Íslendingar eiga þrjú af flottustu mörkum ársins 2016 í Meistaradeild Evrópu í handbolta.
Mörk landsliðsmannanna Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arons Pálmarssonar og Ólafs Guðmundssonar komust á lista yfir 30 flottustu mörk ársins í Meistaradeildinni.
Mörk þeirra má sjá í myndbandinu hér að ofan.
Guðjóns Valur skoraði fyrir Barcelona gegn Kiel, Aron fyrir Veszprém gegn Vardar Skopje og Ólafur fyrir Kristianstad gegn Pick Szeged.
