Valdís svaf illa vegna láta í næturklúbbi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2016 06:30 Valdís Þóra hefur leikið stöðugt golf í Marokkó. fréttablaðið/daníel Þó að Valdís Þóra Jónsdóttir hafi fengið frekar lítinn svefn fyrir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó þá spilaði hún mjög vel í gær. Hún kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún fór fyrsta hringinn á pari og er því á einum undir samtals. Hún situr þar með í 21.-30. sæti fyrir þriðja hringinn. 30 efstu kylfingarnir á úrtökumótinu fá keppnisrétt á LET-Evrópumótaröðinni en alls verða leiknir fimm hringir. „Hún ætlaði að æfa sig aðeins eftir hringinn. Fara í mat og svo að leggja sig enda svaf hún lítið í nótt,“ segir þjálfari Valdísar, Hlynur Geir Hjartarson, en hann var þá nýbúinn að heyra í Skagakonunni. „Það er næturklúbbur við hliðina á hótelinu hennar og þar var mikið stuð í gær. Svo mikið að það truflaði svefn hennar og eflaust hjá einhverjum fleirum líka. Þeim látum er nú vonandi lokið núna.“ Valdís Þóra tók ákvörðun fyrir mótið að gefa ekki nein viðtöl meðan á mótinu stæði og hún hefur einnig ákveðið að halda sig fjarri samfélagsmiðlum meðan á mótinu stendur. Það hefur truflað hana áður og samfélagsmiðlarnir trufluðu líka Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er hún var að keppa í Asíu. Hún lokaði svo á þá fyrir sitt lokaúrtökumót í Bandaríkjunum og þar sló hún í gegn. Vonandi gengur það líka fyrir Valdísi. „Hún er að spila á tveimur völlum þarna úti í Marokkó og var svo heppin að fá kylfusvein sem er klúbbmeistari þarna. Hann þekkir því völlinn eins og lófann á sér. Veit nákvæmlega hvar er best að lenda og hvernig flatirnar liggja. Hún var því heppin með það,“ segir Hlynur Geir en kylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson þekkir heimamanninn og náði að koma á tengslum milli hans og Valdísar. Svona á að nýta samböndin. „Þetta er langt og krefjandi mót en Valdísi líður mjög vel og er að slá afar vel. Hún hefði auðvitað viljað sjá aðeins fleiri pútt detta niður núna en spilamennskan er flott. Þegar fleiri pútt detta þá kemur betra skor. Þetta er á uppleið hjá henni og ég hef fulla trú á því að hún haldi áfram á þessari braut. Það eru spennandi dagar fram undan.“ Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þó að Valdís Þóra Jónsdóttir hafi fengið frekar lítinn svefn fyrir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó þá spilaði hún mjög vel í gær. Hún kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún fór fyrsta hringinn á pari og er því á einum undir samtals. Hún situr þar með í 21.-30. sæti fyrir þriðja hringinn. 30 efstu kylfingarnir á úrtökumótinu fá keppnisrétt á LET-Evrópumótaröðinni en alls verða leiknir fimm hringir. „Hún ætlaði að æfa sig aðeins eftir hringinn. Fara í mat og svo að leggja sig enda svaf hún lítið í nótt,“ segir þjálfari Valdísar, Hlynur Geir Hjartarson, en hann var þá nýbúinn að heyra í Skagakonunni. „Það er næturklúbbur við hliðina á hótelinu hennar og þar var mikið stuð í gær. Svo mikið að það truflaði svefn hennar og eflaust hjá einhverjum fleirum líka. Þeim látum er nú vonandi lokið núna.“ Valdís Þóra tók ákvörðun fyrir mótið að gefa ekki nein viðtöl meðan á mótinu stæði og hún hefur einnig ákveðið að halda sig fjarri samfélagsmiðlum meðan á mótinu stendur. Það hefur truflað hana áður og samfélagsmiðlarnir trufluðu líka Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er hún var að keppa í Asíu. Hún lokaði svo á þá fyrir sitt lokaúrtökumót í Bandaríkjunum og þar sló hún í gegn. Vonandi gengur það líka fyrir Valdísi. „Hún er að spila á tveimur völlum þarna úti í Marokkó og var svo heppin að fá kylfusvein sem er klúbbmeistari þarna. Hann þekkir því völlinn eins og lófann á sér. Veit nákvæmlega hvar er best að lenda og hvernig flatirnar liggja. Hún var því heppin með það,“ segir Hlynur Geir en kylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson þekkir heimamanninn og náði að koma á tengslum milli hans og Valdísar. Svona á að nýta samböndin. „Þetta er langt og krefjandi mót en Valdísi líður mjög vel og er að slá afar vel. Hún hefði auðvitað viljað sjá aðeins fleiri pútt detta niður núna en spilamennskan er flott. Þegar fleiri pútt detta þá kemur betra skor. Þetta er á uppleið hjá henni og ég hef fulla trú á því að hún haldi áfram á þessari braut. Það eru spennandi dagar fram undan.“
Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira