Fjölmiðlar í Ástralíu segja leikkonuna Margot Robbie hafa gifts Tom Ackerley í Byron Bay í Ástralíu um helgina í leyni. Parið er búið að vera saman í þrjú ár.
Margot er fædd og uppalin í Ástralíu en Tom er breskur. Hann er kvikmyndaframleiðandi og þau kynntust við tökur á myndinni Suit Francais. Sögusagnirnar hafa ekki fengist staðfestar frá Robbie sjálfri en þessu er haldið fram samkvæmt öruggum heimildum.
