Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 21:13 Píratar hvetja umboðsmann Alþingis til að kanna hvort fjármálaráðherra hafi brotið gegn siðareglum ráðherra. Vísir/Anton Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og meðferðar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á henni. „Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað. “ Píratar nefna einnig að þeim þyki hátterni fjármálaráðherra skipta máli og nefna að þeir telji ekki boðlegt að fjármálaráðherra sé ónákvæmur í svörum líkt og ráðherrann sagði sjálfur frá í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Telja þeir að fjármálaráðherrann hafi í raun sagt almenningi ósatt. Þingflokkurinn leggur fram kröfu þess efnis að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn kemst á laggirnar. Flokksmenn telja Bjarna þurfa að svara fyrir þessa ónákvæmni og hvetja umboðsmann Alþingis til að athuga hvort hann hafi brotið gegn grein 6. C) í siðareglum ráðherra. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:„Yfirlýsing frá þingflokki Pírata vegna meðhöndlunar fjármálaráðherra á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum.Þingflokkur Pírata fordæmir eindregið vinnubrögð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar við skil á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum, sem og skýringar hans á ástæðum þess að hún var ekki gerð opinber fyrr.Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað.Ofan á þetta bætist að ráðherra sagði almenningi ósatt um þetta mál, aðspurður í fréttum Ríkisútvarpsins. Fyrir liggur að skýrslunni var skilað til ráðuneytis hans þann 13. september síðastliðinn og var ráðherra sérstaka kynnt efni hennar þann 5. október, rúmri viku áður en þingi var slitið fyrir kosningar. Ráðherra getur vart borið fyrir sig minnisglöpum í þessu samhengi, þar sem hann svaraði sjálfur óundirbúinni fyrirspurn um málið á Alþingi þann 10. október. Þar fullyrti hann að umrædd skýrsla yrði birt á næstu dögum, vitandi vel að skýrslan væri tilbúin til birtingar. Þetta þýðir að ráðherra getur ekki hafa verið það óljóst, aðspurður af fréttastofu Rúv, hvort þingi hafi verið slitið eða ekki þegar skýrslan var tilbúin.Þingflokkur Pírata krefst þess að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn tekur formlega við, þannig að Bjarni Benediktsson svari fyrir vinnubrögð sín sem fjármálaráðherra. Það mundi veikja stöðu þingsins, sem fer með eftirlitshlutverk gagnvart ráðherra, að þurfa mögulega að yfirheyra nýjan forsætisráðherra vegna verka sem ekki lengur heyra undir hans lögformlegu ábyrgð.Að sama skapi hvetjum við umboðsmann Alþingis til að taka án tafar fyrir erindi Svandísar Svavarsdóttur vegna þessa máls, þar sem nær óumdeilanlegt virðist að fjármálaráðherra hafi brotið gegn grein 6.c) í siðareglum ráðherra með vinnubrögðum sínum, en þar segir: “Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.”Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna. Þá er það kallað lygi, þegar menn fara vísvitandi með rangt mál.Nú reynir á nýtt þing að sýna að tal okkar allra um ný vinnubrögð og ábyrgð í stjórnmálum sé ekki orðin tóm.“ Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og meðferðar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á henni. „Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað. “ Píratar nefna einnig að þeim þyki hátterni fjármálaráðherra skipta máli og nefna að þeir telji ekki boðlegt að fjármálaráðherra sé ónákvæmur í svörum líkt og ráðherrann sagði sjálfur frá í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Telja þeir að fjármálaráðherrann hafi í raun sagt almenningi ósatt. Þingflokkurinn leggur fram kröfu þess efnis að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn kemst á laggirnar. Flokksmenn telja Bjarna þurfa að svara fyrir þessa ónákvæmni og hvetja umboðsmann Alþingis til að athuga hvort hann hafi brotið gegn grein 6. C) í siðareglum ráðherra. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:„Yfirlýsing frá þingflokki Pírata vegna meðhöndlunar fjármálaráðherra á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum.Þingflokkur Pírata fordæmir eindregið vinnubrögð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar við skil á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum, sem og skýringar hans á ástæðum þess að hún var ekki gerð opinber fyrr.Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað.Ofan á þetta bætist að ráðherra sagði almenningi ósatt um þetta mál, aðspurður í fréttum Ríkisútvarpsins. Fyrir liggur að skýrslunni var skilað til ráðuneytis hans þann 13. september síðastliðinn og var ráðherra sérstaka kynnt efni hennar þann 5. október, rúmri viku áður en þingi var slitið fyrir kosningar. Ráðherra getur vart borið fyrir sig minnisglöpum í þessu samhengi, þar sem hann svaraði sjálfur óundirbúinni fyrirspurn um málið á Alþingi þann 10. október. Þar fullyrti hann að umrædd skýrsla yrði birt á næstu dögum, vitandi vel að skýrslan væri tilbúin til birtingar. Þetta þýðir að ráðherra getur ekki hafa verið það óljóst, aðspurður af fréttastofu Rúv, hvort þingi hafi verið slitið eða ekki þegar skýrslan var tilbúin.Þingflokkur Pírata krefst þess að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn tekur formlega við, þannig að Bjarni Benediktsson svari fyrir vinnubrögð sín sem fjármálaráðherra. Það mundi veikja stöðu þingsins, sem fer með eftirlitshlutverk gagnvart ráðherra, að þurfa mögulega að yfirheyra nýjan forsætisráðherra vegna verka sem ekki lengur heyra undir hans lögformlegu ábyrgð.Að sama skapi hvetjum við umboðsmann Alþingis til að taka án tafar fyrir erindi Svandísar Svavarsdóttur vegna þessa máls, þar sem nær óumdeilanlegt virðist að fjármálaráðherra hafi brotið gegn grein 6.c) í siðareglum ráðherra með vinnubrögðum sínum, en þar segir: “Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.”Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna. Þá er það kallað lygi, þegar menn fara vísvitandi með rangt mál.Nú reynir á nýtt þing að sýna að tal okkar allra um ný vinnubrögð og ábyrgð í stjórnmálum sé ekki orðin tóm.“
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira