Ekki búið að raða í ráðherrastóla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. janúar 2017 22:22 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ganga ágætlega, en að ekki sé búið að raða niður í embætti. Hann segist jafnframt telja að allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða vegna ástandsins í heilbrigðiskerfinu. Óttarr var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég veit nú ekki hvernig maður á að orða það en þessi vinna gengur ágætlega. Við höfum verið á hverjum degi að fara yfir málin og sitjum aðeins yfir og erum að reyna að orða hlutina og átta okkur á dýptinni í samtalinu. Þetta gengur ágætlega en við erum kannski ekki búin að landa þessu ennþá,“ segir Óttarr í samtali við fréttastofu.Þið eruð náttúrulega ekki í óformlegum viðræðum lengur. Þið eruð í raun og veru að smíða stjórnarsáttmála?„Já það má segja að það endi í því en við erum að fara yfir alla málaflokka og skoða. Bæði út frá því sem flokkarnir hafa verið að segja, en líka út frá því sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Vinnuna í þinginu með fjárlögin og svo framvegis sem sýna kannski forgangsröðunina í því sem skiptir máli. Auðvitað efnahagsmálin, staðan í efnahagsmálunum. Staðan í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að gera heilmikið í. Þannig að við erum hægt og rólega að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað með hverjum deginum þá verður maður aðeins bjartsýnni.“Þannig að þið eruð auðvitað, eins og þú segir, ekki bara í þessum málum sem hafa verið kölluð erfiðu málin. Þið eruð auðvitað að fara í alla málaflokka því þeir þurfa að vera klárir ef þið ætlið að vinna saman?Já það þarf allavega að vera á tæru að við séum tilbúin að vinna saman í öllum málum og ég held að það sem hafi breyst á þessum mánuðum er að allir flokkarnir og allir í pólitíkinni meðvitaðri um þessa ábyrgð að þurfa að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún má ekki bara vera óskastjórn þessara flokka sem taka þátt í henni, heldur líka hugsa um allan almenning í landinu.Vísir greindi frá því fyrr í dag að búið væri að ákveða ráðuneytisfjölda og að Sjálfstæðisflokkur fengi fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo, en aðspurður segir að ekki sé búið að raða niður í embættin „Það er ekki komið svo langt að það sé búið að ákveða þetta, en auðvitað höfum við verið að skoða verkaskiptinguna með öðru. Það er ljóst að það verða ráðherrar í þessari ríkisstjórn en við erum ekki búnir að raða niður í embættin ennþá.“ Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ganga ágætlega, en að ekki sé búið að raða niður í embætti. Hann segist jafnframt telja að allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða vegna ástandsins í heilbrigðiskerfinu. Óttarr var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég veit nú ekki hvernig maður á að orða það en þessi vinna gengur ágætlega. Við höfum verið á hverjum degi að fara yfir málin og sitjum aðeins yfir og erum að reyna að orða hlutina og átta okkur á dýptinni í samtalinu. Þetta gengur ágætlega en við erum kannski ekki búin að landa þessu ennþá,“ segir Óttarr í samtali við fréttastofu.Þið eruð náttúrulega ekki í óformlegum viðræðum lengur. Þið eruð í raun og veru að smíða stjórnarsáttmála?„Já það má segja að það endi í því en við erum að fara yfir alla málaflokka og skoða. Bæði út frá því sem flokkarnir hafa verið að segja, en líka út frá því sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Vinnuna í þinginu með fjárlögin og svo framvegis sem sýna kannski forgangsröðunina í því sem skiptir máli. Auðvitað efnahagsmálin, staðan í efnahagsmálunum. Staðan í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að gera heilmikið í. Þannig að við erum hægt og rólega að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað með hverjum deginum þá verður maður aðeins bjartsýnni.“Þannig að þið eruð auðvitað, eins og þú segir, ekki bara í þessum málum sem hafa verið kölluð erfiðu málin. Þið eruð auðvitað að fara í alla málaflokka því þeir þurfa að vera klárir ef þið ætlið að vinna saman?Já það þarf allavega að vera á tæru að við séum tilbúin að vinna saman í öllum málum og ég held að það sem hafi breyst á þessum mánuðum er að allir flokkarnir og allir í pólitíkinni meðvitaðri um þessa ábyrgð að þurfa að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún má ekki bara vera óskastjórn þessara flokka sem taka þátt í henni, heldur líka hugsa um allan almenning í landinu.Vísir greindi frá því fyrr í dag að búið væri að ákveða ráðuneytisfjölda og að Sjálfstæðisflokkur fengi fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo, en aðspurður segir að ekki sé búið að raða niður í embættin „Það er ekki komið svo langt að það sé búið að ákveða þetta, en auðvitað höfum við verið að skoða verkaskiptinguna með öðru. Það er ljóst að það verða ráðherrar í þessari ríkisstjórn en við erum ekki búnir að raða niður í embættin ennþá.“
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira