Meðal þeirra tækja sem þegar er búið að sýna eru Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims. Þá hafa bílar þar að auki verið fyrirferðarmiklir. Fyrst er vert að nefna fartölvuna Predator 21 X frá Acer, sem kostar um milljón krónur, eða 8.999 dali. Í henni eru tvö GTX 1080 skjákort, fimm viftur og hún er með 21 tommu sveigðan skjá. Tölvan vegur heil 8,8 kíló. Þá kynnti Dell tölvuna Inspiron 15 7000 sem er um níu hundruð þúsund krónum ódýrari. Fyrirtækið Kingston kynnti DataTraveler Ultimate GT minnislyklana sem gera verið allt að 2TB að stærð. Það gerir þá að stærstu minnislyklum sem hægt er að fá samkvæmt CNET, þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á ráðstefnunni. Það gæti þó breyst á næstu dögum. Verð liggur ekki fyrir en þeir fara í sölu í næsta mánuði. Vélmennið Kuri lét einnig sjá sig á CES. Það er framleitt af fyrirtækinu Mayfield Robotics og tengist á netið og tengist öðrum tækjum með Bluetooth. Þá er innbyggð myndavél í því og getur það vaktað heimilið og stýrt heimilistækjum með raddstýringum. Þá segja forsvarsmenn fyrirtækisins að vélmennið muni jafnvel geta rekið gæludýr niður úr sófum og öðrum stöðum sem þau eiga ekki að vera þegar eigendurnir eru ekki heima. Stærsti kostur Kuri er þó án efa sá að vélmennið mun líklega ekki reyna að taka yfir heiminn.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira