Ofurfyrirsætan Kendall Jenner er nýtt andlit vetrarherferðar La Perla. Undirfatamerkið þykir eitt það fínasta í heiminum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Kendall situr fyrir hjá La Perla hún tók þátt í feminískri herferð á vegum fyrirtækisins ásamt fleiri fyrirsætum í haust.
Kendall er búin að eiga ótrúlegt ár í tískuheiminum þar sem hún hefur setið fyrir á forsíðu fjölda Vogue tímarita og verið andlit fatahönnuða og snyrtivörufyrirtækja.
Kendall Jenner er nýtt andlit La Perla
