Klappstýrur "uppgjörsins“ Þórlindur Kjartansson skrifar 16. desember 2016 07:00 Ef Jesús Kristur hefði ekki hitt fyrir farísea, fræðimenn og palestínskt alþýðufólk á Olíufjallinu forðum heldur íslenska stjórnmála-, embættis- og athafnamenn er hætt við því að áeggjan hans um að sá sem syndlaus væri kastaði fyrsta steininum hefði endað í blóðbaði. Íslensku þjóðinni er að takast að eyða töluvert meiri tíma í að gera upp málin eftir fjármálahrunið 2008 heldur en uppsveiflan sjálf stóð yfir. Nýjasta dæmið um þetta er vitaskuld uppljóstranir um hlutabréfaeign og fjármálavafstur dómara við Hæstarétt Íslands.Vandasamt dómsvald Á því máli eru nokkrar hliðar. Það er vissulega ögn uggvænlegt að fjölmiðlum berist (og þeir birti) persónulegar upplýsingar um einkafjármál dómara. Tilgangurinn með birtingunni er bersýnilega að varpa rýrð á Hæstarétt á sama tíma og dómar falla í stórum málum. Hluti þessara upplýsinga virkar satt best að segja ekkert sérlega krassandi, sérstaklega eftir að nánari skýringar hafa komið fram. Í ljósi þess að upplýsingarnar eru augljóslega komnar frá óvinum dómaranna má velta því fyrir sér hvort of mikið hafi verið gert úr málinu. Engu að síður þá er hluti upplýsinganna óþægilegur. Það er skrýtin ákvörðun hjá æðstu embættismönnum ríkisins—þeim einstaklingum sem falin er sú ábyrgð að ákveða hvenær ríkisvaldið má beita þvingunum og ofbeldi—að láta sér ekki nægja ríflegar launagreiðslur, óhagganlegt starfsöryggi og ríkuleg eftirlaunaréttindi. Þeir þurftu líka að fá að dansa aðeins með á sápukúludiskói hinna alþjóðlegu fjármálasigra íslenskra ofurbankamanna. Eftir á að hyggja hefðu þessir dómarar líklega allir frekar kosið að láta þetta brask eiga sig. Þeir hafa haft með höndum nógu erfitt hlutverk á síðustu árum og hafa satt best að segja virst átt í mesta basli með það á köflum. Það er alls ekki ólíklegt að sumir dómar þeirra eigi eftir að fá skell þegar frá líður og yfirvegaðir og óhlutdrægir aðilar, eins og Mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fengið tækifæri til þess að meta þá að nýju.Kapítalísk bernskubrek Það er heldur ekki ósennilegt að þegar fram líða stundir muni fólk horfa allt öðruvísi á allt þetta tímabil en við gerum nú. Íslenska hagkerfið fór í gegnum kollsteypu, sem okkur sjálfum fannst ógurleg, en á sér þó ýmsar hliðstæður út um allan heim og á ýmsum tímum. Það er líka óþarfi að hamra á því—en það er nú samt sem áður staðreynd—að Íslendingar sem þjóð hafa ekki upplifað neitt í líkingu við þau áföll sem fólk í flestum öðrum löndum hefur þurft að vinna sig út úr. Það sem líklegast gerði bæði æðibunuganginn í uppsveiflunni og hópþunglyndið og refsigleðina í niðursveiflunni svo ærandi var að Ísland er enn að stíga sín fyrstu skref sem kapítalískt þjóðfélag. Í aldanna rás hafa Íslendingar búið við langvarandi gjaldeyrishöft og mjög takmarkaða möguleika til þess að kaupa og selja hlutabréf á mörkuðum. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum sem Íslendingar öðluðust sína fyrstu reynslu í þessum efnum. Tilfinningahitinn í kringum „hrunið“ var eins og fyrsta ástarsorg unglings—það var ekki nóg með að við grétum það sem við höfðum misst, heldur urðum við handviss um að við myndum aldrei elska aftur og vildum helst hætta að trúa á ástina, hamingjuna og framtíðina.Ekki benda á mig Eitt af því áhugaverðasta við allt þetta langa uppgjörstímabil er að það er mikil leitun að fólki sem gerði mistök. Bankamennirnir hafa flestir lýst því hvernig óaðfinnanlegar ákvarðanir þeirra hafi á óskiljanlegan hátt ekki staðist óviðráðanlegar ytri aðstæður og hvernig mistök og aulagangur allra annarra hafi í raun skemmt fyrir þeim alla snilldina. Stjórnmála- og embættismenn hafa sömuleiðis, eftir margra ára naflaskoðun, eiginlega ekkert fundið að hjá sér sjálfum, þótt pólitískir andstæðingar hafi vitaskuld borið mikla sök. Og dómararnir í Hæstarétti eru vitaskuld algjörlega vammlausir í eigin huga; standandi með bundið fyrir augun; vogarskálar réttlætisins í annarri hendi og verðlaus hlutabréf í hinni, að meta hverjar sé hæfilegar refsingar fyrir þá sem báru mesta ábyrgð. Og nú, þegar íslenskt þjóðfélag er búið að hverfast um afleiðingarnar af „hruninu“ í átta ár. Þá fer smám saman að vakna sú tilfinning að það gæti nú líka þurft að skoða hvort okkur hafi gengið eitthvað betur í „uppgjörinu“ heldur en „uppsveiflunni“. Margt bendir til þess að ríkisvaldið hafi ekki síður en „útrásarvíkingarnir“ leyft sér að fara langt út fyrir öll fyrri mörk, svo sem með óhóflegum símahlerunum, tilhæfulausum rannsóknum og ákærum, langvinnum herferðum gegn tilteknum einstaklingum og þar fram eftir götunum. Margir máttu lengi bera brennimerkið „klappstýra útrásarinnar“, en það fer að verða spurning hvort uppnefnið „klappstýra uppgjörsins“ fari að verða nothæft sem skammaryrði líka.Steinkast En hvernig má vera að þessi uppgjör taki allan þennan tíma? Kannski er það vegna þess að svo margir létu glepjast. Það voru ekki bara jakkafataklæddir hvítvoðungar úr Versló sem töluðu í farsímana sína um hlutabréf og milljónir. Þjóðin var meira og minna öll orðin gráðug. Prestar keyptu hlutabréf, kennarar spiluðu á gjaldeyrismarkaðinn, listamenn og heimspekingar nenntu ekki að gagnrýna heldur sáu bara tækifæri—og meira að segja dómararnir gátu ekki setið spakir á hliðarlínunni. Eftir að skýjaborgin hrundi þá eru allir með svo mikinn móral, að það eina sem lætur okkur líða betur er að benda á hvert annað og gera að sökudólgum. Og vegna reiðinnar og refsigleðinnar vilja fáir viðurkenna minnstu mistök. Það er nefnilega meira stuð að kasta steinum heldur en að reyna að læra af fortíðinni. Þangað til einhver fer að kasta steinum í mann sjálfan. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Ef Jesús Kristur hefði ekki hitt fyrir farísea, fræðimenn og palestínskt alþýðufólk á Olíufjallinu forðum heldur íslenska stjórnmála-, embættis- og athafnamenn er hætt við því að áeggjan hans um að sá sem syndlaus væri kastaði fyrsta steininum hefði endað í blóðbaði. Íslensku þjóðinni er að takast að eyða töluvert meiri tíma í að gera upp málin eftir fjármálahrunið 2008 heldur en uppsveiflan sjálf stóð yfir. Nýjasta dæmið um þetta er vitaskuld uppljóstranir um hlutabréfaeign og fjármálavafstur dómara við Hæstarétt Íslands.Vandasamt dómsvald Á því máli eru nokkrar hliðar. Það er vissulega ögn uggvænlegt að fjölmiðlum berist (og þeir birti) persónulegar upplýsingar um einkafjármál dómara. Tilgangurinn með birtingunni er bersýnilega að varpa rýrð á Hæstarétt á sama tíma og dómar falla í stórum málum. Hluti þessara upplýsinga virkar satt best að segja ekkert sérlega krassandi, sérstaklega eftir að nánari skýringar hafa komið fram. Í ljósi þess að upplýsingarnar eru augljóslega komnar frá óvinum dómaranna má velta því fyrir sér hvort of mikið hafi verið gert úr málinu. Engu að síður þá er hluti upplýsinganna óþægilegur. Það er skrýtin ákvörðun hjá æðstu embættismönnum ríkisins—þeim einstaklingum sem falin er sú ábyrgð að ákveða hvenær ríkisvaldið má beita þvingunum og ofbeldi—að láta sér ekki nægja ríflegar launagreiðslur, óhagganlegt starfsöryggi og ríkuleg eftirlaunaréttindi. Þeir þurftu líka að fá að dansa aðeins með á sápukúludiskói hinna alþjóðlegu fjármálasigra íslenskra ofurbankamanna. Eftir á að hyggja hefðu þessir dómarar líklega allir frekar kosið að láta þetta brask eiga sig. Þeir hafa haft með höndum nógu erfitt hlutverk á síðustu árum og hafa satt best að segja virst átt í mesta basli með það á köflum. Það er alls ekki ólíklegt að sumir dómar þeirra eigi eftir að fá skell þegar frá líður og yfirvegaðir og óhlutdrægir aðilar, eins og Mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fengið tækifæri til þess að meta þá að nýju.Kapítalísk bernskubrek Það er heldur ekki ósennilegt að þegar fram líða stundir muni fólk horfa allt öðruvísi á allt þetta tímabil en við gerum nú. Íslenska hagkerfið fór í gegnum kollsteypu, sem okkur sjálfum fannst ógurleg, en á sér þó ýmsar hliðstæður út um allan heim og á ýmsum tímum. Það er líka óþarfi að hamra á því—en það er nú samt sem áður staðreynd—að Íslendingar sem þjóð hafa ekki upplifað neitt í líkingu við þau áföll sem fólk í flestum öðrum löndum hefur þurft að vinna sig út úr. Það sem líklegast gerði bæði æðibunuganginn í uppsveiflunni og hópþunglyndið og refsigleðina í niðursveiflunni svo ærandi var að Ísland er enn að stíga sín fyrstu skref sem kapítalískt þjóðfélag. Í aldanna rás hafa Íslendingar búið við langvarandi gjaldeyrishöft og mjög takmarkaða möguleika til þess að kaupa og selja hlutabréf á mörkuðum. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum sem Íslendingar öðluðust sína fyrstu reynslu í þessum efnum. Tilfinningahitinn í kringum „hrunið“ var eins og fyrsta ástarsorg unglings—það var ekki nóg með að við grétum það sem við höfðum misst, heldur urðum við handviss um að við myndum aldrei elska aftur og vildum helst hætta að trúa á ástina, hamingjuna og framtíðina.Ekki benda á mig Eitt af því áhugaverðasta við allt þetta langa uppgjörstímabil er að það er mikil leitun að fólki sem gerði mistök. Bankamennirnir hafa flestir lýst því hvernig óaðfinnanlegar ákvarðanir þeirra hafi á óskiljanlegan hátt ekki staðist óviðráðanlegar ytri aðstæður og hvernig mistök og aulagangur allra annarra hafi í raun skemmt fyrir þeim alla snilldina. Stjórnmála- og embættismenn hafa sömuleiðis, eftir margra ára naflaskoðun, eiginlega ekkert fundið að hjá sér sjálfum, þótt pólitískir andstæðingar hafi vitaskuld borið mikla sök. Og dómararnir í Hæstarétti eru vitaskuld algjörlega vammlausir í eigin huga; standandi með bundið fyrir augun; vogarskálar réttlætisins í annarri hendi og verðlaus hlutabréf í hinni, að meta hverjar sé hæfilegar refsingar fyrir þá sem báru mesta ábyrgð. Og nú, þegar íslenskt þjóðfélag er búið að hverfast um afleiðingarnar af „hruninu“ í átta ár. Þá fer smám saman að vakna sú tilfinning að það gæti nú líka þurft að skoða hvort okkur hafi gengið eitthvað betur í „uppgjörinu“ heldur en „uppsveiflunni“. Margt bendir til þess að ríkisvaldið hafi ekki síður en „útrásarvíkingarnir“ leyft sér að fara langt út fyrir öll fyrri mörk, svo sem með óhóflegum símahlerunum, tilhæfulausum rannsóknum og ákærum, langvinnum herferðum gegn tilteknum einstaklingum og þar fram eftir götunum. Margir máttu lengi bera brennimerkið „klappstýra útrásarinnar“, en það fer að verða spurning hvort uppnefnið „klappstýra uppgjörsins“ fari að verða nothæft sem skammaryrði líka.Steinkast En hvernig má vera að þessi uppgjör taki allan þennan tíma? Kannski er það vegna þess að svo margir létu glepjast. Það voru ekki bara jakkafataklæddir hvítvoðungar úr Versló sem töluðu í farsímana sína um hlutabréf og milljónir. Þjóðin var meira og minna öll orðin gráðug. Prestar keyptu hlutabréf, kennarar spiluðu á gjaldeyrismarkaðinn, listamenn og heimspekingar nenntu ekki að gagnrýna heldur sáu bara tækifæri—og meira að segja dómararnir gátu ekki setið spakir á hliðarlínunni. Eftir að skýjaborgin hrundi þá eru allir með svo mikinn móral, að það eina sem lætur okkur líða betur er að benda á hvert annað og gera að sökudólgum. Og vegna reiðinnar og refsigleðinnar vilja fáir viðurkenna minnstu mistök. Það er nefnilega meira stuð að kasta steinum heldur en að reyna að læra af fortíðinni. Þangað til einhver fer að kasta steinum í mann sjálfan. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.