Íslandsmeistarar Snæfells heimsækja topplið Domino´s deildar kvenna í dag í stórleik dagsins í körfuboltanum. Þær verða þó ekki með fullt lið í Sláturhúsinu í dag.
Snæfellsliðið verður án landsliðskonunnar Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur í leiknum en hún missti af síðustu leikjum ársins vegna meiðsla og hefur nú óskað eftir ótímabundnu leyfi frá körfuknattleiksdeildinni.
Pálína sem skorað hefur 8,2 stig, tekið 5 fráköst og gefið 1,8 stoðsendingu í leik fyrir Snæfell spilaði níu leiki með Snæfellsliðinu áður en hún meiddist á kálfa með landsliðinu en hún hefur ekkert leikið með Snæfell vegna þessa síðan.
Pálína hefur ekki náð að samræma vinnu, einkalíf og körfuboltann á þessu tímabili og í fréttatilkynningu frá Snæfelli kemur fram að það sé ástæðan fyrir því að Pálína óski eftir leyfi.
„Það er söknuður af Pálínu en við sjáum hvað tíminn leiðir í ljós. Körfuknattleiksdeildin óskar Pálínu góðs gengis í sínum verkefnum,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni.
Leikur Keflavíkur og Snæfells hefst klukkan 16.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Pálína í ótímabundið leyfi og verður ekki með í toppslagnum í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


