Sevilla fór upp fyrir Barcelona og í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 0-4 sigri á Real Sociedad á útivelli í kvöld.
Þetta var þriðji sigur Sevilla í röð en liðið hefur unnið þessa þrjá leiki með markatölunni 11-1.
Wissam Ben Yedder skoraði þrennu fyrir Sevilla í leiknum í kvöld og Pablo Sarabia eitt mark.
Sevilla er með 36 stig í 2. sæti deildarinnar en Barcelona getur komist aftur upp fyrir Andalúsíuliðið með sigri á Villarreal á morgun.
Fyrr í dag vann Atlético Madrid 0-2 útisigur á Eibar. Saúl Niguez og Antoine Griezmann skoruðu mörkin.
Atlético Madrid er í 4. sæti deildarinnar með 31 stig.
Sevilla upp fyrir Barcelona í 2. sætið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
