Ísland á fimm af hundrað bestu golfvöllum Norðurlanda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2016 17:45 Bigir Leifur Hafþórsson að spila Hvaleyrarvöllinn. Vísir/Daníel Íslendingar geta verið stoltir af sínum golfvöllum en Golfsambandið vekur athygli á athyglisverði grein um bestu golfvelli Norðurlanda. Hvaleyrarvöllur hjá Golfklúbbnum Keili fær þannig frábæra dóma í sænsku útgáfunni af bandaríska golftímaritinu Golf Digest. Blaðið birti í nóvember listi yfir 100 bestu golfvellina á Norðurlöndunum. Alls eru fimm íslenskir golfvellir á þessum lista. Nokkrir íslenskir golfsérfræðingar tóku þátt í að búa til listann. Blaðamaður og ljósmyndari frá Golf Digest í Svíþjóð komu hingað til Íslands til að taka út vellina. „Ég var orðlaus þegar ég leit yfir völlinn á fyrsta teig – ég var samt efins um að þetta væri raunveruleikinn. Ég beið eftir grínholunni en hún kom bara aldrei – þetta er toppvöllur,“ segir í umsögn Golf Digest um Hvaleyrarvöllinn. Þeir sem komu að því að setja saman listann eru golfvallahönnuðir, PGA kylfingar, PGA kennarar, blaðamenn, fagfólk úr golfiðnaðinum og einstaklingar með mikla þekkingu á golfíþróttinni á Norðurlöndunum. Hvaleyrarvöllur er í 15. sæti yfir bestu golfvellina á Norðurlöndunum samkvæmt þessari úttekt og tveir íslenskir vellir eru á topp 40 listanum. Aðrir íslenskir vellir sem komast á listann eru Vestmannaeyjavöllur (34.), Brautarholtsvöllur (40.), Korpan (60.) og Grafarholtsvöllur (93.) „Það er frábært að fá svona umsögn og styrkir okkur í því að gera enn betur í framtíðinni. Á næstu árum verða gerðar umtalsverðar breytingar á Hvaleyrarvelli og við eigum því enn mikið inni. Svona umsögn er hvetjandi fyrir okkur í Keili og ekki síst Hafnarfjarðarbæ að eiga golfvöll sem vekur athygli hjá erlendum kylfingum,“ segir Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis við Golf á Íslandi. Það er hægt að lesa alla fréttina á golf.is með því að smella hér. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslendingar geta verið stoltir af sínum golfvöllum en Golfsambandið vekur athygli á athyglisverði grein um bestu golfvelli Norðurlanda. Hvaleyrarvöllur hjá Golfklúbbnum Keili fær þannig frábæra dóma í sænsku útgáfunni af bandaríska golftímaritinu Golf Digest. Blaðið birti í nóvember listi yfir 100 bestu golfvellina á Norðurlöndunum. Alls eru fimm íslenskir golfvellir á þessum lista. Nokkrir íslenskir golfsérfræðingar tóku þátt í að búa til listann. Blaðamaður og ljósmyndari frá Golf Digest í Svíþjóð komu hingað til Íslands til að taka út vellina. „Ég var orðlaus þegar ég leit yfir völlinn á fyrsta teig – ég var samt efins um að þetta væri raunveruleikinn. Ég beið eftir grínholunni en hún kom bara aldrei – þetta er toppvöllur,“ segir í umsögn Golf Digest um Hvaleyrarvöllinn. Þeir sem komu að því að setja saman listann eru golfvallahönnuðir, PGA kylfingar, PGA kennarar, blaðamenn, fagfólk úr golfiðnaðinum og einstaklingar með mikla þekkingu á golfíþróttinni á Norðurlöndunum. Hvaleyrarvöllur er í 15. sæti yfir bestu golfvellina á Norðurlöndunum samkvæmt þessari úttekt og tveir íslenskir vellir eru á topp 40 listanum. Aðrir íslenskir vellir sem komast á listann eru Vestmannaeyjavöllur (34.), Brautarholtsvöllur (40.), Korpan (60.) og Grafarholtsvöllur (93.) „Það er frábært að fá svona umsögn og styrkir okkur í því að gera enn betur í framtíðinni. Á næstu árum verða gerðar umtalsverðar breytingar á Hvaleyrarvelli og við eigum því enn mikið inni. Svona umsögn er hvetjandi fyrir okkur í Keili og ekki síst Hafnarfjarðarbæ að eiga golfvöll sem vekur athygli hjá erlendum kylfingum,“ segir Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis við Golf á Íslandi. Það er hægt að lesa alla fréttina á golf.is með því að smella hér.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira