Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar nánast frágengin Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. janúar 2017 18:45 Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er nánast frágengin. Ennþá stendur yfir vinna við lokafrágang stjórnarsáttmála en reiknað er með að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir helgi. Forystufólk Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kom saman til fundar í alþingishúsinu klukkan ellefu í morgun en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust á mánudag. Fundi flokkanna lauk klukkan rúmlega fjögur síðdegis.Ekkert bakslag „Við erum að vinna í málefnavinnunni og setja orð niður á blað. Það á eftir að koma í ljós hvort það er langt komið eða ekki en við erum allavega ennþá að á fullu. Núna eftir fundi dagsins erum við aðeins að vinna í sitt hvoru lagi og það kemur í ljós hvort það verður fundur aftur seinna í dag eða á morgun,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir árangur haft náðst í viðræðunum í dag. „Þetta mjakast alltaf svolítið áfram og fer alltaf í rétta átt og ekkert bakslag hefur verið,“ segir Benedikt. Bæði Benedikt og Óttarr ítrekuðu að ekki væri komin endanleg niðurstaða um hvort flokkunum takist að mynda ríkisstjórn. „Við erum að nálgast sameiginlegan skilning held ég og mér finnst líklegra en ekki að það verði að þessari ríkisstjórn. En maður á aldrei að segja aldrei í þessu samhengi,“ segir Óttarr.Ráðherraskipan nánast frágengin Samkvæmt heimildum fréttastofu er ráðherraskipan ríkisstjórnar flokkanna nánast frágengin og ólíklegt að hún taki breytingum frá því sem ákveðið var í dag. Þá er stjórnarsáttmálinn langt komin og aðeins á eftir að nást samkomulag um endanlegt orðalag hans. En hvenær verður ný ríkisstjórn kynnt? Eftir að stjórnarsáttmálinn er tilbúinn þarf að leggja hann fyrir stofnanir allra flokka til samþykktar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að það verði gert um helgina og ný ríkisstjórn kynnt á þriðjudag. Kosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er nánast frágengin. Ennþá stendur yfir vinna við lokafrágang stjórnarsáttmála en reiknað er með að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir helgi. Forystufólk Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kom saman til fundar í alþingishúsinu klukkan ellefu í morgun en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust á mánudag. Fundi flokkanna lauk klukkan rúmlega fjögur síðdegis.Ekkert bakslag „Við erum að vinna í málefnavinnunni og setja orð niður á blað. Það á eftir að koma í ljós hvort það er langt komið eða ekki en við erum allavega ennþá að á fullu. Núna eftir fundi dagsins erum við aðeins að vinna í sitt hvoru lagi og það kemur í ljós hvort það verður fundur aftur seinna í dag eða á morgun,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir árangur haft náðst í viðræðunum í dag. „Þetta mjakast alltaf svolítið áfram og fer alltaf í rétta átt og ekkert bakslag hefur verið,“ segir Benedikt. Bæði Benedikt og Óttarr ítrekuðu að ekki væri komin endanleg niðurstaða um hvort flokkunum takist að mynda ríkisstjórn. „Við erum að nálgast sameiginlegan skilning held ég og mér finnst líklegra en ekki að það verði að þessari ríkisstjórn. En maður á aldrei að segja aldrei í þessu samhengi,“ segir Óttarr.Ráðherraskipan nánast frágengin Samkvæmt heimildum fréttastofu er ráðherraskipan ríkisstjórnar flokkanna nánast frágengin og ólíklegt að hún taki breytingum frá því sem ákveðið var í dag. Þá er stjórnarsáttmálinn langt komin og aðeins á eftir að nást samkomulag um endanlegt orðalag hans. En hvenær verður ný ríkisstjórn kynnt? Eftir að stjórnarsáttmálinn er tilbúinn þarf að leggja hann fyrir stofnanir allra flokka til samþykktar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að það verði gert um helgina og ný ríkisstjórn kynnt á þriðjudag.
Kosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira