Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2016 16:46 Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að nú standi flokkarnir fyrir því að mynda ríkisstjórn á mjög breiðum grunni. Hún er vongóð um að slíkt muni takast. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni fyrir stundu og ræddi stuttlega við blaðamenn að fundi loknum. Birgitta segir að Píratar muni nálgast viðræðurnar þannig að enginn einn stýri ferð við borðsendann. „Við nálgumst þetta út frá þeim grunni að það sitji ekki einhver við borðsendann. Við förum í þetta saman, við erum ólík en það er þannig að samfélagið kallar eftir ákveðnum breytingum,“ sagði Birgitta. Hún sagði að takist að mynda þessa ríkisstjórn geti hún verið einhversskonar „lítil þjóðstjórn“ sem starfi frá vinstri til hægri. Hún segist líta til Bjartrar framtíðar og Samfylkingar til að brúa bilið á milli þeirra flokka sem lengst er á milli, VG og Viðreisnar, en upp úr slitnaði úr viðræðum þessara fimm flokka vegna þess að flokkarnir tveir gátu ekki komið sér saman um skattamál.Gera ekki kröfu um forsætisráðuneytið. Birgitta vonast til þess nú takist að ná málamiðlun um slík mál en fulltrúar flokkanna, utan VG, hittust í vikunni á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fundaði með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því Píratar fundi á eftir en reiknað er með að fulltrúar flokkanna hefji viðræður á mánudaginn. Að sögn Birgittu munu þeir leggja áherslu á að fyrst verði rætt um stóra samhengið, áður en að rætt verði um einstök mál, svo komast megi fljótt að því hvort að grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum. Birgitta sagði að flokkurinn gerði ekki tilkall um forsætisráðuneytið og að Píratar væru opnir fyrir því að leiðtogi einhvers annars flokks í viðræðunum myndi verða forsætisráðherra. Sá sem myndi taka við því embætti yrði að geta leitt fimm flokka í samstarfi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að nú standi flokkarnir fyrir því að mynda ríkisstjórn á mjög breiðum grunni. Hún er vongóð um að slíkt muni takast. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni fyrir stundu og ræddi stuttlega við blaðamenn að fundi loknum. Birgitta segir að Píratar muni nálgast viðræðurnar þannig að enginn einn stýri ferð við borðsendann. „Við nálgumst þetta út frá þeim grunni að það sitji ekki einhver við borðsendann. Við förum í þetta saman, við erum ólík en það er þannig að samfélagið kallar eftir ákveðnum breytingum,“ sagði Birgitta. Hún sagði að takist að mynda þessa ríkisstjórn geti hún verið einhversskonar „lítil þjóðstjórn“ sem starfi frá vinstri til hægri. Hún segist líta til Bjartrar framtíðar og Samfylkingar til að brúa bilið á milli þeirra flokka sem lengst er á milli, VG og Viðreisnar, en upp úr slitnaði úr viðræðum þessara fimm flokka vegna þess að flokkarnir tveir gátu ekki komið sér saman um skattamál.Gera ekki kröfu um forsætisráðuneytið. Birgitta vonast til þess nú takist að ná málamiðlun um slík mál en fulltrúar flokkanna, utan VG, hittust í vikunni á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fundaði með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því Píratar fundi á eftir en reiknað er með að fulltrúar flokkanna hefji viðræður á mánudaginn. Að sögn Birgittu munu þeir leggja áherslu á að fyrst verði rætt um stóra samhengið, áður en að rætt verði um einstök mál, svo komast megi fljótt að því hvort að grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum. Birgitta sagði að flokkurinn gerði ekki tilkall um forsætisráðuneytið og að Píratar væru opnir fyrir því að leiðtogi einhvers annars flokks í viðræðunum myndi verða forsætisráðherra. Sá sem myndi taka við því embætti yrði að geta leitt fimm flokka í samstarfi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31
Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04