Öskubuskuævintýri Hoffenheim heldur áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2016 16:38 Julian Nagelsmann er aðeins 29 ára en að stýra liði í toppslag þýsku 1. deildarinnar. Vísir/Getty Hoffenheim heldur áfram að gera frábæra hluti í þýsku 1. deildinni en liðið komst aftur á sigurbraut eftir þrjú jafntefli í röð með öruggum 4-0 sigri á Köln. Bæði lið fóru frábærlega af stað í þýsku deildinni en hafa gefið eftir í síðustu umferðum. Hoffenheim er þó enn ósigrað eftir tólf leiki en sjö af þeim hafa lokið með jafntefli. Hoffenheim er stýrt af hinum 29 ára Julian Nagelsheim sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir velgengni liðsins. Bæði Hoffenheim og Köln voru með 22 stig fyrir leiki helgarinnar en Hoffenheim hoppar nú upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Sandro Wagner skoraði tvö marka Hoffenheim í dag og þeir Jeremy Toljan og Mark Uth eitt hvor. Wagner er í hópi markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar með sjö mörk. Aðeins eitt annað lið í deildinni er enn ósigrað en það eru nýliðar Leipzig sem misstu toppsæti deildarinnar til Bayern, sem vann 3-1 sigur á Mainz, í gærkvöldi. Leipzig getur þó endurheimt efsta sætið með því að leggja Schalke að velli í kvöld. Sá leikur hefst klukkan 17.30.Aubameyang er fagnað í dag.Vísir/GettyDramatískur sigur Berlínarbúa Hertha Berlín hélt þriðja sætinu með 3-2 sigri á Wolfsburg á útivelli þar sem Salomon Kalou skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Dortmund er í fimmta sætinu eftir 4-1 sigur á Gladbach í dag. Pierre-Emerik Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Dortmund og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimmtán mörk í tólf leikjum.Aron Jó ónotaður varamaður Þá hafði Werder Bremen betur gegn Ingolstadt, 2-1, en Aron Jóhannsson var ónotaður varamaður í fyrrnefnda liðinu. Þetta var fyrsti sigur Bremen í deildinni síðan 15. október. Bayern og Leipzig eru bæði með 30 stig á toppnum en Bayern er ofar á markatölu. Leipzig á þó leik til góða sem fyrr segir. Hertha, Hoffenheim, Dortmund og Eintracht Frankfurt koma í næstu sætum á eftir en Werder Bremen er í fjórtánda sætinu með aðeins ellefu stig eftir þrettán leiki. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er í tólfta sæti með þrettán stig en liðið mætir Frankfurt á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Hoffenheim heldur áfram að gera frábæra hluti í þýsku 1. deildinni en liðið komst aftur á sigurbraut eftir þrjú jafntefli í röð með öruggum 4-0 sigri á Köln. Bæði lið fóru frábærlega af stað í þýsku deildinni en hafa gefið eftir í síðustu umferðum. Hoffenheim er þó enn ósigrað eftir tólf leiki en sjö af þeim hafa lokið með jafntefli. Hoffenheim er stýrt af hinum 29 ára Julian Nagelsheim sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir velgengni liðsins. Bæði Hoffenheim og Köln voru með 22 stig fyrir leiki helgarinnar en Hoffenheim hoppar nú upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Sandro Wagner skoraði tvö marka Hoffenheim í dag og þeir Jeremy Toljan og Mark Uth eitt hvor. Wagner er í hópi markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar með sjö mörk. Aðeins eitt annað lið í deildinni er enn ósigrað en það eru nýliðar Leipzig sem misstu toppsæti deildarinnar til Bayern, sem vann 3-1 sigur á Mainz, í gærkvöldi. Leipzig getur þó endurheimt efsta sætið með því að leggja Schalke að velli í kvöld. Sá leikur hefst klukkan 17.30.Aubameyang er fagnað í dag.Vísir/GettyDramatískur sigur Berlínarbúa Hertha Berlín hélt þriðja sætinu með 3-2 sigri á Wolfsburg á útivelli þar sem Salomon Kalou skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Dortmund er í fimmta sætinu eftir 4-1 sigur á Gladbach í dag. Pierre-Emerik Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Dortmund og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimmtán mörk í tólf leikjum.Aron Jó ónotaður varamaður Þá hafði Werder Bremen betur gegn Ingolstadt, 2-1, en Aron Jóhannsson var ónotaður varamaður í fyrrnefnda liðinu. Þetta var fyrsti sigur Bremen í deildinni síðan 15. október. Bayern og Leipzig eru bæði með 30 stig á toppnum en Bayern er ofar á markatölu. Leipzig á þó leik til góða sem fyrr segir. Hertha, Hoffenheim, Dortmund og Eintracht Frankfurt koma í næstu sætum á eftir en Werder Bremen er í fjórtánda sætinu með aðeins ellefu stig eftir þrettán leiki. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er í tólfta sæti með þrettán stig en liðið mætir Frankfurt á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira