Hörundsár Trump í hár við Vanity Fair vegna umsagnar um veitingastað Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2016 16:00 Donald Trump og Graydon Carter. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, greip til Twitter í morgun eins og honum einum er lagið, til þess að skammast yfir tímaritinu Vanity Fair. Trump sagði lestrartölur tímaritsins vera mjög slæmar og sagði tímaritið vera í „miklum vandræðum, dautt“. Þá sagði hann ritstjóra VF vera án hæfileika og að honum yrði bráðum vikið frá störfum. Tilefni tístsins, sem í fyrstu virtist koma upp úr þurr, var umfjöllun tímaritsins um veitingastaðinn Trump Grill sem er í kjallara Trump Tower. Þar sagði gagnrýnandi Vanity Fair að Trump Grill væri mögulega versta veitingahús Bandaríkjanna.Has anyone looked at the really poor numbers of @VanityFair Magazine. Way down, big trouble, dead! Graydon Carter, no talent, will be out!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem að Trump veður í Vanity Fair á Twitter. Á undanförnum árum hefur hann skrifað um 50 niðrandi tíst um tímaritið og ritstjóra þess Graydon Carter. Þar að auki hefur hann skrifað eitt þakkar-tíst þar sem hann bendir á jákvæða umfjöllun um golfvöll Trump. Í fyrsta tísti sínu um Vanity Fair lýsti Trump því yfir að tímaritið hefði haldið leiðinlegasta óskarsverðlaunapartíið og sagði sölutölur tímaritsins vera á niðurleið. Síðan þá hefur hann margsinnis haldið því fram að „dauði“ Vanity Fair væri yfirvofandi. Uppruna andúðar Trump á Vanity Fair má rekja til þess að Graydon Carter, ritstjóri tímaritsins til langs tíma, skrifaði á árum áður greinar í tímaritið Spy þar sem hann fór hörðum orðum um Trump og sagði hann meðal annars að Trump væri dóni og með stutta putta. Orðræða um stutta putta og litlar hendur hafa fylgt Donald Trump síðan. Carter rifjaði greinarnar upp fyrr á árinu og sagði frá því að síðan þá hefur hann reglulega fengið myndir sendar frá Donald Trump. Myndirnar eru af Trump sjálfum og hefur hann hringað utan um hendur sínar á myndunum með gylltum túss og skrifað: „Sjáðu, ekki svo stuttir“. Carter sagðist síðast hafa fengið slíka sendingu í apríl 2015. Fyrsta greinin birtist í apríl 1988, svo það er greinilegt að þetta hefur setið í Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, greip til Twitter í morgun eins og honum einum er lagið, til þess að skammast yfir tímaritinu Vanity Fair. Trump sagði lestrartölur tímaritsins vera mjög slæmar og sagði tímaritið vera í „miklum vandræðum, dautt“. Þá sagði hann ritstjóra VF vera án hæfileika og að honum yrði bráðum vikið frá störfum. Tilefni tístsins, sem í fyrstu virtist koma upp úr þurr, var umfjöllun tímaritsins um veitingastaðinn Trump Grill sem er í kjallara Trump Tower. Þar sagði gagnrýnandi Vanity Fair að Trump Grill væri mögulega versta veitingahús Bandaríkjanna.Has anyone looked at the really poor numbers of @VanityFair Magazine. Way down, big trouble, dead! Graydon Carter, no talent, will be out!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem að Trump veður í Vanity Fair á Twitter. Á undanförnum árum hefur hann skrifað um 50 niðrandi tíst um tímaritið og ritstjóra þess Graydon Carter. Þar að auki hefur hann skrifað eitt þakkar-tíst þar sem hann bendir á jákvæða umfjöllun um golfvöll Trump. Í fyrsta tísti sínu um Vanity Fair lýsti Trump því yfir að tímaritið hefði haldið leiðinlegasta óskarsverðlaunapartíið og sagði sölutölur tímaritsins vera á niðurleið. Síðan þá hefur hann margsinnis haldið því fram að „dauði“ Vanity Fair væri yfirvofandi. Uppruna andúðar Trump á Vanity Fair má rekja til þess að Graydon Carter, ritstjóri tímaritsins til langs tíma, skrifaði á árum áður greinar í tímaritið Spy þar sem hann fór hörðum orðum um Trump og sagði hann meðal annars að Trump væri dóni og með stutta putta. Orðræða um stutta putta og litlar hendur hafa fylgt Donald Trump síðan. Carter rifjaði greinarnar upp fyrr á árinu og sagði frá því að síðan þá hefur hann reglulega fengið myndir sendar frá Donald Trump. Myndirnar eru af Trump sjálfum og hefur hann hringað utan um hendur sínar á myndunum með gylltum túss og skrifað: „Sjáðu, ekki svo stuttir“. Carter sagðist síðast hafa fengið slíka sendingu í apríl 2015. Fyrsta greinin birtist í apríl 1988, svo það er greinilegt að þetta hefur setið í Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila