Kim dansar undir norðurljósunum í jóladagatalinu.Mynd/Skjáskot
Það er lítið búið að fara fyrir Kim Kardashian West á internetinu seinustu mánuði enda margt sem búið er að gerast. Í dag birtist hún þó skyndilega í nýju myndbandi sem er partur af jóladagatali Love Magazine.
Í myndbandinu má sjá Kim spóka sig á nærfötunum undir norðurljósunum. Eitthvað sem að allir Íslendingar ættu að kannast við.