Til að byrja með var Guerlain fyrst og fremst ilmvatnsframleiðandi og fékk Pierre Franqois meðal annars það verðuga verkefni að sérhanna ilmvötn fyrir Spánardrottningu og Bretlandsdrottningu.
Samhliða ilmvatnsframleiðslunni hannaði Pierre Franqois hinar ýmsu snyrtivörur sem áttu eftir að kollvarpa snyrtivöruheiminum og eru þar á meðal vörur sem fást enn þann dag í dag. Við andlát Pierre Franqois tóku synir hans við fyrirtækinu sem gekk milli fimm ættliða þangað til ákvörðun var tekin um að selja fyrirtækið út úr fjölskyldunni árið 1994.
Guerlain leggur mikið upp úr því að hafa vörurnar vel framsettar í fallegum umbúðum, ilmandi og að þær veiti viðskiptavininum ákveðna vellíðunartilfinningu. Naglalökk með ilmvatnslykt gera það auðveldara fyrir nútímafólk að naglalakka sig á almenningsstöðum, farðagrunnur með gullflögum, farði sem er innblásin af fallegum undirfötum sem klæða húðina fullkomnlega og ljómapenni er brot af þeim lúxus sem Guerlain býður upp á.
Árstíðarbundnar vörulínur sem gefnar eru út í takmörkuðu magni hafa sett skemmtilegan svip á merkið og aukið fjölbreytileika. Hjá Guerlain hafa nokkrar vörur notið mikilla vinsælda og ber þar meðal annars að nefna Terracotta sólarpúðurslínuna, sagt er að á 20 sekúndna fresti finni Terracotta sólarpúðrið sér stað í handtösku konu einhversstaðar í heiminum. Í nýjustu hátíðarlínu Guerlain má einmitt finna þetta ómótstæðilega sólarpúður í nýjum hátíðlegum umbúðum.





KISS KISS LIP LIFT - varalitagrunnur hugsaður til þess að koma í veg fyrir smit út í fínar línur og einnig til þess að auka hald varalitsins yfir daginn. Formúlan mýkir varirnar og sléttir þær um leið, hún gefur daufan beige lit frá sér í þeim tilgangi að varaliturinn sem þú setur síðan ofan á haldist í réttum lit.
LE PETITE ROBE NOIRE lipstick – varalitur sem er mjög auðveldur í notkun og gerir okkur kleift að stjórna þekjunni.



TERRA INDIA LIMITED EDITION - Endurspeglun sólar í einni pakkningu sem gefur húðinni samstundis heilbrigt og náttúrulegt yfirbragð. Formúlan er það fín möluð að ójöfn útkoma á að vera ómöguleg.