Í leit að sögunni Magnús Guðmundsson skrifar 10. desember 2016 10:00 Ég er farinn að segja að ég sé orðinn færeyskur í anda þar sem ég er eiginlega búinn að vera jafn lengi hér í Noregi og á Íslandi,“ segir Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og doktor í norrænum fræðum, en hann er búsettur í Björgvin í Noregi. „En ég kem alltaf til Íslands og les íslenskar bókmenntir og hitti fólk, er þarna einkum á sumrin og hef haldið tryggð við landið. En það sem togaði mig hingað til Noregs upprunalega var að ég ætlaði að lesa trúarbragðasögu, einkanlega þá tengda norrænni goðafræði, ég er því miður ekki byrjaður á því enn þá. Svona eru örlögin. Við ráðum þessu ekki, alveg sama hvað við tölum mikið um frelsi, hagsýni og rökvísi þá ráðum við engu.“Heimavinnan fyrst Nýverið kom út bókin Leitin að svarta víkingnum en á síðasta ári kom út Geirmundar saga heljarskinns og má segja að báðar bækurnar séu hluti af einu og sama verki Bergsveins. Sú fyrrnefnda greinir einkum frá þeim rannsóknum, fræðum og sögu þess sem liggur að baki Geirmundar sögu, sem er hins vegar rituð í anda Íslendingasagna. Aðspurður hvernig standi á því að hér hafi bækurnar komið út í öfugri röð sé tekið mið af norsku útgáfunni þá segir Bergsveinn að sagan hafi verið upprunalega hugsunin. „Mig langaði til þess að reyna að búa til Íslendingasögu um þennan mann sem ég var farinn að rannsaka en svo kom það á daginn þegar ég ætlaði að byrja að ég vissi ekki um hvað ég ætti að skrifa. Þannig að ég skildi að ég yrði að rannsaka þetta fyrst og það allrækilega. Þessi bók, Leitin að svarta víkingnum, er þannig grundvallarritið fyrir söguna sem kom svo í öfugri röð á Íslandi. En söguna gat ég ekki gert án þess vinna heimavinnuna fyrst.“Seinvaxin planta Hversu langan tíma tók að smíða þennan grunn – vinna þessa rannsóknarvinnu? „Það er dálítið erfitt að svara þeirri spurningu því hér er tíminn dálítið afstæður. Það sem ég get sagt er að ég hef unnið þetta allt öðruvísi en maður mundi gera með akademíska rannsókn. Þá fær maður úthlutuð þrjú, fjögur ár til að skila ritgerð og komast að sinni niðurstöðu. Þannig að hér hef ég haft þetta verkefni sem eins konar ástríðu og tómstundagaman. Ég man að 1992 var ég farinn að ganga heiðar og skoða þetta. Þannig að þú sérð að þar er kominn nokkuð langur tími en maður er ekki beinlínis alltaf að. Maður rekst á eitthvað og það bætist við myndina, en síðan mætir maður hindrun sem stoppar allt en skyndilega losnar svo um. Þannig að maður hugsar að kannski geti maður haldið áfram aðeins lengur. Svona hefur þetta þróast og vaxið eins og einhvers konar seinvaxin planta í á annan áratug. Það er ákveðinn lúxus að fá tímann til að vinna að þessu í friði.“ Í upphafi Leitarinnar að svarta víkingnum greinir Bergsveinn frá gömlum manni, Snorra Jónssyni, sem hafði verið tíður gestur í foreldrahúsum hans í æsku. Snorri hafði alist upp á Hornströndum og honum fylgdu sögur af Geirmundi heljarskinni sem Bergsveinn heillaðist af ungur að aldri. En skyldi Snorri þessi Jónsson hafi verið hin raunverulega kveikja að verkinu? „Kannski er hann á einhvern hátt kveikjan sem verður til að það kviknar aftur í mér. Hann sáir kannski fræinu eins og eitt og annað sem maður heyrði. En svo vill þannig til að ég er kominn í það að stúdera norræn fræði og þá fer þetta að leita á mann aftur, fræið fer að spíra.“Valdi almenna lesandann Til þess að skrifa Leitina að svarta víkingnum þurfti Bergsveinn að nálgast verkefnið á frjálslegri máta en alla jafna tíðkast í hinum akademíska heimi. En skyldi það hafa leitt til togstreitu og gagnrýni frá kollegum í háskólasamfélaginu? „Það er þannig að ég stóð frammi fyrir vali með þetta efni, því ég hef skrifað doktorsritgerð og margar greinar og er svo sem tuktaður í akademísku handverki. En ég stóð frammi fyrir því vali að skrifa fyrir aðra fræðimenn nokkrar stakar greinar, vægt samhangandi, eða hins vegar að reyna að ná út til hins almenna lesanda. Þetta val gerir það að verkum að maður þarf á sinn hátt að aflæra sig. Maður þarf að láta þessa akademísku orðræðuhefð og hlutlægu rödd veðrast af sér og ég valdi það til að vera ærlegur gagnvart lesandanum, ég væri eins konar andi eða súbjekt í leit að merkingu og ætti í mesta basli með að fá hluti til að hanga saman, því þannig var það. Á þennan hátt skildi ég að ég gæti dregið með mér lesandann. Hann gæti fengið að undrast með mér. Hann gæti fengið að sjá gáturnar og hindranirnar og allar stóru spurningarnar sem urðu á vegi mínum. Því þannig kemur landnám Íslands fyrir sjónir, ef við lítum fram hjá þeirri upphafsmýtu sem var búin til á miðöldum, að mörgu leyti óskrifað blað eða ósamhangandi brot.“Ástríðan hættuleg Þannig að í raun velur þú að draga fram skáldið á kostnað fræðimannsins? „Já, það er náttúrulega skáldið sem er fært um að undrast. Það er skáldið sem getur lyft sér upp og séð aðeins víðara yfir sviðið. Það gefur mér frelsi og það gerir það að verkum að ég get farið að skrifa um það hvernig er að vera manneskja á þessum tímum, og reynt að skilja hvað vakir fyrir mönnum. Að reyna að nálgast aðra manneskju, landnámsmanninn, var eina leiðin til að halda lesanda við efnið að mér fannst. Að hafa þetta breiða sjónarhorn er stöðugt erfiðara í akademíunni, þar ertu nauðbeygður til þess að vera í einhverjum míkróískum vandamálum. Til dæmis getur þú skrifað doktorsritgerð um formin á sverðum á árunum 790 til 850 í Vestur-Noregi. En það sem vantar helst eru tengingarnar á milli slíkra grunnrannsókna svo einhver heildartilgáta megi fæðast. Ég nýti til dæmis niðurstöður margra fræðigreina sem ég er alls ekki skólaður í. Þannig stillir maður sig laglega af til höggs, en maður þarf að brjóta af sér þessa hlekki og þora. Hugsun mín var sú að hið fræðilega inntak átti ekki að bíða hnekki af þessari aðferð og þar komum við að móttökum annarra fræðimanna. Þar hef ég bæði mætt gagnrýni meðan aðrir hafa þakkað mér. Sumir virðast ganga út frá því að ef maður skrifar af ástríðu eða miklum áhuga, hljóti maður að vera að ljúga. Hið undarlega er að þeir sem hafa verið verstir eru hvorki norrænufræðingar eða miðaldafræðingar, heldur þeir sem ekki þekkja efnið. Ágætt dæmi er fyrsti dómurinn sem birtist í Bergens Tidende. Niðurstaðan af honum var að ég hefði skáldað allt saman upp frá rótum, það var ekkert rúm fyrir argumentum, þetta með að skálda í eyður, þó svo maður upplýsti lesandann um það. Ef ég „skáldaði“ siglingu til Bjarmalands, hlaut ég að hafa skáldað allt annað, jafnvel heimildirnar. Þetta var bókmenntafræðingur, sérfræðingur í nítjándu aldar kveðskap. Ég hef fengið betri viðbrögð frá þeim sem þekkja fræðin og vandamálin sem um ræðir. Hinir ótrúlegustu menn þökkuðu mér fyrir að þora að sýna huglægni, því margir hafa skilið að vissulega er hægt að dulbúa huglægni í hlutlæga orðræðu. “Fræðin fjarlægjast Öll þessi aðferðafræði og nálgun – fjarlægir þetta sig of mikið frá almenningi? Er erfitt að vera áhugamaður? „Já, það er einmitt það sem hefur gerst. Einar Ólafur Sveinsson fór að Hlíðarenda og ræddi við bóndann þar. Í dag er bóndinn ekki með, hinum almenna leikmanni er haldið frá umræðunni. Vandamálin eru orðin svo sérstæð og krefjast svo mikillar þekkingar á rannsóknarsögu að þetta getur hinn venjulegi maður ekki sett sig inn í. Það er engin kvöð á akademíkernum að ráða bót á þessu. Samt sem áður, hvort sem er í háskólum í Björgvin, Ósló eða á Íslandi, er talað um mikilvægi þess að miðla fræðum til almennings. En þegar allt kemur til alls þá fær akademíkerinn ekki eina einustu krónu fyrir að miðla til hins almenna lesanda, það þarf hann að gera af eigin hugsjón og á eigin kostnað. Hann fær bara stig og aukalaun fyrir fræðigreinar í vísindaleg og ritskoðuð tímarit. Um leið sjáum við að áhuginn er til staðar. Það er bullandi áhugi á sögu, áhuginn á víkingaöld núna er gott dæmi. En því miður eru það kannski meira popúlískir miðlar sem sjá um að metta þessa þörf með misjöfnum árangri. Það eru þá fantasíubækur, sjónvarpsseríur og annað slíkt, sem aftur gerir fræðimenn pirraða. Mín tilraun var að reyna að fá þessa enda til þess að mætast. Kannski er það ekki hægt þegar öllu er á botninn hvolft, það er engu að síður göfugt takmark.“Á milli línanna Geirmundur hentar og heillar þá vegna þess að hann er jaðarsettur af sögunni? „Já, hann er jaðarmenni í sögunni og það er það sem gerði það að verkum að ég fór að grafa eftir honum. Það er út af þessum undarlegu umsögnum um hann í elstu heimildum eins og Landnámabók sem maður skilur að einhver gömul hefð hlýtur að búa að baki. Þeir tæpa á þessari hefð en vilja ekki fara nánar út í það, þetta að hann var göfgastur landnámsmanna og reið um með áttatíu menn og slíkt. Þannig að maður fer að eygja einhverja sögu á bak við hina „opinberu sögu“, og það er sú saga sem mér finnst vera verðugt verkefni fræðanna. Að endurmeta söguna stöðugt. Það sem ég sagði hér í upphafi má endurtaka, menn hafa á margan hátt gleypt hráa þá upphafssögu sem var búin til á hámiðöldum og ekki viljað kraka neitt í hana. Samtímis hafa menn talað fyrir strangri heimildarýni, jafnvel svo að menn eigi að kasta öllum miðaldaheimildum fyrir borð sem marklausum þjóðsögum. Þrátt fyrir þetta hefur það ekki komið nógu vel fram hvaða önnur saga geti þá verið þarna ef þessi upphafsmýta hámiðalda er marklaus, þ.e. norskir bændur á flótta undan Haraldi hárfagra. Tilraunin mín í stuttu máli er að reyna að lesa á milli línanna einhverja aðra sögu og stóla ekki á miðaldamennina blint en ekki heldur kasta öllu þeirra efni fyrir róða. Það er sú heimildarýniaðferð sem ég reyni að þróa og kalla raunrýni. Að reyna að lesa á milli línanna og tengja þetta við aðeins breiðara svið og fleiri sjónarhorn, og reyna þannig að dæma um hvað geti verið áreiðanlegt og hvað ekki.Sagnfræði og bókmenntir En í Svarta víkingnum setur þú þig í spor miðaldaskrifara að vissu leyti. „Að vissu leyti geri ég það og það er áhugavert að sjá hvernig maðurinn er stöðugt að finna upp hjólið upp á nýtt. Hér í Noregi t.d. hefur það verið í umræðu í tíu, fimmtán ár hvernig hægt sé að koma góðum fræðibókum út til almennings. Lausnin sem menn hafa komist niður á er að reyna að beita einhverjum bókmenntalegum brögðum til þess að halda lesandanum við, sviðsetningum. Þarna erum við allt í einu komin niður á það sem menn á miðöldum gerðu óhikað. „The narrative turn“ kalla menn það innan hugvísinda, að reyna að lifa sig inn í söguna, skrifa söguna eins og þeir halda að hún hafi gerst og af vissri hluttekningu. Þú sérð ekki hluttekningu sagnaritara vegna þess að þeir fela sjálfan sig svo vel í textanum en við nánari athugun sér maður að sögutexti er líka huglægur texti. Munurinn á mér og sagnaritara er sá að mín huglægni og mitt val, þ.e. rökin fyrir mínum tilgátum, er sýnilegt. Segja má að sagnaritari hafi alltaf skrifað Svartan víking á undan. Það verk er bara týnt og horfið og við aðeins með endanlegu afurðina. Sagnaritarar segja bara: Svona var þetta. Síðan er það eilíft þrætuepli fræðimanna hvað í þeirra texta var sagnfræði og hvað bókmenntir, veruleiki eða skáldskapur, meðan þetta var ekki vandamál hjá þeim.“ En hvað með bókmenntirnar – er kannski von á nýrri skáldsögu á borð við Svar við bréfi Helgu eða eitthvað sambærilegt? „Já, það er nú alltaf eitthvað í gerjun. Það eru mörg járn í eldinum og svo hamrar maður kannski eitt þeirra. Ég er með tvær skáldsögur í vinnslu og reikna með að önnur þeirra sé nú að komast á sæmilegt form. En ég er engin kýr. Ég framleiði seint og það væri löngu búið að slátra mér ef ætti að meta mig eftir slíkum viðmiðum.“ Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég er farinn að segja að ég sé orðinn færeyskur í anda þar sem ég er eiginlega búinn að vera jafn lengi hér í Noregi og á Íslandi,“ segir Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og doktor í norrænum fræðum, en hann er búsettur í Björgvin í Noregi. „En ég kem alltaf til Íslands og les íslenskar bókmenntir og hitti fólk, er þarna einkum á sumrin og hef haldið tryggð við landið. En það sem togaði mig hingað til Noregs upprunalega var að ég ætlaði að lesa trúarbragðasögu, einkanlega þá tengda norrænni goðafræði, ég er því miður ekki byrjaður á því enn þá. Svona eru örlögin. Við ráðum þessu ekki, alveg sama hvað við tölum mikið um frelsi, hagsýni og rökvísi þá ráðum við engu.“Heimavinnan fyrst Nýverið kom út bókin Leitin að svarta víkingnum en á síðasta ári kom út Geirmundar saga heljarskinns og má segja að báðar bækurnar séu hluti af einu og sama verki Bergsveins. Sú fyrrnefnda greinir einkum frá þeim rannsóknum, fræðum og sögu þess sem liggur að baki Geirmundar sögu, sem er hins vegar rituð í anda Íslendingasagna. Aðspurður hvernig standi á því að hér hafi bækurnar komið út í öfugri röð sé tekið mið af norsku útgáfunni þá segir Bergsveinn að sagan hafi verið upprunalega hugsunin. „Mig langaði til þess að reyna að búa til Íslendingasögu um þennan mann sem ég var farinn að rannsaka en svo kom það á daginn þegar ég ætlaði að byrja að ég vissi ekki um hvað ég ætti að skrifa. Þannig að ég skildi að ég yrði að rannsaka þetta fyrst og það allrækilega. Þessi bók, Leitin að svarta víkingnum, er þannig grundvallarritið fyrir söguna sem kom svo í öfugri röð á Íslandi. En söguna gat ég ekki gert án þess vinna heimavinnuna fyrst.“Seinvaxin planta Hversu langan tíma tók að smíða þennan grunn – vinna þessa rannsóknarvinnu? „Það er dálítið erfitt að svara þeirri spurningu því hér er tíminn dálítið afstæður. Það sem ég get sagt er að ég hef unnið þetta allt öðruvísi en maður mundi gera með akademíska rannsókn. Þá fær maður úthlutuð þrjú, fjögur ár til að skila ritgerð og komast að sinni niðurstöðu. Þannig að hér hef ég haft þetta verkefni sem eins konar ástríðu og tómstundagaman. Ég man að 1992 var ég farinn að ganga heiðar og skoða þetta. Þannig að þú sérð að þar er kominn nokkuð langur tími en maður er ekki beinlínis alltaf að. Maður rekst á eitthvað og það bætist við myndina, en síðan mætir maður hindrun sem stoppar allt en skyndilega losnar svo um. Þannig að maður hugsar að kannski geti maður haldið áfram aðeins lengur. Svona hefur þetta þróast og vaxið eins og einhvers konar seinvaxin planta í á annan áratug. Það er ákveðinn lúxus að fá tímann til að vinna að þessu í friði.“ Í upphafi Leitarinnar að svarta víkingnum greinir Bergsveinn frá gömlum manni, Snorra Jónssyni, sem hafði verið tíður gestur í foreldrahúsum hans í æsku. Snorri hafði alist upp á Hornströndum og honum fylgdu sögur af Geirmundi heljarskinni sem Bergsveinn heillaðist af ungur að aldri. En skyldi Snorri þessi Jónsson hafi verið hin raunverulega kveikja að verkinu? „Kannski er hann á einhvern hátt kveikjan sem verður til að það kviknar aftur í mér. Hann sáir kannski fræinu eins og eitt og annað sem maður heyrði. En svo vill þannig til að ég er kominn í það að stúdera norræn fræði og þá fer þetta að leita á mann aftur, fræið fer að spíra.“Valdi almenna lesandann Til þess að skrifa Leitina að svarta víkingnum þurfti Bergsveinn að nálgast verkefnið á frjálslegri máta en alla jafna tíðkast í hinum akademíska heimi. En skyldi það hafa leitt til togstreitu og gagnrýni frá kollegum í háskólasamfélaginu? „Það er þannig að ég stóð frammi fyrir vali með þetta efni, því ég hef skrifað doktorsritgerð og margar greinar og er svo sem tuktaður í akademísku handverki. En ég stóð frammi fyrir því vali að skrifa fyrir aðra fræðimenn nokkrar stakar greinar, vægt samhangandi, eða hins vegar að reyna að ná út til hins almenna lesanda. Þetta val gerir það að verkum að maður þarf á sinn hátt að aflæra sig. Maður þarf að láta þessa akademísku orðræðuhefð og hlutlægu rödd veðrast af sér og ég valdi það til að vera ærlegur gagnvart lesandanum, ég væri eins konar andi eða súbjekt í leit að merkingu og ætti í mesta basli með að fá hluti til að hanga saman, því þannig var það. Á þennan hátt skildi ég að ég gæti dregið með mér lesandann. Hann gæti fengið að undrast með mér. Hann gæti fengið að sjá gáturnar og hindranirnar og allar stóru spurningarnar sem urðu á vegi mínum. Því þannig kemur landnám Íslands fyrir sjónir, ef við lítum fram hjá þeirri upphafsmýtu sem var búin til á miðöldum, að mörgu leyti óskrifað blað eða ósamhangandi brot.“Ástríðan hættuleg Þannig að í raun velur þú að draga fram skáldið á kostnað fræðimannsins? „Já, það er náttúrulega skáldið sem er fært um að undrast. Það er skáldið sem getur lyft sér upp og séð aðeins víðara yfir sviðið. Það gefur mér frelsi og það gerir það að verkum að ég get farið að skrifa um það hvernig er að vera manneskja á þessum tímum, og reynt að skilja hvað vakir fyrir mönnum. Að reyna að nálgast aðra manneskju, landnámsmanninn, var eina leiðin til að halda lesanda við efnið að mér fannst. Að hafa þetta breiða sjónarhorn er stöðugt erfiðara í akademíunni, þar ertu nauðbeygður til þess að vera í einhverjum míkróískum vandamálum. Til dæmis getur þú skrifað doktorsritgerð um formin á sverðum á árunum 790 til 850 í Vestur-Noregi. En það sem vantar helst eru tengingarnar á milli slíkra grunnrannsókna svo einhver heildartilgáta megi fæðast. Ég nýti til dæmis niðurstöður margra fræðigreina sem ég er alls ekki skólaður í. Þannig stillir maður sig laglega af til höggs, en maður þarf að brjóta af sér þessa hlekki og þora. Hugsun mín var sú að hið fræðilega inntak átti ekki að bíða hnekki af þessari aðferð og þar komum við að móttökum annarra fræðimanna. Þar hef ég bæði mætt gagnrýni meðan aðrir hafa þakkað mér. Sumir virðast ganga út frá því að ef maður skrifar af ástríðu eða miklum áhuga, hljóti maður að vera að ljúga. Hið undarlega er að þeir sem hafa verið verstir eru hvorki norrænufræðingar eða miðaldafræðingar, heldur þeir sem ekki þekkja efnið. Ágætt dæmi er fyrsti dómurinn sem birtist í Bergens Tidende. Niðurstaðan af honum var að ég hefði skáldað allt saman upp frá rótum, það var ekkert rúm fyrir argumentum, þetta með að skálda í eyður, þó svo maður upplýsti lesandann um það. Ef ég „skáldaði“ siglingu til Bjarmalands, hlaut ég að hafa skáldað allt annað, jafnvel heimildirnar. Þetta var bókmenntafræðingur, sérfræðingur í nítjándu aldar kveðskap. Ég hef fengið betri viðbrögð frá þeim sem þekkja fræðin og vandamálin sem um ræðir. Hinir ótrúlegustu menn þökkuðu mér fyrir að þora að sýna huglægni, því margir hafa skilið að vissulega er hægt að dulbúa huglægni í hlutlæga orðræðu. “Fræðin fjarlægjast Öll þessi aðferðafræði og nálgun – fjarlægir þetta sig of mikið frá almenningi? Er erfitt að vera áhugamaður? „Já, það er einmitt það sem hefur gerst. Einar Ólafur Sveinsson fór að Hlíðarenda og ræddi við bóndann þar. Í dag er bóndinn ekki með, hinum almenna leikmanni er haldið frá umræðunni. Vandamálin eru orðin svo sérstæð og krefjast svo mikillar þekkingar á rannsóknarsögu að þetta getur hinn venjulegi maður ekki sett sig inn í. Það er engin kvöð á akademíkernum að ráða bót á þessu. Samt sem áður, hvort sem er í háskólum í Björgvin, Ósló eða á Íslandi, er talað um mikilvægi þess að miðla fræðum til almennings. En þegar allt kemur til alls þá fær akademíkerinn ekki eina einustu krónu fyrir að miðla til hins almenna lesanda, það þarf hann að gera af eigin hugsjón og á eigin kostnað. Hann fær bara stig og aukalaun fyrir fræðigreinar í vísindaleg og ritskoðuð tímarit. Um leið sjáum við að áhuginn er til staðar. Það er bullandi áhugi á sögu, áhuginn á víkingaöld núna er gott dæmi. En því miður eru það kannski meira popúlískir miðlar sem sjá um að metta þessa þörf með misjöfnum árangri. Það eru þá fantasíubækur, sjónvarpsseríur og annað slíkt, sem aftur gerir fræðimenn pirraða. Mín tilraun var að reyna að fá þessa enda til þess að mætast. Kannski er það ekki hægt þegar öllu er á botninn hvolft, það er engu að síður göfugt takmark.“Á milli línanna Geirmundur hentar og heillar þá vegna þess að hann er jaðarsettur af sögunni? „Já, hann er jaðarmenni í sögunni og það er það sem gerði það að verkum að ég fór að grafa eftir honum. Það er út af þessum undarlegu umsögnum um hann í elstu heimildum eins og Landnámabók sem maður skilur að einhver gömul hefð hlýtur að búa að baki. Þeir tæpa á þessari hefð en vilja ekki fara nánar út í það, þetta að hann var göfgastur landnámsmanna og reið um með áttatíu menn og slíkt. Þannig að maður fer að eygja einhverja sögu á bak við hina „opinberu sögu“, og það er sú saga sem mér finnst vera verðugt verkefni fræðanna. Að endurmeta söguna stöðugt. Það sem ég sagði hér í upphafi má endurtaka, menn hafa á margan hátt gleypt hráa þá upphafssögu sem var búin til á hámiðöldum og ekki viljað kraka neitt í hana. Samtímis hafa menn talað fyrir strangri heimildarýni, jafnvel svo að menn eigi að kasta öllum miðaldaheimildum fyrir borð sem marklausum þjóðsögum. Þrátt fyrir þetta hefur það ekki komið nógu vel fram hvaða önnur saga geti þá verið þarna ef þessi upphafsmýta hámiðalda er marklaus, þ.e. norskir bændur á flótta undan Haraldi hárfagra. Tilraunin mín í stuttu máli er að reyna að lesa á milli línanna einhverja aðra sögu og stóla ekki á miðaldamennina blint en ekki heldur kasta öllu þeirra efni fyrir róða. Það er sú heimildarýniaðferð sem ég reyni að þróa og kalla raunrýni. Að reyna að lesa á milli línanna og tengja þetta við aðeins breiðara svið og fleiri sjónarhorn, og reyna þannig að dæma um hvað geti verið áreiðanlegt og hvað ekki.Sagnfræði og bókmenntir En í Svarta víkingnum setur þú þig í spor miðaldaskrifara að vissu leyti. „Að vissu leyti geri ég það og það er áhugavert að sjá hvernig maðurinn er stöðugt að finna upp hjólið upp á nýtt. Hér í Noregi t.d. hefur það verið í umræðu í tíu, fimmtán ár hvernig hægt sé að koma góðum fræðibókum út til almennings. Lausnin sem menn hafa komist niður á er að reyna að beita einhverjum bókmenntalegum brögðum til þess að halda lesandanum við, sviðsetningum. Þarna erum við allt í einu komin niður á það sem menn á miðöldum gerðu óhikað. „The narrative turn“ kalla menn það innan hugvísinda, að reyna að lifa sig inn í söguna, skrifa söguna eins og þeir halda að hún hafi gerst og af vissri hluttekningu. Þú sérð ekki hluttekningu sagnaritara vegna þess að þeir fela sjálfan sig svo vel í textanum en við nánari athugun sér maður að sögutexti er líka huglægur texti. Munurinn á mér og sagnaritara er sá að mín huglægni og mitt val, þ.e. rökin fyrir mínum tilgátum, er sýnilegt. Segja má að sagnaritari hafi alltaf skrifað Svartan víking á undan. Það verk er bara týnt og horfið og við aðeins með endanlegu afurðina. Sagnaritarar segja bara: Svona var þetta. Síðan er það eilíft þrætuepli fræðimanna hvað í þeirra texta var sagnfræði og hvað bókmenntir, veruleiki eða skáldskapur, meðan þetta var ekki vandamál hjá þeim.“ En hvað með bókmenntirnar – er kannski von á nýrri skáldsögu á borð við Svar við bréfi Helgu eða eitthvað sambærilegt? „Já, það er nú alltaf eitthvað í gerjun. Það eru mörg járn í eldinum og svo hamrar maður kannski eitt þeirra. Ég er með tvær skáldsögur í vinnslu og reikna með að önnur þeirra sé nú að komast á sæmilegt form. En ég er engin kýr. Ég framleiði seint og það væri löngu búið að slátra mér ef ætti að meta mig eftir slíkum viðmiðum.“
Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira