Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. janúar 2017 18:49 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika. Hann segir þingflokk flokksins í aðalatriðum vera sáttan við drög að stjórnarsáttmála sem hann kynnti fyrir honum í dag. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll í dag til að ræða gang stjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð. Fundurinn var boðaður til að kynna fyrir þingflokknum drög að stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. Þetta var þó ekki eini fundurinn sem fór fram í Valhöll í dag. Fulltrúar flokkanna þriggja komu einnig saman til fundar til að ræða hvar og hvernig ný ríkisstjórn verður kynnt. Gert er ráð fyrir að það verði á þriðjudag eða miðvikudag. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn að þingflokkurinn hefði farið ítarlega yfir stjórnarsáttmálann. „Jájá, ég myndi segja að þingflokkurinn sé í öllum aðalatriðum bara sáttur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Engar efnislegar athugasemdir? „Jújú það er alltaf eitthvað svona sem að menn vilja koma athugasemdum að. En svona yfir það heila tekið að þá eru menn sáttir við þann málefnagrunn sem að menn eru að leggja upp með,“ sagði Bjarni.Þingflokkurinn sáttur Ríkisstjórn flokkanna verður með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, 32 þingmenn. Bjarni segir að þessi naumi meirihluti hafi verið ræddur á fundinum, en flokkurinn sé einfaldlega að reyna að vinna með þá stöðu sem upp sé komin. „Það var ein leið sem við ákváðum að láta reyna á. Hún hefur gengið upp gg við erum sátt við það þingflokkurinn að gera það. Menn geta haft skoðanir á því í allar áttir, málefnalega eða útaf þingstyrk eða öðru, en hingað erum við komin og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ sagði Bjarni.Er augljóst í þínum huga að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Já, ég tel að það sé orðið ljóst.“ Kosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika. Hann segir þingflokk flokksins í aðalatriðum vera sáttan við drög að stjórnarsáttmála sem hann kynnti fyrir honum í dag. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll í dag til að ræða gang stjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð. Fundurinn var boðaður til að kynna fyrir þingflokknum drög að stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. Þetta var þó ekki eini fundurinn sem fór fram í Valhöll í dag. Fulltrúar flokkanna þriggja komu einnig saman til fundar til að ræða hvar og hvernig ný ríkisstjórn verður kynnt. Gert er ráð fyrir að það verði á þriðjudag eða miðvikudag. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn að þingflokkurinn hefði farið ítarlega yfir stjórnarsáttmálann. „Jájá, ég myndi segja að þingflokkurinn sé í öllum aðalatriðum bara sáttur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Engar efnislegar athugasemdir? „Jújú það er alltaf eitthvað svona sem að menn vilja koma athugasemdum að. En svona yfir það heila tekið að þá eru menn sáttir við þann málefnagrunn sem að menn eru að leggja upp með,“ sagði Bjarni.Þingflokkurinn sáttur Ríkisstjórn flokkanna verður með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, 32 þingmenn. Bjarni segir að þessi naumi meirihluti hafi verið ræddur á fundinum, en flokkurinn sé einfaldlega að reyna að vinna með þá stöðu sem upp sé komin. „Það var ein leið sem við ákváðum að láta reyna á. Hún hefur gengið upp gg við erum sátt við það þingflokkurinn að gera það. Menn geta haft skoðanir á því í allar áttir, málefnalega eða útaf þingstyrk eða öðru, en hingað erum við komin og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ sagði Bjarni.Er augljóst í þínum huga að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Já, ég tel að það sé orðið ljóst.“
Kosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira