Dómur þyngdur fyrir tilraun til nauðgunar: Hótaði að dreifa nektarmynd af fimmtán ára dreng Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2016 16:00 Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar og blygðunarsemisbrot gegn 15 ára dreng. Hæstiréttur dæmdi í dag Anton Yngva Sigmundsson í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot gegn 15 ára dreng og fyrir tilraun til nauðgunar með því að hóta að dreifa nektarmyndum af brotaþola, ef hann hefði ekki kynmök við sig. Anton Yngvi var ákærður annars vegar fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í gegnum samfélagsmiðla undir fölsku flaggi sem 17 ára drengur átt í kynferðislegum samræðum við brotaþola þegar hann var 15 ára og fengið hann til að senda sér mynd af kynfærum sínum. Í seinni lið ákærunnar var honum gefin að sök tilraun til nauðgunar með því að hafa daginn eftir hótað því að dreifa samskiptum þeirra og myndinni af kynfærum brotaþola ef hann hefði ekki kynferðismök við sig fyrir klukkan 23 um kvöldið. Áður var Anton Yngvi sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var málinu áfrýjað til Hæstarettar þann 27. maí síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram hótanir við brotaþola og að hann hafi tekið þær alvarlega, sem og að ákærði hafi haft í hótunum í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig.Sjá einnig: Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman„Staðfest verður sú niðurstaða héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram þær hótanir við brotaþola sem í ákæru greinir, að sá síðarnefndi hafi tekið þær alvarlega og að ákærði hafi viðhaft þær í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Eins og nánar er rakið í héraðsdómi hótaði ákærði brotaþola ítrekað og setti honum mjög skamman frest til að láta undan þessum hótunum,” segir í niðurstöðu Hæstaréttar.Í dómnum segir einnig að brotin hafi verið sérlega gróf, hann hafi komið fram undir tilbúnu nafni og þóst vera mun yngri en hann var og með því fengið brotaþola til að tjá sig um viðkvæm persónuleg mál og senda af sér nektarmynd. „Þessa aðstöðu notfærði síðan ákærði til að leitast við að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Ákærði á sér ekki málsbætur. Hann verður að þessu virtu dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og eru ekki efni til að binda þá refsingu skilorði að öllu eða nokkru.”Tveir dómarar ósammálaSem fyrr segir var ákærði áður sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var hann þá dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Hæstiréttur þyngir dóminn í tveggja ára fangelsi. Tveir dómarar voru ósammála og skiluðu sératkvæði þar sem þeir sögðust vilja sýkna Anton Yngva af tilraun til nauðgunar. Í dómi héraðsdóms kom fram að hótanir Antons hafi vakið mikinn ótta hjá drengnum og meðal annars hafi hann íhugað að strjúka að heiman til að losna við afleiðingar af því ef myndin yrði birt. Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07 Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Anton Yngva Sigmundsson í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot gegn 15 ára dreng og fyrir tilraun til nauðgunar með því að hóta að dreifa nektarmyndum af brotaþola, ef hann hefði ekki kynmök við sig. Anton Yngvi var ákærður annars vegar fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í gegnum samfélagsmiðla undir fölsku flaggi sem 17 ára drengur átt í kynferðislegum samræðum við brotaþola þegar hann var 15 ára og fengið hann til að senda sér mynd af kynfærum sínum. Í seinni lið ákærunnar var honum gefin að sök tilraun til nauðgunar með því að hafa daginn eftir hótað því að dreifa samskiptum þeirra og myndinni af kynfærum brotaþola ef hann hefði ekki kynferðismök við sig fyrir klukkan 23 um kvöldið. Áður var Anton Yngvi sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var málinu áfrýjað til Hæstarettar þann 27. maí síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram hótanir við brotaþola og að hann hafi tekið þær alvarlega, sem og að ákærði hafi haft í hótunum í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig.Sjá einnig: Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman„Staðfest verður sú niðurstaða héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram þær hótanir við brotaþola sem í ákæru greinir, að sá síðarnefndi hafi tekið þær alvarlega og að ákærði hafi viðhaft þær í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Eins og nánar er rakið í héraðsdómi hótaði ákærði brotaþola ítrekað og setti honum mjög skamman frest til að láta undan þessum hótunum,” segir í niðurstöðu Hæstaréttar.Í dómnum segir einnig að brotin hafi verið sérlega gróf, hann hafi komið fram undir tilbúnu nafni og þóst vera mun yngri en hann var og með því fengið brotaþola til að tjá sig um viðkvæm persónuleg mál og senda af sér nektarmynd. „Þessa aðstöðu notfærði síðan ákærði til að leitast við að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Ákærði á sér ekki málsbætur. Hann verður að þessu virtu dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og eru ekki efni til að binda þá refsingu skilorði að öllu eða nokkru.”Tveir dómarar ósammálaSem fyrr segir var ákærði áður sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var hann þá dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Hæstiréttur þyngir dóminn í tveggja ára fangelsi. Tveir dómarar voru ósammála og skiluðu sératkvæði þar sem þeir sögðust vilja sýkna Anton Yngva af tilraun til nauðgunar. Í dómi héraðsdóms kom fram að hótanir Antons hafi vakið mikinn ótta hjá drengnum og meðal annars hafi hann íhugað að strjúka að heiman til að losna við afleiðingar af því ef myndin yrði birt.
Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07 Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Sjá meira
Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45
Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07
Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51