Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Ritstjórn skrifar 9. janúar 2017 08:30 Emma Stone er ein af þeim best klæddu í Valentino. Myndir/Getty Við stóðum vaktina í gærkvöldi yfir rauða dreglinum á Golden Globes. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta. Dregillinn í ár var óvenju flottur sem gerði það einstaklega erfitt að velja allt það besta úr. Það var skrítið að hafa ekki Blake Lively á listanum þar sem hún hefur verið fastagestur þar hingað til en kjóllinn hennar þetta árið hitti einfaldlega ekki í mark. Þetta árið var mikið um bleikan og gulan sem og hvítan, sem kom skemmtilega á óvart. Það var mikil sumarstemmning hjá mörgum gestunum sem er ekkert nema jákvætt. Lily Collins bar af í þessum ljósbleika kjól með útvíðu pilsi. Hárið og förðunin var punkturinn yfir i-ið.Felicity Hoffman var algjör gyðja í þessum fallega samfesting. Sjaldan litið jafn vel út.Hin 12 ára Millie Bobby Brown á skilið sæti á þessum lista fyrir þennan flotta silfraða kjól. Hún klikkar ekki.Leikkonan Gina Rodriguez er í fyrsta sinn á þessum lista enda stórglæsileg í þessum hvíta perlukjól. Þvílíkt flott.Drew Barrymore í Monique Lhuillier á góða endurkomu í hóp þeirra best klæddu. Ómótstæðileg.Drottningin sjálf veldur engum vonbrigðum. Hún á þennan rauða dregil.Kerry Washington í þessum skemmtilega Dolce & Gabbana kjól. Skemmtilega öðruvísi við þetta tilefni og við fýlum það.Sienna Miller var sumarleg og sæt í þessum hvíta Michael Kors kjól. Perlu fylgihlutirnir gerði dressið enn betra. Golden Globes Mest lesið H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour Lék sér með UGG-skóna umdeildu Glamour Systraþema hjá Balmain Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Cover Girl kynnir karlkyns talsmann í fyrsta sinn Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour Þegar Rihanna stal senunni í risavöxnum gulum kjól Glamour Er ekki með stílista Glamour
Við stóðum vaktina í gærkvöldi yfir rauða dreglinum á Golden Globes. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta. Dregillinn í ár var óvenju flottur sem gerði það einstaklega erfitt að velja allt það besta úr. Það var skrítið að hafa ekki Blake Lively á listanum þar sem hún hefur verið fastagestur þar hingað til en kjóllinn hennar þetta árið hitti einfaldlega ekki í mark. Þetta árið var mikið um bleikan og gulan sem og hvítan, sem kom skemmtilega á óvart. Það var mikil sumarstemmning hjá mörgum gestunum sem er ekkert nema jákvætt. Lily Collins bar af í þessum ljósbleika kjól með útvíðu pilsi. Hárið og förðunin var punkturinn yfir i-ið.Felicity Hoffman var algjör gyðja í þessum fallega samfesting. Sjaldan litið jafn vel út.Hin 12 ára Millie Bobby Brown á skilið sæti á þessum lista fyrir þennan flotta silfraða kjól. Hún klikkar ekki.Leikkonan Gina Rodriguez er í fyrsta sinn á þessum lista enda stórglæsileg í þessum hvíta perlukjól. Þvílíkt flott.Drew Barrymore í Monique Lhuillier á góða endurkomu í hóp þeirra best klæddu. Ómótstæðileg.Drottningin sjálf veldur engum vonbrigðum. Hún á þennan rauða dregil.Kerry Washington í þessum skemmtilega Dolce & Gabbana kjól. Skemmtilega öðruvísi við þetta tilefni og við fýlum það.Sienna Miller var sumarleg og sæt í þessum hvíta Michael Kors kjól. Perlu fylgihlutirnir gerði dressið enn betra.
Golden Globes Mest lesið H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour Lék sér með UGG-skóna umdeildu Glamour Systraþema hjá Balmain Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Cover Girl kynnir karlkyns talsmann í fyrsta sinn Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour Þegar Rihanna stal senunni í risavöxnum gulum kjól Glamour Er ekki með stílista Glamour