Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Benedikt Bóas skrifar 20. desember 2016 06:30 Mjaldur í dýragarði. Merlin Entertainments á þrjá slíka en vilja koma þeim í náttúrulegra umhverfi. vísir/getty Fyrirtækið Merlin Entertainments undirbýr nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Fyrirtækið sendi Matvælastofnun (MAST) formlegt erindi í apríl síðastliðnum þar sem var óskað eftir því að fá að flytja hvalina til landsins. Teikningar fylgdu með umsókninni. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki talið líklegt að dýrin beri með sér sjúkdóma eða annað álíka en vegna vegalengdarinnar frá Sjanghæ til Íslands bað það fyrirtækið að skila inn áhættumati samkvæmt náttúruverndarlögum og lögum um innflutning dýra. Það mat er nú á lokastigi og er ætlun fyrirtækisins að fylgja málinu eftir strax eftir hátíðirnar. Merlin Entertainments er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins árið 2015 var um 300 milljónir dollara eða 34 milljarðar króna. Alls vinna 25 þúsund manns hjá Merlin. Samkvæmt heimasíðu Merlin hefur fyrirtækið keypt nokkra sædýragarða í Asíu en mjaldrarnir hafa verið þrír saman í nokkur ár að leika alls konar listir á sýningum. Samkvæmt erlendum fréttum hefur Merlin leitað um víða veröld eftir heppilegum heimkynnum en ekki fundið. Keiko kom til Vestmannaeyja árið 1998 en hann er frægasti háhyrningur allra tíma. Hann drapst við strendur Noregs árið 2003.vísir/gvaFyrirtækið var í samskiptum við rússnesk yfirvöld því hvalirnir eru sagðir hafa fæðst í rússneskri lögsögu. Yfirvöld í Kreml höfðu engan áhuga á samstarfi og því er Ísland næst á dagskrá. Hér sé þekking og kunnátta eftir að hafa tekið við Keikó á sínum tíma. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Fyrirtækið hefur unnið náið með WDC-dýraverndarsamtökunum og í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér segir meðal annars að teymi dýralækna og sjávarlíffræðinga frá Merlin og WDC ásamt sjálfstæðum sérfræðingum um hvali og höfrunga hafi undanfarna mánuði reynt að finna heppileg heimkynni. Þar segir einnig að gríðarleg vinna hafi verið unnin því takmarkið sé að koma hvölunum í manngerðar kvíar úti í náttúrunni. Þar sé ætlunin að mjaldrarnir syndi til dauðadags án þess að þurfa að sýna alls kyns kúnstir fyrir mannfólkið. Hvalirnir verða einnig metnir af sjálfstæðum sérfræðingum um hvort sé hægt að sleppa þeim alfarið. Ef það er möguleiki mun fyrirtækið gera áætlun sem verður síðan framfylgt. Ekki tókst að ná í Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fyrirtækið Merlin Entertainments undirbýr nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Fyrirtækið sendi Matvælastofnun (MAST) formlegt erindi í apríl síðastliðnum þar sem var óskað eftir því að fá að flytja hvalina til landsins. Teikningar fylgdu með umsókninni. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki talið líklegt að dýrin beri með sér sjúkdóma eða annað álíka en vegna vegalengdarinnar frá Sjanghæ til Íslands bað það fyrirtækið að skila inn áhættumati samkvæmt náttúruverndarlögum og lögum um innflutning dýra. Það mat er nú á lokastigi og er ætlun fyrirtækisins að fylgja málinu eftir strax eftir hátíðirnar. Merlin Entertainments er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins árið 2015 var um 300 milljónir dollara eða 34 milljarðar króna. Alls vinna 25 þúsund manns hjá Merlin. Samkvæmt heimasíðu Merlin hefur fyrirtækið keypt nokkra sædýragarða í Asíu en mjaldrarnir hafa verið þrír saman í nokkur ár að leika alls konar listir á sýningum. Samkvæmt erlendum fréttum hefur Merlin leitað um víða veröld eftir heppilegum heimkynnum en ekki fundið. Keiko kom til Vestmannaeyja árið 1998 en hann er frægasti háhyrningur allra tíma. Hann drapst við strendur Noregs árið 2003.vísir/gvaFyrirtækið var í samskiptum við rússnesk yfirvöld því hvalirnir eru sagðir hafa fæðst í rússneskri lögsögu. Yfirvöld í Kreml höfðu engan áhuga á samstarfi og því er Ísland næst á dagskrá. Hér sé þekking og kunnátta eftir að hafa tekið við Keikó á sínum tíma. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Fyrirtækið hefur unnið náið með WDC-dýraverndarsamtökunum og í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér segir meðal annars að teymi dýralækna og sjávarlíffræðinga frá Merlin og WDC ásamt sjálfstæðum sérfræðingum um hvali og höfrunga hafi undanfarna mánuði reynt að finna heppileg heimkynni. Þar segir einnig að gríðarleg vinna hafi verið unnin því takmarkið sé að koma hvölunum í manngerðar kvíar úti í náttúrunni. Þar sé ætlunin að mjaldrarnir syndi til dauðadags án þess að þurfa að sýna alls kyns kúnstir fyrir mannfólkið. Hvalirnir verða einnig metnir af sjálfstæðum sérfræðingum um hvort sé hægt að sleppa þeim alfarið. Ef það er möguleiki mun fyrirtækið gera áætlun sem verður síðan framfylgt. Ekki tókst að ná í Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira