Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Snærós Sindradóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom gangandi á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á þriðja tímanum í gær. Fundurinn átti sér stað á skrifstofu Vinstri grænna við Austurstræti en aðeins augnablikum áður en Bjarni mætti í hús kom Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á skrifstofuna og þeir tveir urðu samferða í lyftunni upp. vísir/eyþór Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á viljaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjól í samstarfinu. Reynt hefur verið að reka fleyg á milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, til að máta síðarnefnda flokkinn við þriggja flokka stjórn sem næði frá vinstri til hægri, en án nokkurs árangurs. Þingmenn Bjartrar framtíðar meta stöðu sína sterkari í samstarfi við Viðreisn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Vinstri græn leggi á það áherslu að Samfylkingin komi inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Vinstriblokk stjórnarinnar hefði þá þrettán þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 21. Ekki komi til greina að fá Pírata í stjórn af hálfu Sjálfstæðisflokks og ekki komi til greina að Framsóknarflokkur verði þriðji flokkur í stjórn, af hálfu Vinstri grænna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sjálfur hafa heyrt að sá möguleiki hafi verið ræddur.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnarvísir/stefán„Staðreyndin er sú að það er mjög langt á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins í mjög mörgum málum og ýmislegt á milli okkar og Vinstri grænna í öðrum málum. Ég ímynda mér í fljótu bragði að það séu svo stór mál að þetta komi ekki til greina.“ Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni Benediktsson að hans vonir stæðu til að hægt væri að gera vopnahlé um ákveðin mál sem ágreiningur er um. „Og leggja til hliðar þau mál sem flokkarnir, sem eiga að starfa með honum, berjast fyrir? Ef það eru stjórnarskráin, Evrópumálin og sjávarútvegurinn þá segi ég bara nei, við munum ekki gera vopnahlé um slík mál,“ segir Logi. Heimildir Fréttablaðsins herma að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Björt framtíð séu jafnvel tilbúin að reyna aftur við fimm flokka stjórn. Ákveðið hefur verið að þing komi saman 6. desember næstkomandi, óháð því hvort ný ríkisstjórn hafi verið mynduð eða ekki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á viljaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjól í samstarfinu. Reynt hefur verið að reka fleyg á milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, til að máta síðarnefnda flokkinn við þriggja flokka stjórn sem næði frá vinstri til hægri, en án nokkurs árangurs. Þingmenn Bjartrar framtíðar meta stöðu sína sterkari í samstarfi við Viðreisn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Vinstri græn leggi á það áherslu að Samfylkingin komi inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Vinstriblokk stjórnarinnar hefði þá þrettán þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 21. Ekki komi til greina að fá Pírata í stjórn af hálfu Sjálfstæðisflokks og ekki komi til greina að Framsóknarflokkur verði þriðji flokkur í stjórn, af hálfu Vinstri grænna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sjálfur hafa heyrt að sá möguleiki hafi verið ræddur.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnarvísir/stefán„Staðreyndin er sú að það er mjög langt á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins í mjög mörgum málum og ýmislegt á milli okkar og Vinstri grænna í öðrum málum. Ég ímynda mér í fljótu bragði að það séu svo stór mál að þetta komi ekki til greina.“ Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni Benediktsson að hans vonir stæðu til að hægt væri að gera vopnahlé um ákveðin mál sem ágreiningur er um. „Og leggja til hliðar þau mál sem flokkarnir, sem eiga að starfa með honum, berjast fyrir? Ef það eru stjórnarskráin, Evrópumálin og sjávarútvegurinn þá segi ég bara nei, við munum ekki gera vopnahlé um slík mál,“ segir Logi. Heimildir Fréttablaðsins herma að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Björt framtíð séu jafnvel tilbúin að reyna aftur við fimm flokka stjórn. Ákveðið hefur verið að þing komi saman 6. desember næstkomandi, óháð því hvort ný ríkisstjórn hafi verið mynduð eða ekki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira